Innlent

Jón Ásgeir segir skaðabótamál koma til greina

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á Fréttavaktinni eftir hádegi, að sýknudómur Héraðsdóms í baugsmálinu í dag, sýni að málið allt sé mikill áfellisdómur yfir þeim sem stóðu að því og sóttu. Það væri sorglegt að ríkið þyrfti að standa í þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að sækja þetta mál, á sama tíma og ekki væru til peningar til að halda björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á lofti. Jón Ásgeir sagði einnig að til greina kæmi að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málaferlanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×