Fleiri fréttir

Grunaðir um að framleiða amfetamín

Tveir menn eru í haldi lögreglu hér á landi, grunaðir um að tengjast framleiðslu á amfetamíni. Þeir hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar mannanna var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins þann fjórða febrúar síðastliðinn með torkennilegan vökva í fórum sínum. Báðir mennirnir eru frá Litháen.

Konur hugsi betur um hjartað

Konur verða að hugsa betur um hjartað í sér þar sem þær eiga ekki síður en karlar á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta eru skilaboð Alþjóðahjartasamtakanna og Hjartaverndar í dag, á Valentínusardaginn.

Basrabúar vilja hvorki danska né enska hermenn

Yfirvöld í Basra í Suður-Írak hafa beðið yfirvöld í Englandi og Danmörku að fjarlægja herafla sinn úr héraðinu. Englendingar eru óvelkomnir eftir að birt var myndband þar sem enskir hermenn sjást misþyrma hermanni og Dani vilja þeir ekki sjá fyrr en dönsk stjórnvöld hafa beðist múslima heimsins afsökunar á skopmyndunum alræmdu.

Nýr kosningavefur í loftið

Sérstakur kosningavefur á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur opnað á vefslóðinni kosningar.is. Vefurinn er tileinkaður sveitarstjórnarkosningunum sem verða haldnar laugardaginn 27. maí 2006.

60 milljónir í varnaraðgerðir gegn fuglaflensu

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að verja hátt í 60 milljónum króna í varnaraðgerðir gagnvart fuglaflensu ef hún verður að heimsfaraldri. Með þessu er búið að verja á annað hundrað milljónum króna í flensuvarnir.

Fagnar yfirlýsingum ráðherra um lækkun vörugjalda

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fagnar yfirlýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að lækka vörugjöld til þess að lækka matvælaverð. Hann segir þó að meira þurfi til eins og eitt virðisaukaskattþrep og virkt eftirlit með fákeppni á smásölumarkaði.

Þyngri dómar fyrir kynferðisafbrot

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagði fram lagabreytingarfrumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um að refsingar fyrir kynferðisafbrot verði hertar. Nái frumvarpið fram að ganga lengist fangelsisvist fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn börnum og munu þessi brot geta varðað allt að sextán ára fangelsi, í stað sex ára eins og nú er hámarksrefsitími.

Harðfiski stolið

Tilkynnt var um innbrot í fiskverkunina Stjörnufisk í Grindavík í gærmorgun. Höfðu óprúttnir þjófar brotist inn í verkunina og stolið þaðan harðfiski.

Réttarhöld vegna Munch-verka hefjast í dag

Réttarhöld hefjast í dag yfir sex manns sem taldir eru viðriðnir ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch. Verkunum var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004 en hvorki hefur fundist tangur né tetur af þeim.

Geitastofninn sagður í útrýmingarhættu

Geitastofninn á Íslandi er í útrýmingarhættu og eru nú aðeins 350 geitur í landinu, að sögn Bændablaðsins. Geitabændur fá greidda verndarstyrki á hverja geit, en það dugir ekki til enda eru afurðir geitanna lítið sem ekkert nýttar.

Áhyggjur af ölvunarakstri í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af auknum ölvunarakstri í bænum en aukning hefur verið frá fyrri árum. Það sem af er ári hafa þrír verið teknir fyrir ölvunarakstur en á sama tíma í fyrra var það aðeins einn og enginn árið þar á undan.

Sluppu nær ómeiddir í hörðum árekstri

Tveir menn sluppu nær ómeiddir þegar bílar þeirra skullu harkalega saman á blindhæð á Ísólfsskálavegi á Reykjanesi í gærkvöldi og stór skemmdust.

Gamall sumarbústaður brennur í Norðlingaholti

Gamall sumarbústaður við Elliðabraut í Norðlingaholti brann til kaldra kola í gærkvöldi. Bústaðurinn er ekki lengur í notkun og mun borgin vera búin að kaupa hann til niðurrifs. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hann alelda og þakið við það að falla.

Krónan hækkaði mest gagnvart dalnum

Íslenska krónan hækkaði næstmest allra gjaldmiðla í heiminum gagnvart bandaríska dollaranum fyrstu vikuna í febrúar. Krónan hækkaði um rúmlega þrjú prósent gagnvart dollarnum og aðeins kanadíski dollarinn hækkaði meira í síðustu viku, eða um rösklega sex prósent.

Ábyrgir feður mótmæla gagnrýni dómara á forsjárfrumvarpið

Félag ábyrgra feðra mótmælir harðlega ummælum tveggja dómara um frumvarp til laga um forsjármál. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sameiginleg forsjá verði meginreglan í forsjármálum og þessu eru dómararnir tveir andvígir samkvæmt ummælum þeirra í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í fréttatilkynningu frá félagi ábyrgra feðra segir að dómskerfið þjáist af "úreltum fortíðarviðhorfum og ríkulegu kynjamisrétti á kostnað barna."

Verkamaður sektaður fyrir tollalagabrot

Erlendur verkamaður, sem hefur verið við vinnu á Selfossi um hríð, hefur verið sektaður fyrir tollagalagabort. Hann villti á sér heimildir þegar hann kom til landsins með Norrænu og fékk akstursheimild fyrir bíl sinn hér á landi án þess að þurfa að greiða fyrir.

Aðhefst ekkert vegna þriggja samruna

Samkeppnisstofnun hefur ákveðið að aðhafast ekkert vegna þriggja samruna fyrirtækja. Um er að ræða kaup Kvosar, sem meðal annars á Odda og Tímaritaútgáfuna Fróða á Skólavörðubúðinni, kaup Pennans á Bókabúð Keflavíkur og Samruna Saga Film og Storms ehf.

Komið til móts við fækkun rýma á Sólvangi

Tíu dvalarrýmum á Hrafnistu í Hafnarfirði verður breytt í hjúkrunarrými til að koma til móts við fækkun rýma á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi í dag þar sem kynntar voru tillögur nefndar um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Hafnarfirði.

Sekt fyrir verðsamráð

Félag íslenskra hljómlistarmanna verður að greiða hundrað þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir ólöglegt verðsamráð.

Atvinnuleysi eykst lítillega

Atvinnuleysi í janúar var lítillega meira en í desember en samt nær tvöfalt minna en í janúar á síðasta ári. Atvinnuleysi mældist 1,6 prósent í síðasta mánuði en eitt og hálft prósent í mánuðinum á undan. Í janúar á síðasta ári mældist atvinnuleysi þrjú prósent.

Þakið rifið af stúku Laugardalsvallar

Sjö tonn af stáli og timbri svifu um loftið í Laugardalnum um kvöldmatarleytið þegar starfsmenn Ístaks voru á fullu við að rífa þakið á gömlu stúkunni á Laugardalsvelli.

37 milljón króna viðbótartekjur fyrir ríkissjóð

Ríkissjóður ætlar að ná 37 milljóna króna viðbótartekjum með því að hækka gjald fyrir íslenskan ríkisborgararétt og með gjalddtöku á rafræna áskrift að Lögbirtingarblaðinu. Þetta upplýsti fjármálaráðherra við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bíða enn samnings

Engar niðurstöður liggja fyrir með endurnýjun kjarasamninga milli Launanefndar sveitafélaga og Landsambands slökkviðsmanna- og sjúkraflutningamanna að svo stöddu. Fulltrúar beggja aðila fóru yfir stöðu mála á fundi í dag og þá möguleika sem væru fyrir hendi, en kjarasamningur landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefndar sveitafélaga rann út um áramótin.

Langt að aka en stutt að ganga

Langt er að fara akandi á milli húsa í nýjustu hverfum Kópavogs og Seljahverfisins í Reykjavík þótt aðeins fáir metrar séu á milli húsanna. Formaður skipulagsráð Kópavogs segir íbúa Seljahverfisins ekki hafa viljað tengingu á milli hverfanna og því sé þetta niðurstaðan.

Syntu 100-150 metra í land þegar bátur þeirra sprakk

Tveir tólf ára drengir voru hætt komnir þegar gúmmíbátur þeirra sprakk á Hvaleyrarvatni um helgina. Drengirnir náðu að synda í land þar sem móðir annars þeirra óð í vatnið á móti þeim. Drengjunum heilsast vel og þeir eru ánægðir með að vera á lífi eftir þennan hildarleik.

Breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð. Hann vonast til að nefnd, sem hann skipaði til að kanna orsakir hás verðlags matvæla hérlendis, skili tillögum í haust.

Oktavía segir vistaskipti sín ekki vera mistök

Oktavía Jóhannesdóttir, sem bauð sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri um helgina eftir að hafa gengið úr Samfylkingunni skömmu fyrir áramót, segir vistaskiptin ekki hafa verið mistök. Oktavía sóttist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en endaði í því fimmtánda.

Samstarf með Sjálfstæðisflokki ólíklegt

Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn vegna málefnaágreinings. Hann telur hins vegar að gömlu R-lista flokkarnir geti unnið saman áfram.

Borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar ýtt til hliðar

Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir sigur Dags B. Eggertssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki koma á óvart og bendir á að borgarstjóra og oddvita flokksins í borginni hafi verið ýtt til hliðar.

Skorað á Símann að opna aftur á Laugavegi

Þróunarfélag miðborgarinnar skorar á Símann að endurskoða þá ákvörðun sína að loka verslun sinni við Laugaveg. Félagið hvetur Símann til að hefja þar verslunarrekstur á ný hið fyrsta.

Viðræður um tollalækkun og afnám útflutningsálags

Viðræður eru fyrirhugaðar milli fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins um mögleika á frekari tollalækkunum á sjávarafurðum gegn hugsnlegu afnámi útflutningsálags á ferskan fisk. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, átti í dag fund með Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB.

Ungum sjálfstæðismönnum hafnað:

Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri eru ósáttir við rýran hlut ungmenna að loknu prófkjöri flokksins á Akureyri. Þeir segja eldra fólkið hafa hafnað ungliðunum í kjörinu og niðurstaðan sé kjaftshögg.

Flugi Icelandair frá New York seinkaði um 6 tíma

Forráðamenn Icelandair hafa ekki farið varhluta af óveðrinu á austurströnd Bandaríkjanna undanfarna daga. Farþegavél félagsins sem átti að lenda hér á landi klukkan sex í morgun seinkaði umtalsvert og lenti á Keflavíkurflugvelli sex tímum á eftir áætlun.

Telur Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga samleið

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn. Hins vegar geti gömlu R-listaflokkarnir unnið saman áfram þar sem enginn málefnaágreiningur sé á milli þeirra.

Þarf ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki þurfi að fara fram umhverfismat vegna lagningar hitaveitu í Grundafirði. Í ákvörðun stofnunarinnar segir að sjónræn áhrif veitunnar og hávaði verði óveruleg auk þess sem lagningin hafi engin neikvæð áhrif á fornleifar.

Landsbankinn hættir á tveimur stöðum

Landsbankinn hættir í næsta mánuði rekstri útibúa sinna á Kópaskeri og Raufarhöfn. Bankinn hefur selt Sparisjóði Þórshafnar afgreiðslur sínar á þessum stöðum og tekur Sparisjóðurinn til starfa á Raufarhöfn í stað Landsbankans.

Frítt í sund í Sandgerði

Sandgerðingar geta frá og með miðvikudeginum næstkomandi synt og baðað sig að lyst, því bæjarstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum að fella niður aðgangseyri í sundlaug bæjarins um óákveðinn tíma.

Búist við góðri síldarvertíð

Íslenskir síldveiðimenn eru bjartsýnir vegna mikillar síldargegndar við Noregsstrendur. Gríðarlegt magn síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum mun hrygna við Noregsstrendur í vor og búast menn við að mikið af þeim fiski skili sér til Íslands í sumar.

200 milljarða króna markið rofið

Útgáfa erlendra skuldabréfa í innlendri mynt er komin yfir 200 milljarða króna markið. Það var ný útgáfa Deutsche Bank á föstudag sem rauf 200 milljarða króna markið.

Slasaður sjómaður sóttur við slæm skilyrði

Björgunarbáturinn Ingibjörg frá Höfn í Hornafirði fór í morgun í brimi, þoku og mikilli ölduhæð til móts við fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til að sækja slasaðan skipverja þar um borð.

Samningafundur hjá LN og slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum

Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi.

Sjá næstu 50 fréttir