Innlent

Grunaðir um að framleiða amfetamín

Í LEIFSSTÖÐ Annar mannanna var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins.
Í LEIFSSTÖÐ Annar mannanna var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins. MYND/Vísir

Tveir menn eru í haldi lögreglu hér á landi, grunaðir um að tengjast framleiðslu á amfetamíni. Þeir hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar mannanna var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins þann fjórða febrúar síðastliðinn. Í farangri hans fundust tvær flöskur sem innihalda torkennilegan vökva. Rannsókn hefur leitt í ljós að um er að ræða amfetamín á lokastigi framleiðslu. Í gær var svo hinn maðurinn, sem búsettur er hér á landi, handtekinn í tengslum við málið. Mennirnir eru báðir frá Litháen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×