Innlent

Harðfiski stolið

Tilkynnt var um innbrot í fiskverkunina Stjörnufisk í Grindavík í gærmorgun. Höfðu óprúttnir þjófar brotist inn í verkunina og stolið þaðan harðfiski. Þjófarnir spörkuðu upp hurð og létu svo greipar sópa. Höfðu þeir á brott með sér um 125 kg. af harðfiski. Megnið af honum var tilbúið til neyslu en eitthvað var tekið úr þurrkklefa. Er verðmæti þýfisins áætlað um hálf milljón króna. Þetta kemur fram á vef Víkufrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×