Innlent

Áhyggjur af ölvunarakstri í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af auknum ölvunarakstri í bænum en aukning hefur verið frá fyrri árum. Það sem af er ári hafa þrír verið teknir fyrir ölvunarakstur en á sama tíma í fyrra var það aðeins einn og enginn árið þar á undan. Í ljósi þess mega bæjarbúar líklega eiga von á auknu eftirliti af hálfu lögreglunnar og að sérstaklega verði kannað hvort ökumenn séu undir áhrifum áfengis.

Síðustu helgi voru tveir teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar en neitaði að hafa ekið undir áhrifum og er málið í rannsókn. Í seinna tilvikinu ók maðurinn utan í tvær kyrrstæðar bifreiðar og svo heim til sín, þar sem lögregla handtók hann. Hann játaði brot sitt og telst málið vera upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×