Innlent

Öryrkjabandalagið krefst svara um velferðakerfi framtíðarinnar

MYND/Stöð 2/NFS

Öryrkjabandalagið ætlar, ásamt fleirum, að krefja stjórnmálaflokkana um skýr svör fyrir sveitarstjórnar- og Alþingiskosningar um hvernig velferðarkerfið verði byggt upp á Íslandi. Formaður bandalagsins, Sigursteinn Másson, segir að breiðfylking verði mynduð og því fylgt eftir að staðið verði við gefin loforð. Hann segir að Íslendingar séu eftirbátar meðal Norðurlandaþjóða þegar kemur að velferðarmálum. Bandalagið ætlar að ræða við samtök eldri borgara og fleiri og móta tillögur fyrir kosningarnar í vor og einnig fyrir Alþinigskosningarnar að ári. Sérfræðingar verða fengnir til aðstoðar við að móta tillögurnar. Í framhaldinu verður rætt við alla stjórnmálaflokkana og þeir krafðir um afstöðu sína í þessum málum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×