Fleiri fréttir

Ljóskerið til Massimo Santanicchia

Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu.

Stjórnlaust flutningaskip NA af Langanesi

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði í gær. Tólf manns eru í áhöfn og er þeim ekki talin hætta búin þótt bræla sé á svæðinu. Skipið, sem heitir Wilson Tyne, var á leið til Grundartanga. Útgerð þess ákvað í gær að fá norskan dráttarbát til að koma skipinu til hjálpar, frekar en að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar, og er stór dráttarbátur væntanelgur að skipinu á morgun

Dómkirkjuprestur tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman á sama hátt og gagnkynhneigð. Hann segir það rangt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhneigðir gefnir saman líkt og gagnkynhneigðir. Dómkirkjuprestur segist tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra.

Erfðabreytileiki sem eykur verulega líkur á sykursýki fundinn

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem eykur verulega líkurnar á sykursýki. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum tekst þetta. Eftir tvö ár ætti að vera hægt að beita þessari þekkingu í heilsugæslu til að greina hvort fólk sé í aukinni hættu á að fá sykursýki.

Uppkaupsmenn byrjaðir að kaupa hesthús á Heimsenda.

Undafarna mánuði hefur stjórn hestamannafélagsins Gusts barist fyrir tilverurétti sínum, en svokallaðir uppkaupsmenn hafa verið duglegir við að kaupa upp hesthús í Glaðheimum sem er félagssvæði þeirra.

Vélsleðaslys við Kirkjufellsvatn

Vélsleðaslys varð við Kirkjufellsvatn, sem er um 10 kílómetra norðan við Landmannalaugar, á fjórða tímanum í dag.

Féllu niður vök

Tvær konur féllu niður vök á Rauðavatni um klukkan eitt í dag. Þær voru á ferð með gönguskíðahóp og voru um 30 til 40 metra frá landi þegar þær fóru niður vökina. Flytja þurfti aðra konuna á slysadeild vegna gruns um ofkælingu en hinni konunni varð ekki meint af. Slökkviliðið vill vara fólk við að ganga á ísnum þar sem hann er mjög ótraustur.

Stríð þó vopnahlé sé í gildi

Íslenskur friðargæsluliði slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk nálægt dvalarstað hans í borginni Batticaloa á Sri Lanka. Starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Sri Lanka segir ljóst að stríð geysi í landinu þó vopnahlé sé í gildi.

Opnað í Hlíðarfjalli

Opnað var í Hliðarfjalli í morgun og segir starfsfólk þar útlit fyrir góðan skíðadag.

Erling Ásgeirsson í 1. sæti

Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fór fram í dag. Páll Hilmarsson varð í öðru sæti en Stefán Konráðsson í því þriðja. Kosningaþátttaka svar 81.2% og er prófkjörið því bindandi samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins.

Fjögur sjúkraflug í dag

Mikið hefur verið að gera í sjúkraflugi í dag og hefur verið flogið fjórum sinnum. Þar af þurfti að sinna þremur sjúklingum strax. Flugfélag Íslands flaug í öll skiptin.

Sex á slysadeild vegna líkamsmeiðinga

Sex manns komu á slysadeild í morgun vegna líkamsmeiðinga og ofbeldisáverka. Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hann var sleginn niður.

Lést í umferðarslysi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun, hét Pétur Sigurðsson til heimilis að Geitlandi 8 Reykjavík. Hann var fæddur tuttugasta og sjöunda janúar árið 1946 og hefði því orðið sextugur í þessum mánuði. Pétur, sem var kjötiðnaðarmaður og strætisvagnabílstjóri, lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn.

Býst við fjörugum umræðum á launamálaráðstefnu

Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir miklar væntingar til launamálaráðstefnu sem haldin verið næsta föstudag en að þau deilumál sem uppi eru í kjaramálum verði ekki leyst strax þann dag. Hann býst við fjörugum umræðum á ráðstefnunni þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna sé mjög mismunandi.

Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ

Prófkjör verður haldið í dag hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ vegna sveitastjórnakosninga í vor. Aðeins tveir bjóða sig fram í fyrsta sæti en það eru Erling Ásgeirsson og Páll Hilmarsson.

Tveir menn verða fyrir líkamsárás í nótt.

Rólegt var í öllum umdæmum lögreglunnar á landinu í gærkveldi og í nótt. Þó voru tvær líkamsárásir í Reykjavík. Um klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu.

Mannréttindaskrifstofa sækist eftir öllu fénu

Mannréttindaskrifstofa Íslands hyggst sækjast eftir öllum þeim átta milljónum króna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir til verkefna á sviði mannréttindamála. Þá mun skrifstofan halda áfram baráttu sinni fyrir því að fá fast fjármagn á fjárlögum.

LungA hlaut Eyrarrósina

LungA - listahátíð ungs fólks, Austurland varð hlutskarpasta verkefnið sem tilnefnt var til EyrarrósarinnarÞað var Dorrit Moussaieff, forsetafrú og sérlegur verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti framkvæmdarstjóra LungA verðlaunin á Bessastöðum.

Sigvaldi Kaldalóns 125 ára

Sigvaldi Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar, hefði orðið hundrað tuttugu og fimm ára í dag. Sigvaldi samdi á annað hundrað söng- og kórlaga sem mörg hver njóta enn mikilla vinsælda.

Fádæma mikið álag á slökkviliði

Fádæma mikið hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við sjúkraflutninga í dag. Frá klukkan hálfátta í morgun til klukkan tíu í kvöld fór slökkviliðið í 76 sjúkraflutninga en á meðaldegi eru flutningarnir á milli fjörutíu og fimmtíu talsins.

Börnum boðið á fjármálakvöld

Ófjárráða börn í Kópavoginu fengu í vikunni boð um að mæta á fjármálakvöld Landsbankans. Framkvæmdastjóri Landsbankans segir um misskiling að ræða.

Ódýrari tryggingar til skemmri tíma

Nýtt tryggingafélag, sem er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar, býður bílatryggingar til mánaðar í senn. Félagið ætlar að bjóða tryggingar allt að fjórðungi undir listaverði tryggingafélaganna.

Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar

Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum.

Um tuttugu árekstrar í dag

Það urðu fjölmargir árekstrar í höfuðborginni í dag vegna ófærðar og mikill erill var hjá lögreglu. Þetta er mesti snjór í Reykjavík í nokkurn tíma, en hætta er á að ekkert ferðaveður verði á vestanverðu landinu í kvöld.

Ekkert banaslys frá tvöföldun

Ekkert dauðaslys hefur orðið á Reykjanesbrautinni frá því hluti hennar var tvöfaldaður. Áður voru banaslysin þar fimm að jafnaði á hverju ári. Breikkun næsta áfanga, milli Strandarheiðar og Njarðvíkur, er nú hafin.

Ekki þrýst á ritstjóra DV

Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar segir að ekki hafi verið þrýst á ritstjóra DV um að hætta störfum. Þeir hafi kosið að gera það sjálfir í ljósi umræðu síðustu daga. Hann kannast ekki við tilboð Björgólfs Guðmundssonar um að kaupa blaðið til að koma í veg fyrir umfjöllun um sjálfa sig. Það sé þó ótrúlegt ef mönnum detti slíkt í hug á Vesturlöndum.

Ritstjóraskipti á DV

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason hafa látið af störfum sem ritstjórar DV að eigin ósk. Í yfirlýsingu þeirra segir að nauðsynlegt sé að skapa ró um blaðið og koma á vinnufriði. Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson eru nýir ritstjórar blaðsins.

Strætisvagnsstjóri beið bana

Strætisvagnabílstjóri beið bana í morgun, þegar vagninn hans lenti aftan á vöruflutningabíl. Engir farþegar voru í strætisvagninum.

Kanna sameiningu HÍ og KHÍ

Kanna á kosti þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem fer yfir kosti og galla sameiningar.

Tveir skjálftar á rúmlega hálftíma

Tveir skjálftar hafa mælst í dag sem eru sterkari en þrír á Richterkvarða. Fyrri skjálftinn mældist um þrír á Richter og varð í Vatnajökli, norðan við Bárðarbungu, og reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú. Seinni skjálftinn varð rétt út af Tjörnesi um hálftíma síðar og mældist hann 3,5 á Richterkvarða.

Tekist á um aðfarahæfi

Mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Jóns Ólafssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annars vegar var tekinn fyrir ágreiningur um aðfararhæfni enska dómsins á Íslandi og hins vegar krafa um að fjárnámsgerð sýslumanns yrði felld úr gildi.

Ekki góð blanda

Fullt tungl hefur löngum vakið forvitni meðal mann og hugsanleg áhrif þess á menn og málleysingja. Sumir vilja meina að fleiri börn fæðist á fullu tungli en ella og á fullu tungli komi einnig í ljós hvorf varúlfar séu manna á meðal eður ei. Við leituðum til spákonu til að fræðast um áhrif fulls tungls og hjátrúnna í kringum föstudaginn þrettánda.

Él um allt vestanvert landið

Gengið hefur á með éljum um allt vestanvert landið og snjór og hálka er á vegum. Þrátt fyrir þetta eru allar helstu leiðir færar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir eru einnig í öðrum landshlutum.

Fylgja siðareglum Blaðamannafélagsins

Ritstjórn DV mun hér eftir fylgja siðareglum Blaðamannafélags Íslands segir Björgvin Guðmundsson, annar tveggja nýráðinna ritstjóra blaðsins. Hann segir að í framtíðinni verði lögð meiri áhersla en verið hefur á að segja fréttir af stjórnmálum og viðskiptum.

Fjölmenni á fyrsta bæjarstjórnarfundinum

Um tíundi hver íbúi Voga á Vatnsleysuströnd, eða um hundrað manns, mætti á bæjarstjórnarfund í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem bæjarstjórn heldur eftir að hreppurinn sem lengi hefur verið til varð að sveitarfélagi.

Sorphirðan dýrust á Ísafirði

Ísfirðingar greiða hæst sorphirðugjöld af íbúum fimmtán stærstu sveitarfélaga landsins. Þau hafa jafnframt hækkað meira á milli ára en í öllum hinum stærstu sveitarfélögunum.

Stjórn og starfsfólk slegin

Í yfirlýsing frá Strætó bs.segir að starfsfólk og stjórn Strætó bs. séu harmi slegin vegna hins hörmulega umferðaslyss í morgun þar sem strætisvagnsstjóri beið bana.

Ekki þrýst á ritstjóra DV að segja upp

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að ekki hafi verið þrýst á ritstjóra DV að segja upp, enda engin ástæða til þess. Ritstjórarnir, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, tilkynntu um uppsögn sína í morgun sem þeir sögðu tilkomna til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá starfsfólki.

Sjá næstu 50 fréttir