Innlent

Vill leggja áformum um Norðlingjaölduveitu

MYND/brink

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðamaður forsætisráðherra, vill leggja áformum um Norðlingjaölduveitu til hliðar að því er fram kemur í pistli hans á heimasíðu hans. Ástæður þessa sinnaskipta segir Björn Ingi vera að forsendur málsins hafi breyst og að um framkvæmdirnar sé ekki sátt meðal heimamanna.

Þá mun Ólafur F. Magnússon leggja fram tillögu fyrir borgarstjórn á morgun þess efnis að borgarstjórn leggist gegn framkvæmdum við Þjórsárver og er talið að miklar líkur séu á tillagan verði samþykkt. Yrði það í fyrsta skipti sem borgarstjórn leggst gegn áformum ríkisvaldsins. Tillagan er svohljóðandi: "Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að Reykjavíkurborg sem 45% eignaraðili Landsvirkjunar leggist gegn öllum frekari virkjunarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð Norðlingaölduveitu."

Pistil Björns Inga má lesa á heimasíðu hans bjorningi.is

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×