Innlent

Atvinnuleysi jókst lítillega

Atvinnuleysi mældist 1,5 prósent í desember og var lítið eitt meira en í mánuðinum á undan. Atvinnuleysi var þó talsvert minna en í desember fyrir einu ári þegar það mældist 2,7 prósent.

Meðalatvinnuleysi allt síðasta ár mældist 2,1 eitt prósent en það jafngildir því að 3.120 manns hafi verið án atvinnu dag hvern. Atvinnuleysi kvenna var nær tvöfalt meira á síðasta ári en atvinnuleysi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×