Innlent

Snýst um starfsmat borgarinnar á stéttafélögum

Kjarasamningar tveggja aðildafélaga Bandalags háskólamanna voru felldir í atkvæðagreiðslu í síðustu viku, Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Útgarðs. Fáir félagsmenn eru í hvoru félagi og þarf því ekki hátt hlutfall til þess að fella samninga. Þar á móti samþykkti Stéttarfélag lögfræðinga sinn kjarasamning.

Samkvæmt heimildum NFS snýst málið um starfsmat sem Reykjavíkurborg hefur gert á nokkrum stéttafélögum og telja félagsmenn KVH og Útgarðs að þeir fái meira út úr því að vera með starfmat inni í sínum samningum heldur en ekki. Áður höfðu félagsmenn samþykkt að hafa starfmatið ekki með í samningum sem samninganefnd BHM fór með til samninganefndar Reykjavíkurborgar.

Formenn Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga og Útgarðs töldu að sá samningur sem gerðir hafi verið yrði samþykktur, en annað kom svo í ljós þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Hvorki Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Útgarðs, né Helga Jónsdóttir, formaður KVH, vildu tjá sig um málið fyrr en fundur með félagsmönnum hefur verið haldinn en málið mun skýrast upp úr hádegi á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×