Fleiri fréttir

Lítið meidd eftir bílveltu

Kona slapp lítið meidd þegar bíll hennar valt nokkrar veltur út af veginum í Skriðdal í gærkvöldi. Hún var ein í bílnum og notaði bílbelti, þannig að hún var allann tímann skorðuð í ökumannssætið. Fljúgandi hálka var þegar slysið varð og missti konan stjórn á bílnum þótt hann hafi verið vel búinn til vetraraksturs.

Skýrslu beðið vestra

Enn bólar ekkert á skýrslu sem félagsvísindadeild Háskóla Íslands var falið að að gera fyrir menntamálaráðuneytið um stjórnunarhætti og samskipti innan Menntaskólans á Ísafirði.

Tilkynnt um sameiginlegt framboð í dag

Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Félagsfundir beggja flokka fóru fram í gærkvöldi.

Gæslan tilbúin í dómsmál

Ríkið hefur ekki í huga að sækja bætur vegna ólög­legs samráðs olíufélaganna nema hugsanlega fyrir stofnanir dóms­mála­ráðu­neytis­ins. Georg Lárusson, forstjóri Land­helgis­gæslunnar, segir gagna­öflun vegna málsins lokið og býst við að mál verði höfðað innan skamms.

Íhaldssöm stefna

Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld reki íhaldssama stefnu gagnvart kynskiptum af ýmsum ástæðum og vilji gera kynskiptiaðgerðir frekar seint, oft ekki fyrr en við 23-25 ára aldur.

Reiðubúinn að skoða málið

Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra segir að málefni transgender-fólks hafi ekki komið inn á borð hjá sér en komi þau þangað verði farið yfir þau eins og önnur mál.

Málið tekið til athugunar

Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur rétt að sest verði sérstaklega yfir málefni transgender-fólks í ljósi umfjöllunar Fréttablaðsins í gær.

Ölvaður kjaftar frá

Jón Ólafsson talaði óhindrað um íslenskt stjórnkerfi á blaðamannafundi í tilefni af útkomu bókar um ævi hans og störf. Jón segir allt í bókinni vera satt.

Áfallahjálp verði samræmd

Stefnt er að því að koma á samræmdri áfallahjálp á landsvísu en skýrsla sem Rauði kross Íslands, Landlæknisembættið, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Landspítali - háskólasjúkrahús og Biskupsstofa komu að var afhent landlækni í gær.

Ráðmenn fengu það óþvegið

Skattrannsóknarstjóri og ýmsir íslenskir ráðamenn fengu það óþvegið á blaðamannafundi þar sem Jón Ólafsson athafnamaður og Einar Kárason rithöfundur kynntu nýútkomna bók um ævi athafnamannsins og auðmannsins umdeilda frá Keflavík.

Fagnaði afmæli með máttarstólpum Framsóknar

Elsti framsóknarmaður heims býr í Holtsbúð í Garðabæ. Guðmundur Daðason heitir hann og fagnaði hundrað og fimm ára afmæli sínu í dag með vinum, vandamönnum og máttarstólpum Framsóknarflokksins.

Jólastemmning á Akureyri

Þótt nóvember sé ekki nema rétt hálfnaður, eru sumir Akureyringar komnir í jólaskap svo um munar. Bæjarstarfsmenn eru byrjaðir að skreyta miðbæinn og einstaka skreytingar eru komnar við íbúðarhús.

Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki

Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum.

Viðbrögð vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar

Viðbrögð forkólfa vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar eru jákvæð og bjartsýni ríkir sem og léttir. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að það mikið fagnaðarefni að aðilar hafi náð saman og að ekki hafi komið til uppsagna samninga eins og útlit var fyrir á tímabili. Hann sagði það hins vegar ljóst að þessi niðurstaða verði mörgum fyritækjum nokkuð þungbær en heildarhagsmunir sem voru í húfi réttlæti tvímælalaust þessa niðurstöðu. Hann sagði aðkomu ríkisstjórnarinnar á ögurstund hafa riðið baggamuninn.

Bókhaldsbrella segir minnihlutinn

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir of langt seilst ofan í vasa skattborgara í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir bókhaldsbrellu gera það að verkum að skuldir borgarsjóðs hafa lækkað.

Eldskírn í áfallahjálp í snjóflóðunum

Landlæknir segir Íslendinga hafa hlotið eldskírn sína í áfallahjálp þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum fyrir tíu árum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem skýrsla um áfallahjálp á landsvísu var afhent landlækni.

Sumarið eftir 10. bekk er áhættutími

Sumarið eftir 10. bekk fara daglegar reykingar unglinga úr 11,7% í 15,1%. Þá fer hlutfall þeirra sem höfðu orðið ölvaðir síðustu þrjátíu daga úr 26% í 53%. Þetta kom fram á kynningarfundi Lýðheilsustöðvar og Rannsóknar og greiningar í dag sem gerðu kannanir á nemendum í 10. bekk grunnskóla vorið 2004 og á sama árgangi nemenda í fyrsta bekk framhaldsskóla.

Kosningar á Grænlandi í dag

Heimastjórnarkosningar eru á Grænlandi í dag. Ágreiningur er milli sósíal-demókratíska flokksins Siumut og samstarfsflokks hans í stjórn, Inuit Ataqatigiit, sem gæti kostað Siumut völdin í landinu.

Ríkisstjórnin tilbúin að greiða fyrir samningum

Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni.

Lést í vinnuslysi við álverið í Straumsvík

Maðurinn sem lést í vinnuslys á athafnasvæði álversins í Straumsvík í gær hét Róbert Þór Ragnarsson, fæddur 15. apríl 1966, til heimilis að Hveralind 6, Kópavogi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Róbert var starfsmaður fyrirtækisins Stálafl Orkuiðnaður í Garðabæ. Rannsókn málsins stendur yfir.

Sjálfstæðismenn ósáttir við fjárhagsáætlun

Sjálfstæðismenn eru ákaflega óánægðir með fjárhagsáætlun R-listans sem lögð var fyrir í dag og segja þar seilst djúpt í vasa launafólks með skattahækkunum og að áætlunin beri einkenni glundroða.

Slysum erlendra ferðamanna fer fjölgandi

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúmlega helming á árunum 1993-2003. Slysatíðni erlendra ferðamanna eykst í samræmi við það og hefur tvöfaldast á undanförnu fimm ára tímabili.

Lentu á Spáni

Samskipti Spánar og Bandaríkjanna munu skaðast ef í ljóst kemur að leyniþjónustan CIA hafi millilent á laun á Spáni með meinta hryðjuverkamenn. Þetta segir innanríkisráðherra Spánar sem hefur farið fram á rannsókn um málið.

Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF

Alls söfnuðust hundrað þúsund krónur til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Rokkveislu sem nemendafélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu stóð fyrir um helgina.

Hlýindatímabili lokið í bili

Hlýindatímabilið er búið í bili og hitatölur eru aftur farnar að nálgast meðallag. Hiti var yfir meðallagi á Íslandi 31 mánuð í röð og árið 2003 var eitt hlýjasta ár sem mælst hefur hér á landi síðan um 1940.

Nær til 65% heimila á Írlandi

Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi.

Þjófar gómaðir með matvæli og mikið af lausamunum

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá þjófa í nótt þegar þeir voru að forða sér á bíl af innbrotsstað í Grafarholti, eftir að húsráðandi hafði komið að þeim. Þá voru þeir búnir að pakka niður nánast öllum lausamunum úr íbúðinni, meira að segja matvælum, í töskur, poka og fleiri ílát, og voru búnir að bera eitthvað út í bíl. Húsráðandinn náði númerinu á flóttabílnum, sem leiddi til handtökunnar.

Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni varð hærri í gær en nokkru sinni fyrr og var 4,753 stig við lokun markaðarins. Hún hefur hækkað um rösklega 41 prósent frá áramótum. Haldist þessi hækkun verður þetta fjórða árið í röð sem úrvalsvísitalan hækkar um yfir 40 prósent, en úrvalsvísitalan endurspeglar gengi 15 stærstu hlutafélaganna í kauphöllinni.

Hálfur sólarhringur til stefnu

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið bíða þess nú að fá fregnir af því hvað hafi verið ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun til að liðka fyrir vinnufriði í landinu. Nú er aðeins hálfur sólarhringur þar til verkalýðsfélög geta farið að segja upp samningum, náist samkomulag ekki í dag.

Þeir sem hafa slæma samvisku munu skjálfa

Ef einhverjir hafa slæma samvisku þá munu þeir skjálfa segir Jón Ólafsson athafnamaður, aðspurður hvort bók um hann, sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, muni valda pólitískum skjálfta.

Stefna á að halda áfram loðdýraræktun

Blóðsjúkdómur í minkum hefur greinst á bæ í Skagafirði og skera þarf niður rúmlega þúsund dýr á bænum. Sjúkdómurinn greindist síðast árið 1996. Grunur leikur á smiti á öðrum bæ í Skagafirði.

Knapi kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg

Hestamaður kjálkabrotnaði og brákaðist á hrygg þegar hann féll af hestbaki að Hólum í Hjaltadal í gær. Hann var fluttur á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð og reyndust meiðsl á hrygg ekki eins alvarleg og óttast var.

Fékk í sig 11 þúsund volta straum

Starfsmaður Rarik slasaðist alvarlega við vinnu sína uppi í háspennustaur í Blöndudal í gær þegar hann fékk í sig ellefu þúsund volta straum. Maðurinn skaðbrenndist á fæti þegar strauminn leiddi þar út en þrátt fyrir það tókst honum að komast hjálparlaust niður úr staurnum.

Lenti undir bíl í Hveragerði

Heldur fór illa fyrir konu í Hveragerði í gær þegar hún steig út úr bíl sínum. Svo virðist sem hún hafi gleymt að setja bílinn í gír eða handbremsu og því fór bíllinn að renna. Konan reyndi þá að stöðva hann en það vildi ekki betur til en svo að hún lenti undir bílnum og rann hann að hluta til yfir hana.

Bjartsýnir á að ná samkomulagi

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eru bjartsýnir á að ná samkomulagi í svonefndri forsendunefnd, eftir fundarhöld gærdagsins, sem stóðu fram á kvöld.

Krefjast dómsúrskurðar

Verjendur ákærðra í Baugsmálinu hafa krafist dómskúrskurðar þess efnis að sakborningar fái þegar í stað aðgang hjá Ríkislögreglustjóra að tölvugögnum sem fengin eru frá Jóni Gerald Sullenberger. Gögnin varða samskipti sakborninga og sakborninga og vitna.

Sullenberger játar en er ekki ákærður

Verjendur í Baugsmálinu vilja að Ríkislögreglustjóri svari því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hafi ekki verið ákærður fyrir brot sem hann hafi gengist við. Embættið taldi sama brot duga til ákæru gegn þremur sakborninganna.

Umræður um varnarsamninginn á Alþingi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um varnar- og öryggismál á Alþingi í gær. Hún kallaði eftir skýringum á ummælum Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir helgi. Þar sagði Halldór að Íslendingar myndu aldrei neyða Bandaríkjamenn og herinn til að vera hér ef þeir vildu það ekki.

Fengu tröllvaxna síld

Stærsta síld sem veiðst hefur við Íslandsstrendur í hálfa öld fannst í veiðarfærum Hákonar EA 148 á dögunum þegar skipið var að veiðum í Breiðamerkurdýpi. Eftir á að rannsaka síldina en Hreiðar Valtýsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, telur að um síld af norsk-íslenskum stofni sé að ræða.

Brot gegn mannréttindum og forræðishyggja hins opinbera

Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslendingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi.

Brotist inn í íbúð í austurborginni

Brotist var inn í íbúð í austurborginni í um sexleytið í kvöld. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir spenntu upp glugga og höfðu á brott með sér tölvu og heimilissíma. Ekki er vitað hver þar að verki en lögregla leitar þjófanna.

Sjá næstu 50 fréttir