Innlent

Hálfur sólarhringur til stefnu

Fulltrúar ASÍ og SA funda í gær.
Fulltrúar ASÍ og SA funda í gær. MYND/E.Ól.

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið bíða þess nú að fá fregnir af því hvað hafi verið ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun til að liðka fyrir vinnufriði í landinu. Nú er aðeins hálfur sólarhringur þar til verkalýðsfélög geta farið að segja upp samningum, náist samkomulag ekki í dag.

Ekki liggur fyrir hvað eða hvort eitthvað var ákveðið á Ríkisstjórnarfundinum, en þegar formlegum fundi var lokið héldu að minnsta kosti forsætis-, félagsmála- og fjármálaráðherrarnir kyrru fyrir á fundarstað og ræddu málin frekar. Fundað var í forsendunefnd ASÍ og vinnuveitenda fram á kvöld í gær og voru nefndarmenn úr báðum fylkingum fremur vongóðir um að samkomulag næðist fyrir kvöldið. Nefndarmenn eiga von á að heyra frá ríkisstjórninni einhverntímann eftir hádegi.

Þá komu formenn landssambanda ASÍ og formenn stærri aðildarfélaga saman til fundar klukkan hálf tíu í morgun til að meta stöðuna í viðræðunum. Þá hafa ASÍ-menn og vinnuveitendur verið í sambandi, þótt formlegur fundur verði ekki fyrr en síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×