Innlent

Fengu tröllvaxna síld

Risasíld. Talið er að síldin sé af norsk-íslenskum stofni en hún var 730 grömm.
Risasíld. Talið er að síldin sé af norsk-íslenskum stofni en hún var 730 grömm.

Stærsta síld sem veiðst hefur við Íslandsstrendur í hálfa öld fannst í veiðarfærum Hákonar EA 148 á dögunum þegar skipið var að veiðum í Breiðamerkurdýpi. Eftir á að rannsaka síldina en Hreiðar Valtýsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, telur að um síld af norsk-íslenskum stofni sé að ræða.

"Þetta er næststærsta síld sem vitað er til að veiðst hafi við Ísland en hún var 730 grömm að þyngd. Stærsta síldin sem veiðst hefur við landið reyndist 760 grömm að þyngd og veiddist á Skjálfanda árið 1955," segir Hreiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×