Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. 14.11.2005 20:01 Svartur flekkur á himnum Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað. 14.11.2005 19:52 Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stöddu bæjarfélögin Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. 14.11.2005 19:45 Fundu eiturílát í Bodensee Þýska lögreglan rannsakar nokkur ílát með hættulegu skordýraeitri sem fundust í Bodensee nýlega. Bodensee er vatnsból nærri fimm milljóna íbúa í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Bóndi nokkur er grunaður um að hafa sett eiturílátin í vatnið en hótanir höfðu borist yfirvöldum áður en þau fundust. Bóndanum ku hafa fundist hann beittur einhvers konar órétti. 14.11.2005 19:00 Banaslys í álverinu í Straumsvík Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum. 14.11.2005 18:30 Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi. 14.11.2005 17:30 Bílgreinasambandið 35 ára Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna. 14.11.2005 17:00 Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. 14.11.2005 16:45 Vinnuslys við álverið í Straumsvík Alvarlegt vinnuslys varð upp úr hálf þrjú í dag í Álverinu í Straumsvík. Verktaki sem vann að viðgerðum á þakklæðningu álvesins, féll ofan af þaki verksmiðjunnar. Maðurinn var fluttur samstundis á slysadeild. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins. 14.11.2005 16:00 Atvinnuleysi ekki verið minna síðan 2001 Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir fjörutíu og sex þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að ríflega tvö þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. 14.11.2005 15:57 Afskipti ríkisins orsakavaldurinn Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið. 14.11.2005 14:07 Atvinnuleysi í október með því minnsta í fjögur ár Atvinnuleysi var alls 1,4% í október. Ekki hefur mælst svo lítið atvinnuleysi í stökum mánuði í fjögur ár eða síðan í október árið 2001. 14.11.2005 13:37 Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð. 14.11.2005 13:09 Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans Aðalverjandi í Baugsmálinu segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur krefjast þess að Héraðsdómur úrskurði að þeir fái aðgang að tölvugögnum málsins. 14.11.2005 13:04 Sjónvarpsstöðin sögð áhugalaus um reikninga sína Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember. 14.11.2005 12:16 Iceland Express bætir við sig vélum Iceland Express hefur gert samning við svissneskt flugfélag um leigu á vélum og áhöfnum frá mars á næsta ári. Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. 14.11.2005 12:11 Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. 14.11.2005 12:00 Voksne mennesker kom, sá og sigraði Dagur Kári sópaði að sér Edduverðlaunum í gærkvöldi þegar kvikmynd hans, Voksne Mennesker fékk Edduna sem mynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og bestu tónlistina. 14.11.2005 10:49 Ungliðar Vinstri- grænna á Akureyri gagnrýna menntamálaráðherra Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf. Þetta var samþykkt á fundi ungliðahreyfingarinnar í síðustu viku. 14.11.2005 10:19 Vilja að hæfi dómsmálaráðherra verði metið Verjendur í Baugsmálinu settu fram kröfu fyrir stundu að mat færi fram á hæfi dómsmálaráðherra í málinu. Verjendur spurðu einnig hvers vegna Jón Gerald Sullenberger væri ekki ákærður í málinu. 14.11.2005 10:06 Metár í útgáfu atvinnuleyfa Aldrei áður í sögunni hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi hér á landi og það sem af er þessu ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að útgefin atvinnuleyfi séu nú orðinn rúmlega 4800 á þessu ári, en til samanburðar voru gefin út rúmlega 3700 atvinnuleyfi allt árið í fyrra. 14.11.2005 08:10 Aðalmeðferð í Baugsmálinu ákveðin í dag Taka á fyrir þau átta ákæruatriði sem eftir standa í Baugsmálinu í dag og verður aðalmeðferð í málinu væntanlega ákveðin í dag. Fyrirtakan nú er sú fyrsta frá því hæstiréttur ákvað að vísa 32 af 40 ákæruliðum á hendur forsvarsmönnum Baugs og endurskoðendum frá dómi í haust. 14.11.2005 08:07 Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins funda eftir hádegi Ákveðið hefur verið að svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífisins og ASÍ komi enn saman eftir hádegi í dag eftir fundahöld um helgina. 14.11.2005 08:00 CIA reyndi að leyna dauða fanga í Abu Ghraib Bandaríska leyniþjónustan CIA reyndi að leyna dauða írasks fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Segir fréttatímaritið Time að meðal skjala, sem það hafi fengið um málið, séu myndir sem sýni limlest lík mannsins sem síðan var settur í frysti. 14.11.2005 07:54 Kviknaði í bíl Eldur kviknaði í jeppa þegar honum var ekið upp vestanvert Víkurskarðið í nótt, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Þegar bíllinn missti afl, nam ökumaðurinn staðar og ætlaði að kíkja á vélina, en þá gaus eldurinn á móti honum. Ekki varð við neitt ráðið og var bíllinn alelda þegar lögregla og slökkvilið komu frá Akureyri. Kranabíll fjarlægði flakið en ekki er vitað um eldsupptök. 14.11.2005 07:53 Ölóðir menn í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti að taka tvo ölóða menn úr umferð á krá í bænum í nótt , eftir að þeir tóku að berja hvorn annan. Annar þurfti læknishjálp eftir ósköpin. Lögreglan á Akureyri þurfti líka að taka tvo ölvaða menn eftir að þeir fóru að berja veitingastað að utan, en þeim hafði verið hent þaðan út. Lögreglumönnum víða um land finnst nú komið eftir óvenju erilssama helgi vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. 14.11.2005 07:50 Fæddist í Ártúnsbrekkunni Lítilli telpu lá svo á í heiminn í nótt að hún yfirgaf móðurkvið í skyndingu, þegar verið var að flytja móðurina í sjúkrabíl á fæðingardeildina við Landsspítalann. Sjúkarbíllinn var þá neðst í Ártúnsbrekkunni og tóku sjúkraflutnignamenn og faðirinn á móti stúlkunni, auk þess sem lögregla kom til aðstoðar. Að sögn lögreglu heilsast móður og dóttur vel. 14.11.2005 07:45 Kárahnjúkavirkjun sögð vera meðal sex verstu virkjanna heims Kárahnjúkavirkjun er meðal sex verstu virkjanna heims, með tillliti til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife fund. 14.11.2005 07:42 Um sextíu börn bíða eftir leikskólaplássi Enn vantar um 68 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarsvæðisins og um 60 börn bíða eftir leikskólaplássi. Formaður Félags leikskólakennara segir vandann liggja í launakjörum sem augljóslega þurfi að bæta. Vandinn er mestur í Breiðholtinu. 14.11.2005 07:00 Aldraðir geti búið út af fyrir sig "Við höfum lagt allt of mikla áherslu á það að aldraðir búi á stofnunum en of litla áherslu á það að aldraðir geti búið í sínu eigin húsnæði og fengið þjónustu þar," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi í Kópavogi á föstudag. 14.11.2005 06:45 Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla "Við höfum lagt inn tilboð í Ljósafossskóla en ég held að það sé búið að yfirbjóða okkur," segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Allri starfsemi var hætt í Ljósafossskóla í Grímsnesi í fyrravor og hún flutt í Minni-Borg. Samanlagt er húsnæðið 1.200 fermetrar og er þar með talið íþróttahús. 14.11.2005 06:45 Reykt kengúra og strútur í boði Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa í Stykkishólmi ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr og lynghænu á fjögurra rétta matseðli í stað hefðbundins jólahlaðborðs á aðventunni. 14.11.2005 06:45 Hafa áhyggjur af litlu fylgi Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta kom fram á eftir ræðu formanns á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag. Flokkurinn mælist með aðeins þriggja prósenta fylgi í borginni en þyrfti um 10 prósent til að koma manni inn. 14.11.2005 06:30 Minnka má eldsneytisflutninga Hægt væri að minnka eldsneytisflutninga um höfuðborgarsvæðið um 130 þúsund tonn á ári með því að nýta olíubirgðarstöðina í Helguvík undir flugvélaeldsneyti. Minnstu munaði að rýma þyrfti hluta Hafnarfjarðar nýverið þegar tengivagn með flugvélaeldsneyti losnaði frá olíuflutningabíl. 13.11.2005 22:53 Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. 13.11.2005 15:00 Freista þess að ná samkomulagi Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum. 13.11.2005 14:15 Mótsagnakenndar klisjur Yfirlýsingar formanns Samfylkingar um að íhaldsmenn og frjálshyggjumenn reyni að skreyta sig fjöðrum jafnaðarmennsku eru mótsagnakenndar og klisjukenndar segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 13.11.2005 14:00 Heldur upp á 105 ára afmæli sitt Elsti karlmaður Íslands heldur upp afmæli sitt í dag. Hann er 105 ára. Það er Guðmundur Daðason, sem hefur á stundum verið nefndur elsti Framsóknarmaður í heimi. Guðmundur var áður bóndi á Ósi á Skógarströnd en býr nú á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. 13.11.2005 13:30 Baugur kaupir skartgripaverslanir Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland. 13.11.2005 13:00 Varað við ferðalögum Vegagerðin varar fólk við því að vera á ferð á Möðrudalsöræfum. Þar er hvasst og flughált þannig að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Flughált er víða um land og því ástæða til að hafa aðgát þegar fólk er á ferð. 13.11.2005 12:34 Litlu munaði á efstu mönnum Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi hrósaði sigri í prófkjöri Framsóknarmanna í Kópavogi sem fram fór í gær. Sigur hans var þó naumur því aðeins munaði sjötíu atkvæðum á honum og Samúel Erni Erlingssyni sem lenti í öðru sæti. 13.11.2005 12:30 Flug að hefjast á ný Ekkert hefur var flogið innanlands í morgun vegna veðurs. Veðurstofan gaf út viðvörun um ísingu yfir landinu og því seinkaði fjórum ferðum í morgun. Nú er hins vegar að rofa til og flugið að hefjast. 13.11.2005 12:05 Flughált á vegum úti Flughált er á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Mýrdalssandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur víða á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn. Öxi er ófær. 13.11.2005 11:08 Tveir stútar lentu í árekstri Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregluþjónar þurftu að hafa afskipti af fimm minniháttar líkamsárásum og sex voru teknir vegna ölvunaraksturs. Tveir þeirra höfðu endað ferð sína á því að lenda í árekstri. Þar fór þó betur en svo að nokkur meiddist. 13.11.2005 10:30 Tvær bílveltur fyrir norðan Lögreglan á Akureyri var kölluð af stað vegna tveggja bílveltna síðustu nótt. Bíll valt á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í nótt og annar í Fnjóskadal um sexleytið í morgun. Enginn slasaðist í bílveltunum tveimur en bílarnir skemmdust eitthvað. 13.11.2005 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. 14.11.2005 20:01
Svartur flekkur á himnum Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað. 14.11.2005 19:52
Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stöddu bæjarfélögin Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. 14.11.2005 19:45
Fundu eiturílát í Bodensee Þýska lögreglan rannsakar nokkur ílát með hættulegu skordýraeitri sem fundust í Bodensee nýlega. Bodensee er vatnsból nærri fimm milljóna íbúa í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Bóndi nokkur er grunaður um að hafa sett eiturílátin í vatnið en hótanir höfðu borist yfirvöldum áður en þau fundust. Bóndanum ku hafa fundist hann beittur einhvers konar órétti. 14.11.2005 19:00
Banaslys í álverinu í Straumsvík Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum. 14.11.2005 18:30
Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi. 14.11.2005 17:30
Bílgreinasambandið 35 ára Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna. 14.11.2005 17:00
Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. 14.11.2005 16:45
Vinnuslys við álverið í Straumsvík Alvarlegt vinnuslys varð upp úr hálf þrjú í dag í Álverinu í Straumsvík. Verktaki sem vann að viðgerðum á þakklæðningu álvesins, féll ofan af þaki verksmiðjunnar. Maðurinn var fluttur samstundis á slysadeild. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins. 14.11.2005 16:00
Atvinnuleysi ekki verið minna síðan 2001 Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir fjörutíu og sex þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að ríflega tvö þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. 14.11.2005 15:57
Afskipti ríkisins orsakavaldurinn Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið. 14.11.2005 14:07
Atvinnuleysi í október með því minnsta í fjögur ár Atvinnuleysi var alls 1,4% í október. Ekki hefur mælst svo lítið atvinnuleysi í stökum mánuði í fjögur ár eða síðan í október árið 2001. 14.11.2005 13:37
Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð. 14.11.2005 13:09
Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans Aðalverjandi í Baugsmálinu segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur krefjast þess að Héraðsdómur úrskurði að þeir fái aðgang að tölvugögnum málsins. 14.11.2005 13:04
Sjónvarpsstöðin sögð áhugalaus um reikninga sína Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember. 14.11.2005 12:16
Iceland Express bætir við sig vélum Iceland Express hefur gert samning við svissneskt flugfélag um leigu á vélum og áhöfnum frá mars á næsta ári. Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. 14.11.2005 12:11
Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. 14.11.2005 12:00
Voksne mennesker kom, sá og sigraði Dagur Kári sópaði að sér Edduverðlaunum í gærkvöldi þegar kvikmynd hans, Voksne Mennesker fékk Edduna sem mynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og bestu tónlistina. 14.11.2005 10:49
Ungliðar Vinstri- grænna á Akureyri gagnrýna menntamálaráðherra Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf. Þetta var samþykkt á fundi ungliðahreyfingarinnar í síðustu viku. 14.11.2005 10:19
Vilja að hæfi dómsmálaráðherra verði metið Verjendur í Baugsmálinu settu fram kröfu fyrir stundu að mat færi fram á hæfi dómsmálaráðherra í málinu. Verjendur spurðu einnig hvers vegna Jón Gerald Sullenberger væri ekki ákærður í málinu. 14.11.2005 10:06
Metár í útgáfu atvinnuleyfa Aldrei áður í sögunni hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi hér á landi og það sem af er þessu ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að útgefin atvinnuleyfi séu nú orðinn rúmlega 4800 á þessu ári, en til samanburðar voru gefin út rúmlega 3700 atvinnuleyfi allt árið í fyrra. 14.11.2005 08:10
Aðalmeðferð í Baugsmálinu ákveðin í dag Taka á fyrir þau átta ákæruatriði sem eftir standa í Baugsmálinu í dag og verður aðalmeðferð í málinu væntanlega ákveðin í dag. Fyrirtakan nú er sú fyrsta frá því hæstiréttur ákvað að vísa 32 af 40 ákæruliðum á hendur forsvarsmönnum Baugs og endurskoðendum frá dómi í haust. 14.11.2005 08:07
Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins funda eftir hádegi Ákveðið hefur verið að svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífisins og ASÍ komi enn saman eftir hádegi í dag eftir fundahöld um helgina. 14.11.2005 08:00
CIA reyndi að leyna dauða fanga í Abu Ghraib Bandaríska leyniþjónustan CIA reyndi að leyna dauða írasks fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Segir fréttatímaritið Time að meðal skjala, sem það hafi fengið um málið, séu myndir sem sýni limlest lík mannsins sem síðan var settur í frysti. 14.11.2005 07:54
Kviknaði í bíl Eldur kviknaði í jeppa þegar honum var ekið upp vestanvert Víkurskarðið í nótt, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Þegar bíllinn missti afl, nam ökumaðurinn staðar og ætlaði að kíkja á vélina, en þá gaus eldurinn á móti honum. Ekki varð við neitt ráðið og var bíllinn alelda þegar lögregla og slökkvilið komu frá Akureyri. Kranabíll fjarlægði flakið en ekki er vitað um eldsupptök. 14.11.2005 07:53
Ölóðir menn í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti að taka tvo ölóða menn úr umferð á krá í bænum í nótt , eftir að þeir tóku að berja hvorn annan. Annar þurfti læknishjálp eftir ósköpin. Lögreglan á Akureyri þurfti líka að taka tvo ölvaða menn eftir að þeir fóru að berja veitingastað að utan, en þeim hafði verið hent þaðan út. Lögreglumönnum víða um land finnst nú komið eftir óvenju erilssama helgi vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. 14.11.2005 07:50
Fæddist í Ártúnsbrekkunni Lítilli telpu lá svo á í heiminn í nótt að hún yfirgaf móðurkvið í skyndingu, þegar verið var að flytja móðurina í sjúkrabíl á fæðingardeildina við Landsspítalann. Sjúkarbíllinn var þá neðst í Ártúnsbrekkunni og tóku sjúkraflutnignamenn og faðirinn á móti stúlkunni, auk þess sem lögregla kom til aðstoðar. Að sögn lögreglu heilsast móður og dóttur vel. 14.11.2005 07:45
Kárahnjúkavirkjun sögð vera meðal sex verstu virkjanna heims Kárahnjúkavirkjun er meðal sex verstu virkjanna heims, með tillliti til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife fund. 14.11.2005 07:42
Um sextíu börn bíða eftir leikskólaplássi Enn vantar um 68 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarsvæðisins og um 60 börn bíða eftir leikskólaplássi. Formaður Félags leikskólakennara segir vandann liggja í launakjörum sem augljóslega þurfi að bæta. Vandinn er mestur í Breiðholtinu. 14.11.2005 07:00
Aldraðir geti búið út af fyrir sig "Við höfum lagt allt of mikla áherslu á það að aldraðir búi á stofnunum en of litla áherslu á það að aldraðir geti búið í sínu eigin húsnæði og fengið þjónustu þar," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi í Kópavogi á föstudag. 14.11.2005 06:45
Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla "Við höfum lagt inn tilboð í Ljósafossskóla en ég held að það sé búið að yfirbjóða okkur," segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Allri starfsemi var hætt í Ljósafossskóla í Grímsnesi í fyrravor og hún flutt í Minni-Borg. Samanlagt er húsnæðið 1.200 fermetrar og er þar með talið íþróttahús. 14.11.2005 06:45
Reykt kengúra og strútur í boði Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa í Stykkishólmi ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr og lynghænu á fjögurra rétta matseðli í stað hefðbundins jólahlaðborðs á aðventunni. 14.11.2005 06:45
Hafa áhyggjur af litlu fylgi Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta kom fram á eftir ræðu formanns á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag. Flokkurinn mælist með aðeins þriggja prósenta fylgi í borginni en þyrfti um 10 prósent til að koma manni inn. 14.11.2005 06:30
Minnka má eldsneytisflutninga Hægt væri að minnka eldsneytisflutninga um höfuðborgarsvæðið um 130 þúsund tonn á ári með því að nýta olíubirgðarstöðina í Helguvík undir flugvélaeldsneyti. Minnstu munaði að rýma þyrfti hluta Hafnarfjarðar nýverið þegar tengivagn með flugvélaeldsneyti losnaði frá olíuflutningabíl. 13.11.2005 22:53
Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. 13.11.2005 15:00
Freista þess að ná samkomulagi Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum. 13.11.2005 14:15
Mótsagnakenndar klisjur Yfirlýsingar formanns Samfylkingar um að íhaldsmenn og frjálshyggjumenn reyni að skreyta sig fjöðrum jafnaðarmennsku eru mótsagnakenndar og klisjukenndar segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 13.11.2005 14:00
Heldur upp á 105 ára afmæli sitt Elsti karlmaður Íslands heldur upp afmæli sitt í dag. Hann er 105 ára. Það er Guðmundur Daðason, sem hefur á stundum verið nefndur elsti Framsóknarmaður í heimi. Guðmundur var áður bóndi á Ósi á Skógarströnd en býr nú á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. 13.11.2005 13:30
Baugur kaupir skartgripaverslanir Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland. 13.11.2005 13:00
Varað við ferðalögum Vegagerðin varar fólk við því að vera á ferð á Möðrudalsöræfum. Þar er hvasst og flughált þannig að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Flughált er víða um land og því ástæða til að hafa aðgát þegar fólk er á ferð. 13.11.2005 12:34
Litlu munaði á efstu mönnum Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi hrósaði sigri í prófkjöri Framsóknarmanna í Kópavogi sem fram fór í gær. Sigur hans var þó naumur því aðeins munaði sjötíu atkvæðum á honum og Samúel Erni Erlingssyni sem lenti í öðru sæti. 13.11.2005 12:30
Flug að hefjast á ný Ekkert hefur var flogið innanlands í morgun vegna veðurs. Veðurstofan gaf út viðvörun um ísingu yfir landinu og því seinkaði fjórum ferðum í morgun. Nú er hins vegar að rofa til og flugið að hefjast. 13.11.2005 12:05
Flughált á vegum úti Flughált er á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Mýrdalssandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur víða á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn. Öxi er ófær. 13.11.2005 11:08
Tveir stútar lentu í árekstri Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregluþjónar þurftu að hafa afskipti af fimm minniháttar líkamsárásum og sex voru teknir vegna ölvunaraksturs. Tveir þeirra höfðu endað ferð sína á því að lenda í árekstri. Þar fór þó betur en svo að nokkur meiddist. 13.11.2005 10:30
Tvær bílveltur fyrir norðan Lögreglan á Akureyri var kölluð af stað vegna tveggja bílveltna síðustu nótt. Bíll valt á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í nótt og annar í Fnjóskadal um sexleytið í morgun. Enginn slasaðist í bílveltunum tveimur en bílarnir skemmdust eitthvað. 13.11.2005 09:45