Innlent

Bjartsýnir á að ná samkomulagi

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ MYND/ÞÖK

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eru bjartsýnir á að ná samkomulagi í svonefndri forsendunefnd, eftir fundarhöld gærdagsins, sem stóðu fram á kvöld. Frestur til samkomulags rennur út á miðnætti og náist ekki samkomulag fyrir þann tíma öðlast verkalýðsfélög rétt til að segja upp gildandi samningum. Forsendunefnd mun væntanlega gera ráðherrum grein fyrir stöðu mála fyrir ríkisstjórnarfundinn sem haldinn verður fyrir hádegi en stjórnvöld hafa heitið að leggja sitt af mörkum til að samningarnir haldi. Þau hafa hins vegar ekki kynnt neitt útspil enn, nema hvað í gær var lagt fram frumvarp um starfsmannaleigur sem verkalýðshreyfingin hafði krafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×