Innlent

Ráðmenn fengu það óþvegið

Skattrannsóknarstjóri og ýmsir íslenskir ráðamenn fengu það óþvegið á blaðamannafundi þar sem Jón Ólafsson athafnamaður og Einar Kárason rithöfundur kynntu nýútkomna bók um ævi athafnamannsins og auðmannsins umdeilda frá Keflavík.

Jónsbók hin síðari er komin út og kannski ekki hin síðri. EinarKárason fjallar um ævi Jóns Ólafssonar athafnamanns sem ekki hefur alltaf verið vinur ríkisins og á fundi þar sem bókin var kynnt í dag sveif andi ljóðs Steins Steinars um Negus Negusi yfir vötnunum.Í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins sem ekki hlusta á Negus Negusi tala. „Ég er Negus Negusi," sagði Negus Negusi, „ég er Negus Negusi búlúlala."

Og kannski er það kjarninn í Jónsbók að Jón hlustaði ekki alltaf á Negus Negusi.Aðspurður hvernig honum fyndist að vera ekki lengur óvinur ríkisins númer eitt sagði Jón í léttum tón að það væri alveg glatað. Þetta væri gífurleg tilvistarkreppa. „Ég hef aldrei upplifað mig sem óvin ríkisins númer eitt. Ég held að þetta segi miklu meira um þá aðila sem hafa leyft sér að haga sér svona gagnvart mér og mörgum öðrum. Ég held að þeir séu í tilvistarkreppu og þetta sýnir hvað þeir eiga lítil og vesæl vopn til að ráðast á menn, " sagði Jón. Hann bætti við að það væri stórfurðulegt að það sem hann hafi gert sem krakki og unglingur skyldi hafa verið notað gegn honum í öll þessi ár.

Í bókinni er vitnað í Einar Benediktsson þar sem sagt er að þeir sem reyni að brjótast áfram í samfélaginu þurfi oft að beygja sig undir hið æðra vald. Aðspurður hvort honum fyndist það vera hans saga í íslensku athafnalífi sagði Jón að orð Einars ættu við nákvæmlega réttum 100 árum seinna. Aðspurður hvað hann telji að hafi valdið því að þeir sem réðu í stjórnmálum hafi snúist gegn honum segist Jón ekki vita það. „Ætli þeir hafi ekki bara verið hræddir. Þeir sáu mig fara hraðar af stað en þeir höfðu gert og voru kannski ekki sáttir við það að einhver drengur úr Keflavík sem var ættlaus gæti gert þetta sem ég var að gera," segir Jón.

Aðspurður hvort ráðandi öfl í Valhöll hafi reynt að hafa áhrif á skipan sjónvarpsstjóra á Stöð 2 sagði Jón að það væri þekkt að þegar hann hafi gengið inn í Stöð 2 þá hafi hann fengið mjög skýr skilaboð að Friðrik Friðriksson ætti að verða sjónvarpsstjóri. Því hafi hann hafnað. „Þeir kunna illa mótlæti, þessi menn," segir Jón.

Nú gaf Jón í skyn á kynningarfundinum í dag að skattrannsóknarstjóri hefði gengið erindatil að klekkja áhonum. Jón segist ekki hafa verið að segja það heldur að hann hafi fengið símtal áður en rannsókn hafi hafist þar sem honum hefði verið sagt það að það hefði verið búið að ákveða það að stofnunin fengi tvisvar sinnum 20 milljónir í auknar fjárveitingar gegn því að skattrannsóknastjóri færi í mál hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann hafi látið Jón Ásgeir vita af þessu á sínum tíma og staðreyndin liggi fyrir, mál þeirra beggja hafi verið rannsökuð og gögn staðfesti það að skattrannsóknastjóri hafi fengið fjárveitinguna.

Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri vildi segja eftirfarandi um um málið:Ég hafði ekkert samband við Davíð Oddsson á þessum árum. Hitti hann fyrst eftir að rannsókn lauk og þá vegna annars máls. Stofnunin hefur engar fjárveitingar fengið sem skilyrtar hafa verið rannsóknum á tilteknum málum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×