Innlent

Þjófar gómaðir með matvæli og mikið af lausamunum

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá þjófa í nótt þegar þeir voru að forða sér á bíl af innbrotsstað í Grafarholti, eftir að húsráðandi hafði komið að þeim. Þá voru þeir búnir að pakka niður nánast öllum lausamunum úr íbúðinni, meira að segja matvælum, í töskur, poka og fleiri ílát, og voru búnir að bera eitthvað út í bíl. Húsráðandinn náði númerinu á flóttabílnum, sem leiddi til handtökunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×