Innlent

Bensín lækk­ar hjá öllum

Olíufélögin hafa undan­farinn sólarhring lækkað verð á bensíni og olíu.

Seint í gærkvöldi lækkaði Atlants­olía bensínverð um 1 krónu á lítrann, en dísilolíu um 40 aura. Eftir lækkunina kost­ar bensín 104,7 krónur hjá Atlantsolíu og dísilolía sömuleiðis.

Í gærkvöldi var algengt verð á bensíni á sjálfsafgreiðslustöðum hinna olíufélaganna rétt um 105 krónur, bæði á bensíni og olíu.

Hjá Orkunni kostaði bensín­lítrinn 105,10 krónu, en olían 104,7 krónur.

ÓB bauð bensín á 105,20 krónur og dísil á 104,9 krónur.

Hjá EGO kostaði svo bensínlítrinn 105,30 krónur og dísilolía 104,9 krónur. Verð með fullri þjónustu er svo að jafnaði einni til tveimur krónum dýrara á lítrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×