Innlent

Áfallahjálp verði samræmd

Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum Vonast til þess að löggjöfin um samræmda áfallahjálp verði komin á fljótlega.
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum Vonast til þess að löggjöfin um samræmda áfallahjálp verði komin á fljótlega.

Stefnt er að því að koma á samræmdri áfallahjálp á landsvísu en skýrsla sem Rauði kross Íslands, Landlæknisembættið, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Landspítali - háskólasjúkrahús og Biskupsstofa komu að var afhent landlækni í gær.

Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, segir alla sem að áfallahjálp koma vera sammála um að nauðsynlegt sé að setja löggjöf um heildrænt skipulag áfallahjálpar.

"Í vor var haldið vinnuþing um samræmingu áfallahjálpar á landsvísu og niðurstöður þingsins voru að nauðsynlegt væri að setja löggjöf um áfallahjálp. Í löggjöfinni yrði ábyrgð ríkis og sveitar­félaga skilgreind og þau myndu tryggja fjármagn til verkefnisins. Að auki myndi löggjöfin skilgreina hlutverk þeirra sem starfa að áfallahjálp. Það er einnig mikilvægt að koma á þverfaglegum sérfræðingahópi með starfsmann sem hefði yfirumsjón með samræmdu starfi áfallahjálparinnar. Starfsmaðurinn myndi hafa eftirlit með námskeiðahaldi og endurmenntunarmálum áfallahjálparteymana sem starfa í hverju umdæmi fyrir sig, ásamt fleiri störfum. Að auki er það okkar von að fræðslumálin komst í gott lag og horfum við þá sérstaklega til þess að áfallahjálp komist bæði til nemenda og starfsfólks skóla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×