Innlent

Leggja á ráðin um aðgerðir

Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambands íslands
Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambands íslands

"Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næstkomandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði lausir um áramót.

Formannafundur Starfsgreinasambandsins hefur svo verið boðaður þann 17. nóvember. "Ef þessir samningar eiga að halda þá þarf að koma til kúvending í stefnu ríkisstjórnar og atvinnurekenda. Menn þurfa að segja eitthvað allt annað en þeir hafa verið að segja," segir ­Kristján­ einnig.

"Samtök atvinnulífsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna sé í sögulegu hámarki og því séu launahækkanir ekki á dagskrá," segir í yfirlýsingu á vef Starfsgreinasambandsins. Þar er bent á að launamisrétti í landinu sé í einnig í sögulegu hámarki en að Samtök atvinnulífsins geti þess þó ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×