Innlent

Villandi auglýsingar

Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri.

Undanfarin misseri hafa verslanir í auknum mæli kosið að lýsa tilboðsdögum sínum sem svo að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum frekar en að viðskiptavinir fái tuttugu prósenta afslátt af vörunum. Í sumum auglýsingum hið minnsta, hefur þó verið tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum en verðið lækkað um tuttugu prósent. Hagkaup eru meðal þeirra sem hafa gert þetta í mestum mæli en fleiri verslanir hafa beitt sömu aðferðum. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segist ekki vita til þess að nokkur verslun hafi sótt um undanþágu frá því að innheimta virðisaukaskatt. Indriði segir auglýsingarnar vera hálfgerða blekkingu gagnvart viðskiptavinum þar sem svo virðist að viðisaukaskatti sé sleppt af vörunni. Hann segir ekki vera mikla hugsun að baki auglýsingunum en þær telji fólki trú um að hægt sé að komast hjá því að borga skattinn.

 





 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×