Innlent

Annan hætti við að fara til Íran

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Írans vegna nýlegra ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu.

Í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum segir að vegna ummælanna og harðra viðbragða við þeim, hefði reynst erfitt fyrir Annan og írönsk stjórnvöld að ræða þau mál sem voru á dagskrá fundarins án utanaðkomandi afskipta. Annan og stjórnvöld í Íran hafi því sammælst um að fresta fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×