Innlent

Reyndi að stela bensíni

Þrír lögreglubílar stöðvuðu för ökumanns sem reyndi að komast hjá því að greiða fyrir bensín sem hafði verið dælt á bíl hans á bensínstöð (LUM) Skeljungs við Vesturlandsveg í dag. Eftir að hafa dælt bensíninu á bílinn ók ökumaðurinn í burtu án þess að greiða fyrir. Lögreglan var þó ekki lengi að stöðva för hans, því stuttu síðar var hann stöðvaður við Hestháls. Að sögn lögreglunnar er það nokkuð algengt að slíkt sé reynt á bensínstöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu og hefur það aukist tölvuvert upp á síðkastið.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×