Fleiri fréttir Nóttin nokkuð erilsöm Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, margir voru á ferli í miðborginni og mikið um pústra en enginn slasaðist alvarlega. Einnig þurfti lögreglan að hafa afkskipti af nokkrum heimilum vegna partíláta og hávaða. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nóttin var hins vegar róleg bæði hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði og sömu sögu er að segja frá Keflavík. 30.10.2005 10:59 26 þúsund Írakar fallið frá stríðsbyrjun Tuttugu og sex þúsund Írakar hafa verið drepnir eða særðir í árásum uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak frá því í byrjun árs 2004, að mati sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 30.10.2005 10:53 Fleiri konur stjúpættleiddar Mun fleiri konur eru stjúpættleiddar en karlar. Kynfeður umgangast frekar syni sína en dætur. Opinberar tölur um stjúptengsl eru að öðru leyti ekki til. 29.10.2005 20:30 Íslensk rannsókn hjálpar til Með aukinni hryðjuverkastarfsemi í heiminum hafa heilbrigðisyfirvöld víðs vegar vaknað til meðvitundar um þann möguleika að grípa þurfi til bólusetningar gegn bólusótt í stórum stíl. Viðamikil íslensk rannsókn ætti að geta nýst við þróun á nýju bóluefni og jafnframt sýnt hvort arfgengi skipti máli við vörnum gegn smitsjúkdómum 29.10.2005 20:15 Gagnrýna yfirgang síonista Íranskir ráðamenn vilja má Ísrael af landakortinu en segjast alls ekki hafa í hyggju að fara með ofbeldi gegn landinu. Þeir gagnrýna yfirgang síonista sem þeir segja að stjórni Sameinuðu þjóðunum. 29.10.2005 19:45 Mismunur pólitískur Ísland gengur jafnvel lengra í því að taka upp regluverk Evrópusambandsins en sum aðildarríkin. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var við Evrópufræðasetrið á Bifröst. 29.10.2005 19:45 Sátt ekki í augsýn Formaður Samfylkingarinnar hvetur sjómenn til að líta fram á veginn og viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. En útvegsmenn eru ekki á þeim buxunum. Þeir íhuga málssókn til að fá viðurkennt að þeir sem eigi kvótann eigi fiskinn. 29.10.2005 19:30 Varað við Íslenskum þorski Auðlinda- og umhverfisskrifstofunni tókst að hafa áhrif á að náttúruverndarsinnar vestra beittu sér ekki sérstaklega gegn íslenska þorskinum - en þeim finnst samt Íslendingar ganga of hart fram í veiðum sínum. 29.10.2005 19:30 Lagt af á næstunni NMT-farsímakerfið, sem til margra ára hefur þjónað og tryggt öryggi allra landsmanna, hvort sem þeir eru staddir á sjó eða landi, jafnt í alfaraleið sem utan, verður lagt niður. Enn er á huldu hvað tekur við, en forstjóri Póst- og fjarskipastofnunar útilokar ekki að erlendir aðilar komi að uppbyggingu nýs kerfis. 29.10.2005 18:45 Vatn fyrir alla 29.10.2005 13:00 Tvær handtökur til viðbótar í Danmörku Tveir í viðbót hafa verið úrskurðaðir í varðhald í Danmörku grunaðir um þátttöku í skipulagningu hryðjuverkaárásar í Evrópu. Danska lögreglan útilokar ekki að hópurinn hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku. 29.10.2005 12:41 Vilja fjölbreyttara atvinnulíf á Vestfjörðum Ísfirðingar vilja aukna fjölbreytni í atvinnulífinu og horfa í ríkara mæli til háskóla og háskólasamfélags. Þó vantar fólk í vinnu í iðngeiranum og í fiskvinnslu. 29.10.2005 12:21 Olíurisar með methagnað Á sama tíma og olíuverð hefur verið í nánd við sögulegt hámark er hagnaður alþjóðlegra olíufyrirtækja einnig í hámarki. Árið stefnir í að vera það besta í sögu olíuiðnaðarins. Olíurisinn Exxon tilkynnti um hagnað sinn á þriðja ársfjórðungi í gær og hann er sá mesti í sögunni - tíu milljarðar dollara eða ríflega sexhundruð milljarðar króna. 29.10.2005 12:15 Útilokar ekki dómsmál vegna aflaheimilda Formaður Landssambands íslenskra Útvegsmanna útilokar ekki að LÍÚ eða einstaka útvegsmenn höfði dómsmál í framhaldi af lögfræðiáliti sem lagt var fyrir aðalfund samtakanna. Í því eru aflaheimildir sagðar eign handhafa heimildanna en ekki sameign þjóðarinnar. 29.10.2005 12:09 Big Ben þagnar um stund Big Ben er þagnaður. Klukkan í turninum, sem er eitt einkennismerka Lundúnaborgar, er þögnuð um sinn og mun ekkert heyrast í bjöllunum næsta sólarhringinn eða svo. Ástæðan eru sú að stilla þarf bjöllurnar og sinna viðhaldi. Það eru liðnir tveir áratugir frá því að Big Ben þagnaði síðast jafnlengi en sérfræðingarnir sem sinna viðhaldinu segja klukkuna í besta lagi, en viðhaldið sé reglubundið og hjá því verði ekki komist. 29.10.2005 10:45 Lestarslys á Indlandi Óttast er að allt að hundrað og fimmtíu manns hafi farist þegar lest fór út af sporinu í Andhra Pradesh í suðurhluta Indlands í morgun. Ástæðan er sú að brú gaf sig þegar áin sem hún þveraði breyttist úr sprænu í straumharða á. Úthellisrigning og vonskuveður er á svæðinu og hefur það valdið skyndiflóðum víða. 29.10.2005 10:15 Færð og veður í dag: Enn liggur allt innanlandsflug niðri vegna ísingar og ókyrrðar í lofti, en athugað verður með flug um klukkan ellefu. Þá er Holtavörðuheiðin lokuð vegna ófærðar og eu vegfarendum bent á að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og Ólafsfjarðarmúla. 29.10.2005 10:00 Hagnaður KB banka jókst um 163% KB banki skilaði níu komma sjö milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Það er fjörutíu og sjö komma sex prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæplega þrjátíu og fjórum og hálfum milljarði króna sem er aukning um rúmlega 163 prósent miðað við sama tíma árið 2004. 29.10.2005 09:45 Annríki hjá björgunarsveitum og lögreglu Töluvert annríki var hjá björgunarsveitum í óveðrinu sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær. 29.10.2005 09:27 Endurgreiddi 50 milljónir Þróunarsamvinnustofnun Íslands greiddi rúmar fimmtíu milljónir króna til baka til ríkissjóðs á síðasta ári vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, er sá hluti fjárframlaga til stofnunarinnar sem fer til þróunarhjálpar í útlöndum með gengistryggingu. Það eru um 85 prósent framlaga. 29.10.2005 08:00 Krefst frávísunar á endurskoðun dóms Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur krafist frávísunar á endurupptökukröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrri úrskurði héraðsdóms. Hannes hefur farið fram á endurskoðun á fyrri ákvörðun Héraðsdóms um að heimil sé aðför að Hannesi á grundvelli dóms í Bretlandi þar sem hann var sakfelldur fyrir meiðyrði. 29.10.2005 07:30 Viðræður í uppnámi Óþolandi óvissa ríkir um viðræður við Bandaríkjamenn um varnarsamninginn, segja stjórnarandstæðingar eftir fund með utanríkisráðherra. Ekkert hefur breyst síðan samningamenn komu heim, segir formaður utanríkismálanefndar. 29.10.2005 07:00 Lögreglan gleymdi að senda beiðni Krefjist rannsóknarhagsmunir þess að úrskurðir héraðsdóms fylgi ekki dómum Hæstaréttar á netinu þarf lögregla að fara fram á það fyrir fram, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar. 29.10.2005 06:45 Vilja hindra kennitöluflakk 29.10.2005 06:45 Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir manni sem situr í haldi vegna fíkniefna í póstsendingum. Stúlku, starfsmanni pósthúss, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi var hins vegar sleppt, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. 29.10.2005 06:30 Fiskvinnslum lokað og fólkið fer 29.10.2005 06:00 Tvöfalt fleiri kærur vegna efnahagsbrota Fjárframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra voru tvöfalt hærri í fyrra en fyrir fimm árum og kærumál eru sömuleiðis rúmlega tvöfalt fleiri. Starfsmönnum hefur hins vegar aðeins fjölgað um fjórðung á sama tíma. 29.10.2005 06:00 Fyrirséð lokun NMT-kerfis "Innan tveggja til þriggja ára verðu NMT farsímakerfinu lokað," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar. Hrafnkell segir að vegna þessa hafi stofnunin opnað á vef sínum fyrir umræðu um mögulega framtíðarnotkun 450 MHz tíðnisviðsins sem NMT netið notar og óskað eftir umsögnum. 29.10.2005 05:00 Vegagerðin hugsar málið Um miðja næstu viku er fyrirhugaður fundur lögmanns Reykjavíkurborgar og lögmanna olíufélaganna um skaðabótakröfu borgarinnar vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns borgarinnar, varð ekki af fyrirhuguðum fundahöldum í vikunni sem er að líða. Borgin krefur félögin þrjú, Skeljungs, Esso og Olís, eða eignarhaldsfélög þeirra um 150 milljón krónur í bætur. 29.10.2005 04:45 Lítið um slys í tugum árekstra Tuttugu árekstrar urðu milli klukkan fjögur og fimm í Reykjavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Margir eru enn á sumardekkjunum og telur lögregla að snjórinn hafi komið fólki nokkuð í opna skjöldu. Vesturlandsvegur lokaðist sunnan Hvalfjarðarganga um tíma eftir hádegið vegna bílveltu sem þar varð. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða. 29.10.2005 03:30 Ritstjórar DV dæmdir Ritstjórar DV þurfa að greiða 600.000 krónur vegna ummæla sem viðhöfð voru á forsíðu blaðsins um Ásmund Gunnlaugsson jógakennara 8. október í fyrra. Ómerk voru ummælin "var fjarlægður af lögreglu," en þau taldi dómurinn bersýnilega röng. Mikael Torfasyni og þáverandi ritstjóra, Illuga Jökulssyni, var hvorum um sig gert að greiða 50.000 krónur í sekt. Þá þurfa þeir að borga Ásmundi 200.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur í málskostnað. 29.10.2005 03:15 Verðbólga talin vera ofmetin Húsnæði er ofmetið í verðbólguútreikningum, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar í hagfræði. Verðbólga væri ríflega hálfu prósentustigi lægri, 4% í stað 4,6%, ef miðað yrði við nýja tegund húsnæðisvísitölu. 28.10.2005 19:32 Löng bið á dekkjaverkstæðum Mikið var að gera á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag enda áttu margir erfitt með að komast leiðar sinnar í morgun vegna umferðarteppu sem skapaðist sökum mikillar hálku. 28.10.2005 19:13 Hefur ekki áhyggjur af varnarviðræðum Bandaríkjamenn skilja nauðsyn þess að hafa viðbúnað í Keflavík og varnarviðræðurnar eru í góðum farvegi. Þetta segir Halldór Blöndal formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund nefndarinnar í morgun. 28.10.2005 19:08 Fyrsta óveður vetrarins Fyrsta óveður vetrarins á Suður- og Vesturlandi skall á í dag. Á Kjalarnesi fór vindhraði í 42 metra á sekúndu í hviðum og í Vestmannaeyjum hafa björgunarsveitarmenn hjálpað fólki við að losa bíla sína úr snjósköflum. 28.10.2005 19:06 Starfsmannaleigan "2+1" borin þungum sökum Þýskir farandverkamenn, sem unnið hafa á Íslandi, bera starfsmannaleiguna "2+1" þungum sökum. Þeir segjast hafa verið sviknir um laun og búa við afar þröngar aðstæður en þeir eru ellefu saman í lítilli íbúð. Starfsmannaleigan vísar öllum ásökunum á bug. 28.10.2005 19:06 Hér og nú birti myndir í heimildarleysi Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnssen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnubrögð blaðsins standist lög. 28.10.2005 18:37 Farice verður stöðugur í janúar Farice-sæstrengurinn bilaði enn eina ferðina í morgun og lá niðri í nokkra klukkutíma. Hann er þó kominn í fullt gagn aftur. Jón Birgir Jónsson hjá Farice ehf. segir ekki hafa verið um kerfisbilun að ræða heldur hafi strengurinn slitnað í óhappi við landtengingu í Skotlandi. 28.10.2005 17:38 Greiða ekki skatta Verið er að stofnsetja íslenskt útibú portúgölsku starfsmannaleigunnar Elpalmo frá Portúgal hér á landi. Samkvæmt heimlidum fréttastofu starfa nú þegar á milli 90 og 100 menn á vegum Elpalmo hér á landi. 28.10.2005 17:36 Ekkert ferðaveður á landinu Ekkert ferðaveður er á landinu og varað er við stormi sunnalands. Að sögn Veðurstofunnar snjóar nú um allt land. 28.10.2005 17:34 Voksne mennesker hýtur flestar tilnefningar til Eddunnar Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, hlýtur flestar tilnefningar til Eddu verðlaunanna í ár. Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Robert Douglas og þættirnir um Latabæ koma hljóta næst flestar tilnefningar. 28.10.2005 17:28 Tjón talið vera undir þremur milljónum króna Tjón að völdum vatnavaxta á Höfn í Hornafirði fyrr í mánuðinum er talið vera undir þremur milljónum króna. Ljóst þykir að Hornfirðingar hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu. 28.10.2005 17:25 DV áfrýjar dóminum Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra. 28.10.2005 16:45 Enginn alvarlega slasaður Enginn fjórmenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið er alvarlega slasaður. Þeir munu líklega allir verða útskrifaðir síðar í dag, að sögn læknis a slysadeild. 28.10.2005 14:58 Þyrla leitar neyðarsendis Þyrla Landhelgisgælunnar, TF-LIF, leitar nú að neyðarsendi sem byrjaði að senda frá sér neyðarmerki um gervihnött í morgun. Þyrlan fór í loftið tíu mínútur fyrir tvö til að reyna að finna neyðarsendinn, en svo virðist sem hann sé staðsettur suður af Reykjanesskaga. 28.10.2005 14:53 Sjá næstu 50 fréttir
Nóttin nokkuð erilsöm Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, margir voru á ferli í miðborginni og mikið um pústra en enginn slasaðist alvarlega. Einnig þurfti lögreglan að hafa afkskipti af nokkrum heimilum vegna partíláta og hávaða. Tólf voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nóttin var hins vegar róleg bæði hjá lögreglunni í Kópavogi og Hafnarfirði og sömu sögu er að segja frá Keflavík. 30.10.2005 10:59
26 þúsund Írakar fallið frá stríðsbyrjun Tuttugu og sex þúsund Írakar hafa verið drepnir eða særðir í árásum uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak frá því í byrjun árs 2004, að mati sérfræðinga bandaríska varnarmálaráðuneytisins. 30.10.2005 10:53
Fleiri konur stjúpættleiddar Mun fleiri konur eru stjúpættleiddar en karlar. Kynfeður umgangast frekar syni sína en dætur. Opinberar tölur um stjúptengsl eru að öðru leyti ekki til. 29.10.2005 20:30
Íslensk rannsókn hjálpar til Með aukinni hryðjuverkastarfsemi í heiminum hafa heilbrigðisyfirvöld víðs vegar vaknað til meðvitundar um þann möguleika að grípa þurfi til bólusetningar gegn bólusótt í stórum stíl. Viðamikil íslensk rannsókn ætti að geta nýst við þróun á nýju bóluefni og jafnframt sýnt hvort arfgengi skipti máli við vörnum gegn smitsjúkdómum 29.10.2005 20:15
Gagnrýna yfirgang síonista Íranskir ráðamenn vilja má Ísrael af landakortinu en segjast alls ekki hafa í hyggju að fara með ofbeldi gegn landinu. Þeir gagnrýna yfirgang síonista sem þeir segja að stjórni Sameinuðu þjóðunum. 29.10.2005 19:45
Mismunur pólitískur Ísland gengur jafnvel lengra í því að taka upp regluverk Evrópusambandsins en sum aðildarríkin. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var við Evrópufræðasetrið á Bifröst. 29.10.2005 19:45
Sátt ekki í augsýn Formaður Samfylkingarinnar hvetur sjómenn til að líta fram á veginn og viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. En útvegsmenn eru ekki á þeim buxunum. Þeir íhuga málssókn til að fá viðurkennt að þeir sem eigi kvótann eigi fiskinn. 29.10.2005 19:30
Varað við Íslenskum þorski Auðlinda- og umhverfisskrifstofunni tókst að hafa áhrif á að náttúruverndarsinnar vestra beittu sér ekki sérstaklega gegn íslenska þorskinum - en þeim finnst samt Íslendingar ganga of hart fram í veiðum sínum. 29.10.2005 19:30
Lagt af á næstunni NMT-farsímakerfið, sem til margra ára hefur þjónað og tryggt öryggi allra landsmanna, hvort sem þeir eru staddir á sjó eða landi, jafnt í alfaraleið sem utan, verður lagt niður. Enn er á huldu hvað tekur við, en forstjóri Póst- og fjarskipastofnunar útilokar ekki að erlendir aðilar komi að uppbyggingu nýs kerfis. 29.10.2005 18:45
Tvær handtökur til viðbótar í Danmörku Tveir í viðbót hafa verið úrskurðaðir í varðhald í Danmörku grunaðir um þátttöku í skipulagningu hryðjuverkaárásar í Evrópu. Danska lögreglan útilokar ekki að hópurinn hafi ætlað að láta til skarar skríða í Danmörku. 29.10.2005 12:41
Vilja fjölbreyttara atvinnulíf á Vestfjörðum Ísfirðingar vilja aukna fjölbreytni í atvinnulífinu og horfa í ríkara mæli til háskóla og háskólasamfélags. Þó vantar fólk í vinnu í iðngeiranum og í fiskvinnslu. 29.10.2005 12:21
Olíurisar með methagnað Á sama tíma og olíuverð hefur verið í nánd við sögulegt hámark er hagnaður alþjóðlegra olíufyrirtækja einnig í hámarki. Árið stefnir í að vera það besta í sögu olíuiðnaðarins. Olíurisinn Exxon tilkynnti um hagnað sinn á þriðja ársfjórðungi í gær og hann er sá mesti í sögunni - tíu milljarðar dollara eða ríflega sexhundruð milljarðar króna. 29.10.2005 12:15
Útilokar ekki dómsmál vegna aflaheimilda Formaður Landssambands íslenskra Útvegsmanna útilokar ekki að LÍÚ eða einstaka útvegsmenn höfði dómsmál í framhaldi af lögfræðiáliti sem lagt var fyrir aðalfund samtakanna. Í því eru aflaheimildir sagðar eign handhafa heimildanna en ekki sameign þjóðarinnar. 29.10.2005 12:09
Big Ben þagnar um stund Big Ben er þagnaður. Klukkan í turninum, sem er eitt einkennismerka Lundúnaborgar, er þögnuð um sinn og mun ekkert heyrast í bjöllunum næsta sólarhringinn eða svo. Ástæðan eru sú að stilla þarf bjöllurnar og sinna viðhaldi. Það eru liðnir tveir áratugir frá því að Big Ben þagnaði síðast jafnlengi en sérfræðingarnir sem sinna viðhaldinu segja klukkuna í besta lagi, en viðhaldið sé reglubundið og hjá því verði ekki komist. 29.10.2005 10:45
Lestarslys á Indlandi Óttast er að allt að hundrað og fimmtíu manns hafi farist þegar lest fór út af sporinu í Andhra Pradesh í suðurhluta Indlands í morgun. Ástæðan er sú að brú gaf sig þegar áin sem hún þveraði breyttist úr sprænu í straumharða á. Úthellisrigning og vonskuveður er á svæðinu og hefur það valdið skyndiflóðum víða. 29.10.2005 10:15
Færð og veður í dag: Enn liggur allt innanlandsflug niðri vegna ísingar og ókyrrðar í lofti, en athugað verður með flug um klukkan ellefu. Þá er Holtavörðuheiðin lokuð vegna ófærðar og eu vegfarendum bent á að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og Ólafsfjarðarmúla. 29.10.2005 10:00
Hagnaður KB banka jókst um 163% KB banki skilaði níu komma sjö milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Það er fjörutíu og sjö komma sex prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur tæplega þrjátíu og fjórum og hálfum milljarði króna sem er aukning um rúmlega 163 prósent miðað við sama tíma árið 2004. 29.10.2005 09:45
Annríki hjá björgunarsveitum og lögreglu Töluvert annríki var hjá björgunarsveitum í óveðrinu sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær. 29.10.2005 09:27
Endurgreiddi 50 milljónir Þróunarsamvinnustofnun Íslands greiddi rúmar fimmtíu milljónir króna til baka til ríkissjóðs á síðasta ári vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, er sá hluti fjárframlaga til stofnunarinnar sem fer til þróunarhjálpar í útlöndum með gengistryggingu. Það eru um 85 prósent framlaga. 29.10.2005 08:00
Krefst frávísunar á endurskoðun dóms Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur krafist frávísunar á endurupptökukröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrri úrskurði héraðsdóms. Hannes hefur farið fram á endurskoðun á fyrri ákvörðun Héraðsdóms um að heimil sé aðför að Hannesi á grundvelli dóms í Bretlandi þar sem hann var sakfelldur fyrir meiðyrði. 29.10.2005 07:30
Viðræður í uppnámi Óþolandi óvissa ríkir um viðræður við Bandaríkjamenn um varnarsamninginn, segja stjórnarandstæðingar eftir fund með utanríkisráðherra. Ekkert hefur breyst síðan samningamenn komu heim, segir formaður utanríkismálanefndar. 29.10.2005 07:00
Lögreglan gleymdi að senda beiðni Krefjist rannsóknarhagsmunir þess að úrskurðir héraðsdóms fylgi ekki dómum Hæstaréttar á netinu þarf lögregla að fara fram á það fyrir fram, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar. 29.10.2005 06:45
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir manni sem situr í haldi vegna fíkniefna í póstsendingum. Stúlku, starfsmanni pósthúss, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi var hins vegar sleppt, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. 29.10.2005 06:30
Tvöfalt fleiri kærur vegna efnahagsbrota Fjárframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra voru tvöfalt hærri í fyrra en fyrir fimm árum og kærumál eru sömuleiðis rúmlega tvöfalt fleiri. Starfsmönnum hefur hins vegar aðeins fjölgað um fjórðung á sama tíma. 29.10.2005 06:00
Fyrirséð lokun NMT-kerfis "Innan tveggja til þriggja ára verðu NMT farsímakerfinu lokað," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar. Hrafnkell segir að vegna þessa hafi stofnunin opnað á vef sínum fyrir umræðu um mögulega framtíðarnotkun 450 MHz tíðnisviðsins sem NMT netið notar og óskað eftir umsögnum. 29.10.2005 05:00
Vegagerðin hugsar málið Um miðja næstu viku er fyrirhugaður fundur lögmanns Reykjavíkurborgar og lögmanna olíufélaganna um skaðabótakröfu borgarinnar vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns borgarinnar, varð ekki af fyrirhuguðum fundahöldum í vikunni sem er að líða. Borgin krefur félögin þrjú, Skeljungs, Esso og Olís, eða eignarhaldsfélög þeirra um 150 milljón krónur í bætur. 29.10.2005 04:45
Lítið um slys í tugum árekstra Tuttugu árekstrar urðu milli klukkan fjögur og fimm í Reykjavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Margir eru enn á sumardekkjunum og telur lögregla að snjórinn hafi komið fólki nokkuð í opna skjöldu. Vesturlandsvegur lokaðist sunnan Hvalfjarðarganga um tíma eftir hádegið vegna bílveltu sem þar varð. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða. 29.10.2005 03:30
Ritstjórar DV dæmdir Ritstjórar DV þurfa að greiða 600.000 krónur vegna ummæla sem viðhöfð voru á forsíðu blaðsins um Ásmund Gunnlaugsson jógakennara 8. október í fyrra. Ómerk voru ummælin "var fjarlægður af lögreglu," en þau taldi dómurinn bersýnilega röng. Mikael Torfasyni og þáverandi ritstjóra, Illuga Jökulssyni, var hvorum um sig gert að greiða 50.000 krónur í sekt. Þá þurfa þeir að borga Ásmundi 200.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur í málskostnað. 29.10.2005 03:15
Verðbólga talin vera ofmetin Húsnæði er ofmetið í verðbólguútreikningum, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar í hagfræði. Verðbólga væri ríflega hálfu prósentustigi lægri, 4% í stað 4,6%, ef miðað yrði við nýja tegund húsnæðisvísitölu. 28.10.2005 19:32
Löng bið á dekkjaverkstæðum Mikið var að gera á dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag enda áttu margir erfitt með að komast leiðar sinnar í morgun vegna umferðarteppu sem skapaðist sökum mikillar hálku. 28.10.2005 19:13
Hefur ekki áhyggjur af varnarviðræðum Bandaríkjamenn skilja nauðsyn þess að hafa viðbúnað í Keflavík og varnarviðræðurnar eru í góðum farvegi. Þetta segir Halldór Blöndal formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund nefndarinnar í morgun. 28.10.2005 19:08
Fyrsta óveður vetrarins Fyrsta óveður vetrarins á Suður- og Vesturlandi skall á í dag. Á Kjalarnesi fór vindhraði í 42 metra á sekúndu í hviðum og í Vestmannaeyjum hafa björgunarsveitarmenn hjálpað fólki við að losa bíla sína úr snjósköflum. 28.10.2005 19:06
Starfsmannaleigan "2+1" borin þungum sökum Þýskir farandverkamenn, sem unnið hafa á Íslandi, bera starfsmannaleiguna "2+1" þungum sökum. Þeir segjast hafa verið sviknir um laun og búa við afar þröngar aðstæður en þeir eru ellefu saman í lítilli íbúð. Starfsmannaleigan vísar öllum ásökunum á bug. 28.10.2005 19:06
Hér og nú birti myndir í heimildarleysi Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnssen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnubrögð blaðsins standist lög. 28.10.2005 18:37
Farice verður stöðugur í janúar Farice-sæstrengurinn bilaði enn eina ferðina í morgun og lá niðri í nokkra klukkutíma. Hann er þó kominn í fullt gagn aftur. Jón Birgir Jónsson hjá Farice ehf. segir ekki hafa verið um kerfisbilun að ræða heldur hafi strengurinn slitnað í óhappi við landtengingu í Skotlandi. 28.10.2005 17:38
Greiða ekki skatta Verið er að stofnsetja íslenskt útibú portúgölsku starfsmannaleigunnar Elpalmo frá Portúgal hér á landi. Samkvæmt heimlidum fréttastofu starfa nú þegar á milli 90 og 100 menn á vegum Elpalmo hér á landi. 28.10.2005 17:36
Ekkert ferðaveður á landinu Ekkert ferðaveður er á landinu og varað er við stormi sunnalands. Að sögn Veðurstofunnar snjóar nú um allt land. 28.10.2005 17:34
Voksne mennesker hýtur flestar tilnefningar til Eddunnar Kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, hlýtur flestar tilnefningar til Eddu verðlaunanna í ár. Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Robert Douglas og þættirnir um Latabæ koma hljóta næst flestar tilnefningar. 28.10.2005 17:28
Tjón talið vera undir þremur milljónum króna Tjón að völdum vatnavaxta á Höfn í Hornafirði fyrr í mánuðinum er talið vera undir þremur milljónum króna. Ljóst þykir að Hornfirðingar hafi sloppið betur en á horfðist í fyrstu. 28.10.2005 17:25
DV áfrýjar dóminum Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra. 28.10.2005 16:45
Enginn alvarlega slasaður Enginn fjórmenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið er alvarlega slasaður. Þeir munu líklega allir verða útskrifaðir síðar í dag, að sögn læknis a slysadeild. 28.10.2005 14:58
Þyrla leitar neyðarsendis Þyrla Landhelgisgælunnar, TF-LIF, leitar nú að neyðarsendi sem byrjaði að senda frá sér neyðarmerki um gervihnött í morgun. Þyrlan fór í loftið tíu mínútur fyrir tvö til að reyna að finna neyðarsendinn, en svo virðist sem hann sé staðsettur suður af Reykjanesskaga. 28.10.2005 14:53
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent