Innlent

DV áfrýjar dóminum

Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra.

Fréttin snerist um viðskipti mannsins við sýslumanninn í Kópavogi en maðurinn taldi DV ýmist ýkja eða fara með rangt mál í fréttinni. Maðurinn, sem hefur starfað sem jógakennari, fór fram á að fjórar málsgreinar yrðu dæmdar dauðar og ómerkar, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að aðeins hluti einnar þeirrar yrði dæmdur ómerkur. Umrædd málsgrein er svohljóðandi: „Jógakennarinn missti stjórn á sér fyrir skemmstu hjá sýslumanninum í Kópavogi og var fjarlægður af lögreglu." Síðasti hlutinn, „var fjarlægður af lögreglu", var dæmdur ómerkur.

Í dóminum segir að engin sönnunarfærsla hafi farið fram um atburðarásina og fyrir dómi hafi ekki annað komið fram en frásögn stefnanda, en engin lögregluskýrla var skrifum um atvikið. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn 365 prentmiðlum, sem gefur út DV, en var sýknað.

Auk þess að vera dæmdir til að greiða stefnanda 200 þúsund krónur voru Illugi og Mikael, hvor um sig, dæmdir til greiða 50 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð og 300 þúsund krónur í málskostnað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×