Fleiri fréttir Fagnar loforðum um fjárveitingu Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fagnar loforðum um fjárveitingu upp á einn og hálfan milljarð króna til að bæta úr málum geðfatlaðra. Hann telur líklegt að peningarnir dugi til að koma málefnum geðfatlaðra í viðunandi horf. 8.9.2005 00:01 Hafa ekki skoðun á íbúakosningu Ummæli oddvita Vinstri - grænna um að Alcan misbjóði Hafnfirðingum eru með öllu óskiljanleg segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann kannast ekki við lýsingar oddvitans á borgarafundi um álverið fyrr í vikunni. 8.9.2005 00:01 Ósakhæfur fluttur á Sogn Maður sem í apríl réðst á prófessor í réttarlæknisfræði eftir að hafa hótað honum og setið um hann var í gær dæmdur í öryggisgæslu og fluttur á réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. Hann var talinn ósakhæfur og refsikröfum í málinu vísað frá. 8.9.2005 00:01 Drápsfangi fær 18 mánaða dóm Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. 8.9.2005 00:01 Íkveikjur í borginni í rannsókn Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur. 8.9.2005 00:01 Konu enn haldið sofandi Konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð í Reykjavík 27 ágúst síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél. 8.9.2005 00:01 Ljósmyndir skemmdar með fúski Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari hefur farið fram á lögbann á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur sem bókaútgáfan Skrudda gefur út. Kristinn er höfundur ásamt Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi. "Bókin er verri en ég hafði óttast," segir Kristinn sem er ósáttur við myndvinnsluna í bókinni. 8.9.2005 00:01 Leitað að Ritu á þrennan hátt Leitað er að íslensku konunni Ritu Daudin, sem býr í New Orleans, og syni hennar eftir þremur leiðum. Ættingjar þeirra hér heima hafa ekkert í þeim heyrt frá því að fellibylurinn Katrín fór yfir suðurströnd Bandaríkjanna. 8.9.2005 00:01 Keflvíkingar kvarta yfir fnyk Þó nokkrar kvartanir bárust til Lögreglunnar í Keflavík vegna fnyks sem lagði yfir Reykjanesbæ á miðvikudagskvöld. Stækjan stafaði af úldnum fiskúrgangi frá Skinnfiski í Sandgerði sem dreift var á gróðursnautt svæði á Miðnesheiði. 8.9.2005 00:01 Landspítalanum blæðir Landspítala - háskólasjúkrahúsi blæðir vegna deilna sérfræðilækna og yfirstjórnar innan hans. Mögulega koma deilurnar einnig niður á þjónustu við sjúklinga. Þetta segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. 8.9.2005 00:01 Tvö vilja varaformannsætið Menntamálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri hafa lýst yfir að þau sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en ekki er loku fyrir skotið að fleiri gefi kost á sér. Hvorki kona né landsbyggðarmaður hafa gegnt embætti formanns eða varaformanns flokksins í 76 ára sögu hans. 8.9.2005 00:01 Endalausar hækkanir Úrvalsvísitalan stóð í rúmum 4.600 stigum við lokun markaða í gær og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 38 prósent frá áramótum og um sextíu prósent á ári undanfarin tvö ár. 31.8.2005 00:01 Rækjuvinnslu hætt í Súðavík um sinn Fyrirtækið Frosti í Súðavík hefur sagt upp átján manns, vegna ákvörðunar um að hætta um sinn rækjuvinnslu í verksmiðju félagsins. 31.8.2005 00:01 Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. 31.8.2005 00:01 Vilhjálmur vill flugvöllinn burt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. 31.8.2005 00:01 Tugir tilkynninga um aukaverkanir Tilkynningar frá læknum um aukaverkanir lyfja hafa streymt inn til Lyfjastofnunar það sem af er árinu. Þær eru nú orðnar 50-60 talsins, sem er meira en helmings aukning miðað við mörg undangengin ár, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis. </font /></b /> 31.8.2005 00:01 Kosningabarátta á Bláhorninu Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. </font /></b /> 31.8.2005 00:01 Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. 31.8.2005 00:01 37% munur á fartölvutryggingum Fartölvueigendur geta sparað sér allt að 37 prósent ef þeir leita eftir tilboðum í fartölvutryggingar. Þetta leiðir ný könnun ASÍ í ljóð. Þar kemur fram að dýrasta tryggingin fyrir 150 þúsund króna tölvu kostar 4.290 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni en sú ódýrasta 3.135 krónur hjá Íslandstryggingu. 31.8.2005 00:01 Ánægja með Menningarnótt Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera. 31.8.2005 00:01 Árásarmaður í gæsluvarðhald Maður sem réðist á fyrrum sambýliskonu sína og sló ítrekað í höfuðið með felgulykli síðasta sunnudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. september. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands í gær, en manninum er einnig gert að sæta geðrannsókn. 31.8.2005 00:01 Veittist að lögreglu með hnífi Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.8.2005 00:01 Hefði mátt sækja sýruna sína Ófullnægjandi rannsókn lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli er harðlega gagnrýnd í sýknudómi yfir Litháa sem ákærður var fyrir smygl á brennisteinssýru. Litháinn er farinn úr landi, en hefði í raun getað sótt efnið aftur til sýslumanns, því upptökukröfu var hafnað. 31.8.2005 00:01 Stefnir í verkfall "Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls," segir Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. 31.8.2005 00:01 Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. 31.8.2005 00:01 Þurftu þúsund manns í 300 störf "Við höfum tekið það saman og á síðasta ári vorum við með 1036 starsfmenn sem er nokkuð mikið miðað við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi," segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi. 31.8.2005 00:01 Tvístruðu okkur með hræðsluáróðri Laufey Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður á gæsluvellinum í Hamravík í Grafarvogi, var tregafull þegar hún læsti honum í hinsta sinn í gær en hún hefur starfað þar í 16 ár. Líklega fundu fleiri til trega því 90 ára sögu gæsluvalla Reykjavíkur lauk í gær. 31.8.2005 00:01 Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. 31.8.2005 00:01 Nánari tengsl Færeyja og Íslands Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. 31.8.2005 00:01 13% vinna á höfuðborgarsvæðinu Í Gaulverjabæjarhreppi eru áætlaðar skatttekjur á þessu ári lægri á hvern íbúa en framlag á hvern íbúa hreppsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að framlög jöfnunarsjóðsins á hvern íbúa á Selfossi og annars staðar í Árborg sé varla nema sjöundi hluti af skatttekjum bæjarfélagsins á hvern íbúa. 31.8.2005 00:01 Harðnandi kosningaslagur Jens Stoltenberg, formaður norska Verkamannaflokksins, hitti tvo helstu leiðtoga samtaka launafólks á ráðstefnu um velferð og valfrelsi í gær, en flokkurinn talar fyrir uppstokkun í opinberum rekstri. 31.8.2005 00:01 Kjartan í þriðja sætið Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 31.8.2005 00:01 Jórunn í fjórða sætið Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 31.8.2005 00:01 Markús Örn kvaddi RÚV Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni. 31.8.2005 00:01 Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. 31.8.2005 00:01 Saltpéturssýra rann út Slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum eru nú að störfum við hús B&L í Grjóthálsi. 200 lítrar af saltpéturssýru láku úr geymi þar og var slökkvilið kallað á staðinn. 31.8.2005 00:01 Allt að 157 prósenta verðmunur Mikill munur var á hæsta og lægsta verði 30 vörutegunda í verðkönnun ASÍ á tilbúnum réttum og drykkjarvörum. Bónus var með lægsta verðið á 21 af 30 vörum. 10-11 var með hæsta verðið í jafn mörgum tilfellum og 11-11 í sautján tilfellum, í sumum tilfellum var fleiri en ein verslum með hæsta verð sumra vara. 31.8.2005 00:01 Gæsluvöllum borgarinnar lokað Gæsluvöllum Reykjavíkurborgar var lokað klukkan hálf fimm í dag. Þeir verða ekki opnaðir aftur fyrr en næsta sumar og þá í umsjón ÍTR. Fréttastofan kíkti í heimsókn á gæsluvöllinn við Malarás í Árbænum í dag en hann hefur verið starfandi síðan árið 1988. 31.8.2005 00:01 Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis. 31.8.2005 00:01 Skortir reglur um barnagæslu "Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka." 31.8.2005 00:01 Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. 31.8.2005 00:01 Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. 31.8.2005 00:01 Brotalöm á rannsókn að mati dómara Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði. 31.8.2005 00:01 Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. 31.8.2005 00:01 Nær helmingur í höndum tíu útgerða HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorskígildistonnum talið, en nýtt fiskveiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósentum af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiskanes með 5,03 prósent. 31.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fagnar loforðum um fjárveitingu Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fagnar loforðum um fjárveitingu upp á einn og hálfan milljarð króna til að bæta úr málum geðfatlaðra. Hann telur líklegt að peningarnir dugi til að koma málefnum geðfatlaðra í viðunandi horf. 8.9.2005 00:01
Hafa ekki skoðun á íbúakosningu Ummæli oddvita Vinstri - grænna um að Alcan misbjóði Hafnfirðingum eru með öllu óskiljanleg segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann kannast ekki við lýsingar oddvitans á borgarafundi um álverið fyrr í vikunni. 8.9.2005 00:01
Ósakhæfur fluttur á Sogn Maður sem í apríl réðst á prófessor í réttarlæknisfræði eftir að hafa hótað honum og setið um hann var í gær dæmdur í öryggisgæslu og fluttur á réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. Hann var talinn ósakhæfur og refsikröfum í málinu vísað frá. 8.9.2005 00:01
Drápsfangi fær 18 mánaða dóm Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. 8.9.2005 00:01
Íkveikjur í borginni í rannsókn Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur. 8.9.2005 00:01
Konu enn haldið sofandi Konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð í Reykjavík 27 ágúst síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél. 8.9.2005 00:01
Ljósmyndir skemmdar með fúski Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari hefur farið fram á lögbann á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur sem bókaútgáfan Skrudda gefur út. Kristinn er höfundur ásamt Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi. "Bókin er verri en ég hafði óttast," segir Kristinn sem er ósáttur við myndvinnsluna í bókinni. 8.9.2005 00:01
Leitað að Ritu á þrennan hátt Leitað er að íslensku konunni Ritu Daudin, sem býr í New Orleans, og syni hennar eftir þremur leiðum. Ættingjar þeirra hér heima hafa ekkert í þeim heyrt frá því að fellibylurinn Katrín fór yfir suðurströnd Bandaríkjanna. 8.9.2005 00:01
Keflvíkingar kvarta yfir fnyk Þó nokkrar kvartanir bárust til Lögreglunnar í Keflavík vegna fnyks sem lagði yfir Reykjanesbæ á miðvikudagskvöld. Stækjan stafaði af úldnum fiskúrgangi frá Skinnfiski í Sandgerði sem dreift var á gróðursnautt svæði á Miðnesheiði. 8.9.2005 00:01
Landspítalanum blæðir Landspítala - háskólasjúkrahúsi blæðir vegna deilna sérfræðilækna og yfirstjórnar innan hans. Mögulega koma deilurnar einnig niður á þjónustu við sjúklinga. Þetta segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. 8.9.2005 00:01
Tvö vilja varaformannsætið Menntamálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri hafa lýst yfir að þau sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en ekki er loku fyrir skotið að fleiri gefi kost á sér. Hvorki kona né landsbyggðarmaður hafa gegnt embætti formanns eða varaformanns flokksins í 76 ára sögu hans. 8.9.2005 00:01
Endalausar hækkanir Úrvalsvísitalan stóð í rúmum 4.600 stigum við lokun markaða í gær og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 38 prósent frá áramótum og um sextíu prósent á ári undanfarin tvö ár. 31.8.2005 00:01
Rækjuvinnslu hætt í Súðavík um sinn Fyrirtækið Frosti í Súðavík hefur sagt upp átján manns, vegna ákvörðunar um að hætta um sinn rækjuvinnslu í verksmiðju félagsins. 31.8.2005 00:01
Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. 31.8.2005 00:01
Vilhjálmur vill flugvöllinn burt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. 31.8.2005 00:01
Tugir tilkynninga um aukaverkanir Tilkynningar frá læknum um aukaverkanir lyfja hafa streymt inn til Lyfjastofnunar það sem af er árinu. Þær eru nú orðnar 50-60 talsins, sem er meira en helmings aukning miðað við mörg undangengin ár, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis. </font /></b /> 31.8.2005 00:01
Kosningabarátta á Bláhorninu Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. </font /></b /> 31.8.2005 00:01
Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. 31.8.2005 00:01
37% munur á fartölvutryggingum Fartölvueigendur geta sparað sér allt að 37 prósent ef þeir leita eftir tilboðum í fartölvutryggingar. Þetta leiðir ný könnun ASÍ í ljóð. Þar kemur fram að dýrasta tryggingin fyrir 150 þúsund króna tölvu kostar 4.290 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni en sú ódýrasta 3.135 krónur hjá Íslandstryggingu. 31.8.2005 00:01
Ánægja með Menningarnótt Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera. 31.8.2005 00:01
Árásarmaður í gæsluvarðhald Maður sem réðist á fyrrum sambýliskonu sína og sló ítrekað í höfuðið með felgulykli síðasta sunnudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. september. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands í gær, en manninum er einnig gert að sæta geðrannsókn. 31.8.2005 00:01
Veittist að lögreglu með hnífi Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.8.2005 00:01
Hefði mátt sækja sýruna sína Ófullnægjandi rannsókn lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli er harðlega gagnrýnd í sýknudómi yfir Litháa sem ákærður var fyrir smygl á brennisteinssýru. Litháinn er farinn úr landi, en hefði í raun getað sótt efnið aftur til sýslumanns, því upptökukröfu var hafnað. 31.8.2005 00:01
Stefnir í verkfall "Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls," segir Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. 31.8.2005 00:01
Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. 31.8.2005 00:01
Þurftu þúsund manns í 300 störf "Við höfum tekið það saman og á síðasta ári vorum við með 1036 starsfmenn sem er nokkuð mikið miðað við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi," segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi. 31.8.2005 00:01
Tvístruðu okkur með hræðsluáróðri Laufey Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður á gæsluvellinum í Hamravík í Grafarvogi, var tregafull þegar hún læsti honum í hinsta sinn í gær en hún hefur starfað þar í 16 ár. Líklega fundu fleiri til trega því 90 ára sögu gæsluvalla Reykjavíkur lauk í gær. 31.8.2005 00:01
Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. 31.8.2005 00:01
Nánari tengsl Færeyja og Íslands Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. 31.8.2005 00:01
13% vinna á höfuðborgarsvæðinu Í Gaulverjabæjarhreppi eru áætlaðar skatttekjur á þessu ári lægri á hvern íbúa en framlag á hvern íbúa hreppsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að framlög jöfnunarsjóðsins á hvern íbúa á Selfossi og annars staðar í Árborg sé varla nema sjöundi hluti af skatttekjum bæjarfélagsins á hvern íbúa. 31.8.2005 00:01
Harðnandi kosningaslagur Jens Stoltenberg, formaður norska Verkamannaflokksins, hitti tvo helstu leiðtoga samtaka launafólks á ráðstefnu um velferð og valfrelsi í gær, en flokkurinn talar fyrir uppstokkun í opinberum rekstri. 31.8.2005 00:01
Kjartan í þriðja sætið Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 31.8.2005 00:01
Jórunn í fjórða sætið Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 31.8.2005 00:01
Markús Örn kvaddi RÚV Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni. 31.8.2005 00:01
Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. 31.8.2005 00:01
Saltpéturssýra rann út Slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum eru nú að störfum við hús B&L í Grjóthálsi. 200 lítrar af saltpéturssýru láku úr geymi þar og var slökkvilið kallað á staðinn. 31.8.2005 00:01
Allt að 157 prósenta verðmunur Mikill munur var á hæsta og lægsta verði 30 vörutegunda í verðkönnun ASÍ á tilbúnum réttum og drykkjarvörum. Bónus var með lægsta verðið á 21 af 30 vörum. 10-11 var með hæsta verðið í jafn mörgum tilfellum og 11-11 í sautján tilfellum, í sumum tilfellum var fleiri en ein verslum með hæsta verð sumra vara. 31.8.2005 00:01
Gæsluvöllum borgarinnar lokað Gæsluvöllum Reykjavíkurborgar var lokað klukkan hálf fimm í dag. Þeir verða ekki opnaðir aftur fyrr en næsta sumar og þá í umsjón ÍTR. Fréttastofan kíkti í heimsókn á gæsluvöllinn við Malarás í Árbænum í dag en hann hefur verið starfandi síðan árið 1988. 31.8.2005 00:01
Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis. 31.8.2005 00:01
Skortir reglur um barnagæslu "Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka." 31.8.2005 00:01
Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. 31.8.2005 00:01
Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. 31.8.2005 00:01
Brotalöm á rannsókn að mati dómara Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði. 31.8.2005 00:01
Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. 31.8.2005 00:01
Nær helmingur í höndum tíu útgerða HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorskígildistonnum talið, en nýtt fiskveiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósentum af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiskanes með 5,03 prósent. 31.8.2005 00:01