Innlent

Nær helmingur í höndum tíu útgerða

HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorskígildistonnum talið, en nýtt fiskveiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósentum af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiskanes með 5,03 prósent. Tíu kvótahæstu fyrirtækin ráða samtals yfir hátt í helmingi aflaheimilda þjóðarinnar eða 47,74 prósentum. Útgerðarfélag Akureyringa var til skamms tíma á meðal þriggja kvótahæstu útgerða landsins en nú er Brim, eins og félagið heitir í dag, í níunda sæti. Útgerðarfélagið Tjaldur, sem er í eigu sömu eigenda og Brim, er sjöunda kvótahæsta sjávarútvegsfyrirtækið og samanlagt nema aflaheimildir félaganna tveggja 7,19 prósentum af heildarúthlutuninni. Samanlagðar aflaheimildir Brims og Tjalds á fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka námu 6,68 prósentum af heildarúthlutuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×