Fleiri fréttir Allmörg mál komið upp í átaki Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 30.8.2005 00:01 Ragnheiður skipuð héraðsdómari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómslögmann í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands frá og með 15. september. 30.8.2005 00:01 Segja ásakanir SI ekki réttar Forsvarsmenn Didrix spa skólans segja ásakanir Samtaka iðnaðarins um að skólinn reyni að villa um fyrir nemendum sínum ekki réttar og að ekkert fé hafi verið svikið út úr nemendunum, þeir hafi tekið upplýsta ákvörðun um að innrita sig í skólann og greiða uppsett skólagjöld. 30.8.2005 00:01 Eldur í verksmiðju Kaffitárs Eldur kom upp í verksmiðju Kaffitárs í Keflavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja kviknaði eldurinn í mölunarofni í verksmiðjunni og komst hann í loftræstistokk hjá ofninum. Stutta stund tók að slökkva eldinn. Mikill reykur var á staðnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir urðu á ofninum og reykstokknum en óverulegt tjón varð á öðrum hlutum verksmiðjunnar. 30.8.2005 00:01 Ekki á olíumarkaðinn bætandi Það var ekki á þaninn olíumarkaðinn bætandi að fá annan eins fellibyl yfir Mexíkóflóa, segir innkaupastjóri Esso, sem telur að Katrín muni hafa töluverð áhrif á olíuverð til lengri tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um verðhækkanir hérlendis. 30.8.2005 00:01 Neitar að hafa vitað af sýrunni Litháinn sem tekinn var með brennisteinssýru í Leifsstöð neitar að hafa vitað af sýrunni í áfengisflöskum sem hann var með. Aðalmeðferð í máli hans fer nú fram í Héraðsdómi Reykjaness. 30.8.2005 00:01 Þakklátur fyrir traust borgarbúa Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. 30.8.2005 00:01 Slæmt ferðaveður í Öræfasveit Óveður og slæmt ferðaveður er í Öræfasveit og á milli Hafnar og Djúpavogs. Ekki er ráðlegt að ferðast þar um á húsbílum eða með aftanívagna. Annars er greiðfært um alla þjóðvegi landsins. 30.8.2005 00:01 Árni gefur kost á sér í 2. sætið Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag. 30.8.2005 00:01 Leggur til fé til djúpborunar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fram fé í hið íslenska djúpborunarverkefni næstu fjögur árin. Markmið verkefnisins er að komast að því hver sé raunverulegur orkuforði landsins þar sem leiða megi að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar. 30.8.2005 00:01 Kaupir sex íbúðir á sjö milljónir Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar bæjarins um að selja Arndísi Hjartardóttur sex íbúðir í eigu bæjarins í fjölbýlishúsi fyrir sjö milljónir króna. <em>Bæjarins besta</em> segir frá þessu á vef sínum. Húsið var byggt árið 1979 og eru íbúðirnar á bilinu 54 til 65 fermetrar að stærð. Fasteignamatið er 2 til 2,5 milljónir króna og brunabótamatið 7,3 til 8,6 milljónir króna. 30.8.2005 00:01 Sækist eftir lóðum á Fáskrúðsfirði Fjárfestingafélag hefur sótt um 23 lóðir á Fáskrúðsfirði. Svæðið er samkvæmt deiliskipulagi hugsað sem blönduð byggð eignar- og þjónustuíbúða. Forsvarsmenn sveitarfélagsins eru ánægðir með þennan áhuga, segir á vef Austurbyggðar, en fundað verður með lóðaumsækjandanum fljótlega. 30.8.2005 00:01 Íslandspósti seld skeytaþjónusta Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum. 30.8.2005 00:01 Bruni hjá Kaffitári Það kviknaði í útfrá brennsluofni í kaffibrennslu Kaffitárs í Njarðvík á níunda tímanum í gærmorgun. Slökkvilið var látið vita og mætti þegar á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk en reykræsta þurfti húsið að slökkvistarfi loknu. Einhverjar skemmdir urðu á brennsluofninum. 30.8.2005 00:01 Fleiri koma á þjónustusamningum "Lokamarkmið þessara verktaka er að ná í ódýrt, erlent vinnuafl," segir Finnbjörn Hermannson formaður Sambands iðnfélaga og segir töluvert af starfsmönnum vanta í byggingariðnað hér á landi. Hins vegar telji vinnumarkaðurinn sem Ísland er á um 400 milljónir starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu. 30.8.2005 00:01 Sölubann og stytt veiðitímabil Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember. 30.8.2005 00:01 Staðfesti varðhald vegna árásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 30.8.2005 00:01 Strákar játuðu innbrotafaraldur Fjórir drengir á aldrinum 18 til 16 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.8.2005 00:01 Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn Verjandi 37 ára gamals Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru til fíkniefnaframleiðslu segir brotalöm í rannsókn sjálfkrafa kalla á sýknudóm. Maðurinn neitar sök og segist hafa ætlað að eiga hér ástarfund. </font /></b /> 30.8.2005 00:01 Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.8.2005 00:01 SF varar við ráðstefnupöntunum Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja. 30.8.2005 00:01 R-listi fengi átta borgarfulltrúa Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefði R-listinn meiri stuðning Reykvíkinga nú, en samanlagður stuðningur við samstarfsflokka um hann. Tæplega helmingur segist hefðu stutt R-listann hefði samstaða náðst um að bjóða aftur fram undir hans nafni. 30.8.2005 00:01 Auglýst eftir flaggara Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir nú á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að flagga í fánastöngum á Bíldudal og Patreksfirði á þeim dögum og tímum sem við hæfa til flöggunar. 30.8.2005 00:01 Barnavændi á Íslandi Upplýsingar um skipulagt barnavændi á Íslandi koma fram í viðtalsbók eftir Gerði Kristnýju sem væntanleg er í haust. Bókin byggist á viðtali við hafnfirska konu á fertugsaldri sem lýsir reynslu sinni af því hvernig hún var þvinguð í vændi sem barn. 30.8.2005 00:01 Hafi keypt flöskur í Póllandi Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. 30.8.2005 00:01 Utanríkisráðherra í Færeyjum Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra til Færeyja hófst í gærkvöldi. 30.8.2005 00:01 Árni Þór vill annað sæti V-lista Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor. 30.8.2005 00:01 Blásið til sóknar gegn garnaveiki Dýralæknar hyggjast herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Markmið þeirra er að hægt verði að leggja bólusetningar af. Það hefði í för með sér minni kostnað, betri afurðir og betri meðferð á skepnunum. </font /></b /> 30.8.2005 00:01 Rannsókn á Vioxx að hefjast Landlæknisembættið er að hrinda úr vör rannsókn á afleiðingum aukaverkana gigtarlyfsins Vioxx hér á landi. Hæstaréttarlögmaður segir niðurstöður hennar geti hugsanlega leitt til málshöfðunar af hendi þeirra sem notuðu Vioxx og fengu hjartaáfall. </font /></b /> 30.8.2005 00:01 Samkeppni einkum á matvælamarkaði Samkeppnin er aðallega á matvælamarkaði og þó svo að krónan lækki er alls ekki víst að innfluttar vörur hækki. 30.8.2005 00:01 Hálfunnið amfetamín frá Póllandi Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. 30.8.2005 00:01 Hvatt til hófstilltrar rjúpnaveiði Rjúpnaveiðitímabilið verður sjö vikur og verða veiðimenn hvattir til hófstilltra veiða. Þá er algjört sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Umhverfisráðherra kynnti nýja reglugerð um rjúpnaveiðar í dag. 30.8.2005 00:01 Helmingur starfsmanna Íslendingar Íslendingar eru helmingur starfsmanna Alcoa í Reyðarfirði. Innkaup fyrirtækisins á Íslandi nema nú um tíu milljörðum króna. 30.8.2005 00:01 Hryggskekkja vaxandi vandamál Hryggskekkja barna og unglinga vegna langvarandi setu er vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn niður í 10 ára aldur sæki þjónustu sjúkraþjálfara vegna stoðkerfisvandamála. 30.8.2005 00:01 Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. 30.8.2005 00:01 R-listinn héldi meirihlutanum Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 30.8.2005 00:01 Íhuga að skjóta mávinn Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar. 30.8.2005 00:01 Þegar Davíð lagði Albert Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri. 30.8.2005 00:01 Veiðimenn hvattir til hófsemi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leyfa rjúpnaveiðar á ný. 30.8.2005 00:01 Sóknarnefndin hafði sigur Sóknarnefnd Garðasóknar hafði sigur í kosningu á fjölsóttum átakafundi safnaðarins. Kosið var um þrjú sæti af sjö í sóknarnefnd, sem ráða úrslitum um hvar völdin liggja og féllu þau sóknarnefndinni í hlut. 30.8.2005 00:01 Hafi ekki skemmt þak Stjórnarráðs Mennirnir tveir sem klifruðu upp á Stjórnarráðsbygginguna síðastliðinn föstudag til að mótamæla álversframkvæmdunum í Reyðarfirði segja að það hafi aldrei verið ásetningur þeirra að vanvirða minningu Guðmundar Benediktssonar sem flaggað hafði verið fyrir í hálfa stöng fyrr um daginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem mennirnir hafa sent frá sér. Þeir vísa því á bug að hafa valdið skemmdum á byggingunni og benda á að þak hússins sé í hörmulegu ástandi. 29.8.2005 00:01 Æfa viðbrögð við sprengjuárásum Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa að æfingunni en markmið hennar er að líkja eftir raunverulegum hryðjuverkum og æfa viðbrögð við þeim. Æfð verða viðbrögð við sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Þátttakendur eru um 100 talsins, en helmingur þeirra kemur frá sex erlendum sprengjueyðingarsveitum. 29.8.2005 00:01 Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt. 29.8.2005 00:01 Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. 29.8.2005 00:01 Enn í öndunarvél eftir bruna Konan sem bjargað var út úr brennandi íbúð við Stigahlíð í fyrradag er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hún brenndist illa og varð fyrir reykeitrun og sagði vakthafandi læknir ekkert hægt að segja um batahorfur að svo stöddu. 29.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Allmörg mál komið upp í átaki Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 30.8.2005 00:01
Ragnheiður skipuð héraðsdómari Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómslögmann í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands frá og með 15. september. 30.8.2005 00:01
Segja ásakanir SI ekki réttar Forsvarsmenn Didrix spa skólans segja ásakanir Samtaka iðnaðarins um að skólinn reyni að villa um fyrir nemendum sínum ekki réttar og að ekkert fé hafi verið svikið út úr nemendunum, þeir hafi tekið upplýsta ákvörðun um að innrita sig í skólann og greiða uppsett skólagjöld. 30.8.2005 00:01
Eldur í verksmiðju Kaffitárs Eldur kom upp í verksmiðju Kaffitárs í Keflavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja kviknaði eldurinn í mölunarofni í verksmiðjunni og komst hann í loftræstistokk hjá ofninum. Stutta stund tók að slökkva eldinn. Mikill reykur var á staðnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir urðu á ofninum og reykstokknum en óverulegt tjón varð á öðrum hlutum verksmiðjunnar. 30.8.2005 00:01
Ekki á olíumarkaðinn bætandi Það var ekki á þaninn olíumarkaðinn bætandi að fá annan eins fellibyl yfir Mexíkóflóa, segir innkaupastjóri Esso, sem telur að Katrín muni hafa töluverð áhrif á olíuverð til lengri tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um verðhækkanir hérlendis. 30.8.2005 00:01
Neitar að hafa vitað af sýrunni Litháinn sem tekinn var með brennisteinssýru í Leifsstöð neitar að hafa vitað af sýrunni í áfengisflöskum sem hann var með. Aðalmeðferð í máli hans fer nú fram í Héraðsdómi Reykjaness. 30.8.2005 00:01
Þakklátur fyrir traust borgarbúa Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. 30.8.2005 00:01
Slæmt ferðaveður í Öræfasveit Óveður og slæmt ferðaveður er í Öræfasveit og á milli Hafnar og Djúpavogs. Ekki er ráðlegt að ferðast þar um á húsbílum eða með aftanívagna. Annars er greiðfært um alla þjóðvegi landsins. 30.8.2005 00:01
Árni gefur kost á sér í 2. sætið Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag. 30.8.2005 00:01
Leggur til fé til djúpborunar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fram fé í hið íslenska djúpborunarverkefni næstu fjögur árin. Markmið verkefnisins er að komast að því hver sé raunverulegur orkuforði landsins þar sem leiða megi að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar. 30.8.2005 00:01
Kaupir sex íbúðir á sjö milljónir Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar bæjarins um að selja Arndísi Hjartardóttur sex íbúðir í eigu bæjarins í fjölbýlishúsi fyrir sjö milljónir króna. <em>Bæjarins besta</em> segir frá þessu á vef sínum. Húsið var byggt árið 1979 og eru íbúðirnar á bilinu 54 til 65 fermetrar að stærð. Fasteignamatið er 2 til 2,5 milljónir króna og brunabótamatið 7,3 til 8,6 milljónir króna. 30.8.2005 00:01
Sækist eftir lóðum á Fáskrúðsfirði Fjárfestingafélag hefur sótt um 23 lóðir á Fáskrúðsfirði. Svæðið er samkvæmt deiliskipulagi hugsað sem blönduð byggð eignar- og þjónustuíbúða. Forsvarsmenn sveitarfélagsins eru ánægðir með þennan áhuga, segir á vef Austurbyggðar, en fundað verður með lóðaumsækjandanum fljótlega. 30.8.2005 00:01
Íslandspósti seld skeytaþjónusta Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum. 30.8.2005 00:01
Bruni hjá Kaffitári Það kviknaði í útfrá brennsluofni í kaffibrennslu Kaffitárs í Njarðvík á níunda tímanum í gærmorgun. Slökkvilið var látið vita og mætti þegar á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk en reykræsta þurfti húsið að slökkvistarfi loknu. Einhverjar skemmdir urðu á brennsluofninum. 30.8.2005 00:01
Fleiri koma á þjónustusamningum "Lokamarkmið þessara verktaka er að ná í ódýrt, erlent vinnuafl," segir Finnbjörn Hermannson formaður Sambands iðnfélaga og segir töluvert af starfsmönnum vanta í byggingariðnað hér á landi. Hins vegar telji vinnumarkaðurinn sem Ísland er á um 400 milljónir starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu. 30.8.2005 00:01
Sölubann og stytt veiðitímabil Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember. 30.8.2005 00:01
Staðfesti varðhald vegna árásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 30.8.2005 00:01
Strákar játuðu innbrotafaraldur Fjórir drengir á aldrinum 18 til 16 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.8.2005 00:01
Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn Verjandi 37 ára gamals Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru til fíkniefnaframleiðslu segir brotalöm í rannsókn sjálfkrafa kalla á sýknudóm. Maðurinn neitar sök og segist hafa ætlað að eiga hér ástarfund. </font /></b /> 30.8.2005 00:01
Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.8.2005 00:01
SF varar við ráðstefnupöntunum Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja. 30.8.2005 00:01
R-listi fengi átta borgarfulltrúa Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefði R-listinn meiri stuðning Reykvíkinga nú, en samanlagður stuðningur við samstarfsflokka um hann. Tæplega helmingur segist hefðu stutt R-listann hefði samstaða náðst um að bjóða aftur fram undir hans nafni. 30.8.2005 00:01
Auglýst eftir flaggara Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir nú á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að flagga í fánastöngum á Bíldudal og Patreksfirði á þeim dögum og tímum sem við hæfa til flöggunar. 30.8.2005 00:01
Barnavændi á Íslandi Upplýsingar um skipulagt barnavændi á Íslandi koma fram í viðtalsbók eftir Gerði Kristnýju sem væntanleg er í haust. Bókin byggist á viðtali við hafnfirska konu á fertugsaldri sem lýsir reynslu sinni af því hvernig hún var þvinguð í vændi sem barn. 30.8.2005 00:01
Hafi keypt flöskur í Póllandi Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. 30.8.2005 00:01
Utanríkisráðherra í Færeyjum Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra til Færeyja hófst í gærkvöldi. 30.8.2005 00:01
Árni Þór vill annað sæti V-lista Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor. 30.8.2005 00:01
Blásið til sóknar gegn garnaveiki Dýralæknar hyggjast herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Markmið þeirra er að hægt verði að leggja bólusetningar af. Það hefði í för með sér minni kostnað, betri afurðir og betri meðferð á skepnunum. </font /></b /> 30.8.2005 00:01
Rannsókn á Vioxx að hefjast Landlæknisembættið er að hrinda úr vör rannsókn á afleiðingum aukaverkana gigtarlyfsins Vioxx hér á landi. Hæstaréttarlögmaður segir niðurstöður hennar geti hugsanlega leitt til málshöfðunar af hendi þeirra sem notuðu Vioxx og fengu hjartaáfall. </font /></b /> 30.8.2005 00:01
Samkeppni einkum á matvælamarkaði Samkeppnin er aðallega á matvælamarkaði og þó svo að krónan lækki er alls ekki víst að innfluttar vörur hækki. 30.8.2005 00:01
Hálfunnið amfetamín frá Póllandi Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. 30.8.2005 00:01
Hvatt til hófstilltrar rjúpnaveiði Rjúpnaveiðitímabilið verður sjö vikur og verða veiðimenn hvattir til hófstilltra veiða. Þá er algjört sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Umhverfisráðherra kynnti nýja reglugerð um rjúpnaveiðar í dag. 30.8.2005 00:01
Helmingur starfsmanna Íslendingar Íslendingar eru helmingur starfsmanna Alcoa í Reyðarfirði. Innkaup fyrirtækisins á Íslandi nema nú um tíu milljörðum króna. 30.8.2005 00:01
Hryggskekkja vaxandi vandamál Hryggskekkja barna og unglinga vegna langvarandi setu er vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn niður í 10 ára aldur sæki þjónustu sjúkraþjálfara vegna stoðkerfisvandamála. 30.8.2005 00:01
Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. 30.8.2005 00:01
R-listinn héldi meirihlutanum Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 30.8.2005 00:01
Íhuga að skjóta mávinn Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar. 30.8.2005 00:01
Þegar Davíð lagði Albert Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri. 30.8.2005 00:01
Veiðimenn hvattir til hófsemi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leyfa rjúpnaveiðar á ný. 30.8.2005 00:01
Sóknarnefndin hafði sigur Sóknarnefnd Garðasóknar hafði sigur í kosningu á fjölsóttum átakafundi safnaðarins. Kosið var um þrjú sæti af sjö í sóknarnefnd, sem ráða úrslitum um hvar völdin liggja og féllu þau sóknarnefndinni í hlut. 30.8.2005 00:01
Hafi ekki skemmt þak Stjórnarráðs Mennirnir tveir sem klifruðu upp á Stjórnarráðsbygginguna síðastliðinn föstudag til að mótamæla álversframkvæmdunum í Reyðarfirði segja að það hafi aldrei verið ásetningur þeirra að vanvirða minningu Guðmundar Benediktssonar sem flaggað hafði verið fyrir í hálfa stöng fyrr um daginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem mennirnir hafa sent frá sér. Þeir vísa því á bug að hafa valdið skemmdum á byggingunni og benda á að þak hússins sé í hörmulegu ástandi. 29.8.2005 00:01
Æfa viðbrögð við sprengjuárásum Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa að æfingunni en markmið hennar er að líkja eftir raunverulegum hryðjuverkum og æfa viðbrögð við þeim. Æfð verða viðbrögð við sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Þátttakendur eru um 100 talsins, en helmingur þeirra kemur frá sex erlendum sprengjueyðingarsveitum. 29.8.2005 00:01
Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt. 29.8.2005 00:01
Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. 29.8.2005 00:01
Enn í öndunarvél eftir bruna Konan sem bjargað var út úr brennandi íbúð við Stigahlíð í fyrradag er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hún brenndist illa og varð fyrir reykeitrun og sagði vakthafandi læknir ekkert hægt að segja um batahorfur að svo stöddu. 29.8.2005 00:01