Fleiri fréttir

Óákveðinn varðandi einhleypar

Félagsmálaráðherra segist ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því hvort einhleypar konur eigi að fá að fara í tæknifrjóvgun hérlendis, en það sé eðlilegt að ræða það mál, þar sem einhleypir geti nú ættleitt börn. Hann leggur höfuðáherslu á rétt lesbískra para til að gangast undir slíka meðferð.

Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn

Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum.

Ekki góð vörn að benda á aðra

Það þykir ekki góð vörn í dómsmáli, að aðrir kunni að hafa sloppið með svipuð brot eða verri. Það gefur heldur ekki rétta mynd af íslensku viðskiptalífi að segja að hægt sé að gera alla stjórnendur fyrirtækja að glæpamönnum ef nógu grannt er skoðað. Þetta segir sérfræðingur í félagarétti.

Löng bið eftir iðnaðarmönnum

Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram.

Vinstri grænir fram í eigin nafni

Vinstri grænir slitu R-listasamstarfinu fyrir nokkrum mínútum þegar þeir samþykktu tillögu stjórnar um að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 68 félagsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 vildu halda R-listasamstarfinu áfram en tveir seðlar voru auðir eða ógildir.

R-lista slitið á átakafundi

Vinstri grænir samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar flokksins voru hvor á sinni skoðun, Árni Þór Sigurðsson vildi framboð í nafni Vinstri grænna en Björk Vilhelmsdóttir vildi halda R-listasamstarfinu áfram.

Frívaktarlögga sneri þjóf niður

Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur.

Fiskvinnsla getur vel gengið

Shiran Þórisson sem vinnur að rekstrargreiningu á Bílddælingi og Versölum segir að fiskvinnsla eigi að geta gengið á Bíldudal. Sigurjón Þórðarson er mjög ósáttur við mánaðarlangan drátt á greiningunni.

Náðu ekki saman um stjórnarskrá

Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst.

Tryggvi lét Baug borga skatta sína

Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti.

Eldra fólk sækir um í hrönnum

"Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b />

Miðborgin í nótt

Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Kona var flutt á slysadeild eftir að maður hafði slegið hana í Austurstræti. Áverkarnir voru ekki taldir alvarlegir.

Suðurnes um helgina

Ungur maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með áverka í andliti eftir líkamsárás í Garði en þar var haldin Sólseturshátíð um helgina. Nokkur mannfjöldi var samankominn í bænum vegna hátíðarinnar og þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmennum vegna ungs aldurs og áfengisneyslu.

Ölvun á dönskum dögum

Nokkur ölvun og slagsmál voru á bryggjuballi á dönskum dögum í Stykkishólmi í nótt. Einn var fluttur á lögreglustöðina eftir að hafa ráðist á lögreglubílinn við bryggjuna. Þá voru brotnar þrjár tennur í manni í fyrrinótt. Hann kom sér sjálfur til læknis en hann hlaut einnig skurð á augabrún.

Bílvelta í Fljótsdal

Þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðuklaustur í Fljótsdal um klukkan sex í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á flugvöllinn á Egilsstöðum þaðan sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn sem var einn í bílnum er grunaður um ölvun.

Salmonella í matvöru

Salmonella hefur greinst í ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Tælandi að því er fram kemur á síðu umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Salmonella greindist í sjö prósentum sýna og eru þær niðurstöður betri en búist hafið verið við en eru ekki ásættanlegar. Niðurstöðurnar eru sambærilegar við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð.

R-listaflokkar leita allra leiða

R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu.

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku.

Eru Íslendingar enn danskir?

Danskur lektor við háskólann í Árósum, segir að Íslendingar séu í raun Danir og vísar í dönsku stjórnarskrána máli sínu til stuðnings.

Níræð skákkona sigurviss

Níræð kona sem tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson í dag, æfði sig á skáktölvu áður en hún lagði til atlögu við stórmeistarann.

Vinstri grænir ósammála

Það hriktir í stoðum R-listans. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur hann einu leiðina til að hindra valdatöku Sjálfstæðisflokksins í borginni, og segist aldrei munu standa að samþykkt sem leiði það af sér.

Lögregla tekur á mótmælendum

Einn erlendur mótmælandi var í haldi lögreglu í rúmlega hálfan sólarhring eftir að hafa verið tekinn höndum fyrir utan Mál og menningu í gærkvöld. Tveir mótmælendur, karlmaður og kona, voru handtekinn í gærkvöld þar sem þau voru á gangi á Laugaveginum.

Ráðist á konu

Mikill mannfjöldi lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöld og hafði lögregla í nógu að snúast um nóttina. Ölvun var áberandi, einkum síðla nætur, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni.

Fjórir færðir í fangageymslur

Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta.

Á gjörgæslu eftir umferðarslys

Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun.

Koma ekki á óvart

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir fréttir af endalokum R-listans síst orðum auknar og ekki koma á óvart. Björn gagnrýnir R-listann harðlega í pistli á heimasíðu sinni.

Gæti fleiri tilefni til skoðunar

"Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa.

Allt að tíu þúsund á Dönskum dögum

Talið er að átta til tíu þúsund manns hafi verið á Dönskum dögum sem fram fóru í Stykkishólmi um helgina. Gekk hátíðin vel fyrir sig að sögn Berglindar Þorbergsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Salmonella í innfluttu grænmeti

Salmonella fannst í sjö prósentum ferskra kryddjurta og annarra ferskra matvara frá Taílandi, í nýrri könnun umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar matvörur frá Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á krossmengun.

Beðið eftir enska boltanum

Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu.

Vilja nýjan R-lista án VG

Tillögur eru innan raða Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um að flokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu borgarstjórnarkosningum og haldi þannig merkjum R-listans á lofti.

Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju

Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002.

Hafnar samsæriskenningum

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómir hafnar því sem hann kallar samsæriskenningum feðganna Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Steinar sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla feðganna í Fréttablaðinu á laugardaginn. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni.

Kannabis í bíl í Keflavík

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum.

Varðskipin í kvikmynd Eastwoods

Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð.

Atvinnulausum fer fækkandi

Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu.

Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld

Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki.

Bilun í ljósleiðara

Í morgun rofnaði samband um ljósleiðara til Akureyrar. Af þessum sökum eru ADSL tengingar Og Vodafone á Akureyri óvirkar og jafnframt truflanir á GSM sambandi á Akureyri. Á Sauðárkróki og Húsavík er farsímasamband að mestu úti. Bilunin hefur einnig áhrif á ADSL samband nokkurra fyrirtækja við Höfðabakka, samkvæmt upplýsingum frá OgVodafone. Tæknimenn vinna að viðgerð á biluninni.

ADSL og farsímar komið í lag

ADSL Og Vodafone á Akureyri og farsímasamband þar á Húsavík og Sauðárkróki er komið í samt lag. Gert hefur verið við bilun sem varð vegna þess að verktaki tók ljósleiðara í sundur við Höfðabakka í Reykjavík.

Einn svakalegasti dagur lífs míns

Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar.

Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin

Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar.

Birting ákæru í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum.

Mótmæli við Austurvöll

Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum.

Syntu yfir Faxaflóann

Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími.

Ákærurnar flóknar og efnismiklar

Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt.

Sjá næstu 50 fréttir