Innlent

Níræð skákkona sigurviss

Níræð kona sem tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson í dag, æfði sig á skáktölvu áður en hún lagði til atlögu við stórmeistarann. Friðrik Ólafsson varð sjötugur á árinu og áttaíu ár eru liðin frá því Skáksamband Íslands var stofnað. Af því tilefni var í dag haldið afmælisfjöltefli í Háskólanum í Reykjavík, þar sem Friðrik tókst á við hóp annarra afmælisbarna. Eina skilyrðið var að keppendur fylltu tug á árinu. Þarna var til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, sem varð fimmtugur um daginn. Undantekning var þó gerð á tugakröfunni fyrir þriggja ára hnátu sem er nýbúin að læra mannganginn og vildi ólm hjóla í Friðrik. Elsti keppandinn var hinsvegar Anna Þorsteinsdóttir, sem var vígreif þegar hún var spurð hvort hún héldi að hún legði Friðrik. Anna sagðist ætla að leggja hann. Hún sagðist hafa byrjað að tefla fyrir fjórum eða fimm árum og hún sagðist einnig hafa spilað við tölvu og oft unnið hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×