Innlent

Salmonella í matvöru

Salmonella hefur greinst í ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Tælandi að því er fram kemur á síðu umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Salmonella greindist í sjö prósentum sýna og eru þær niðurstöður betri en búist hafið verið við en eru ekki ásættanlegar. Niðurstöðurnar eru sambærilegar við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð. Í Norgegi greindist salmonella í 25 prósentum rannsakaðra sýna af ferskum kryddjurtum, fyrr á þessu ári. Frá Finnlandi hafa borist þær fréttir að salmonnella hafi jafnvel fundist í ferskri bergmyntu eða basilikum. Tilmæli Umhverfisstofnunar til neytenda eru að forðast að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. Ráðlegt er að skola vel kryddjurtir, ávexti og grænmeti, sem hugsanlega eiga uppruna í Tælandi. Þá er best að nota vörurunar aðeins í rétti sem hitaðir eru upp fyrir 75 gráður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×