Innlent

Eru Íslendingar enn danskir?

Danskur lektor við háskólann í Árósum, segir að Íslendingar séu í raun Danir og vísar í dönsku stjórnarskrána máli sínu til stuðnings. Hans Hauge, lektor við Háskólann í Árósum, í Danmörku, skrifaði nýlega pistil í Jótlandspóstinn þar sem hann fjallaði meðal annars um kaup Íslendinga á Magasin Du Nord og Illum. Hauge veltir því fyrir sér hvað sé næst, dönsku járnbrautirnar eða kannski ríkisútvarpið. Hauge lýst bara ágætlega á þetta og segir að efnahagslegum samruna fylgi menningarlegur og stjórnmálalegur samruni. Hann telur því ekkert til fyrirstöðu að Danmörk og Ísland sameinist á nýjan leik, því sextíu ára aðskilnaður sé ekkert á milli vina. Reyndar telur Hauge að Íslendingar séu í raun og veru ennþá Danir, og vitnar í dönsku stjórnarskrána því til sönnunar. Í áttugustu og sjöundu grein í níunda kafla stjórnarskrárinnar segir: "Erlendir ríkisborgarar, sem í krafti laga um afnám dansk-íslensku sambandslaganna og annars njóta sama réttar og danskir ríkisborgarar, halda þeim stjórnarskrárbundnu réttindum sem tengjast dönskum ríkisborgararétti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×