Fleiri fréttir

Vill skipa sér í forystusveit

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári.

Hverjum steini velt við

Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson.

Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu.

Umsækjundur guldu fyrir reynslu

Landbúnaðarráðuneytið leitaði sérstaklega eftir reynslulitlum einstakling í starf sérfræðings á sviði markaðs- og framleiðslumála í árslok 2002 ef marka má skýringar sem Umboðsmaður Alþingis fékk frá ráðuneytinu. 

Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi var þriðjungi minna í júlí en á sama tíma fyrir ári. 3.135 einstaklingar að meðaltali voru án atvinnu í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í júlí í fyrra voru að meðaltali 4.712 einstaklingar án atvinnu. Heldur meira hefur dregið úr atvinnuleysi karla en kvenna.

Kjartan kom til Stokkseyrar

Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af.

Gefur lítið fyrir Baugsákærur

Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis.

Telja dvínandi líkur á samstarfi

Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma.

Reyndist hafa rekist á rekald

Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land.

Æfðu viðbrögð við eldsvoða

Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það.

Reyndu að læðast burt með fartölvu

Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin.

Litið sé fram hjá heildarmyndinni

Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir.

Hugsanlega í samstarfi og baráttu

Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli.

Margfalda burðargetu GSM

Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs.

Festist undir bíl í árekstri

Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður.

Útvegsmenn geti ekki farið í mál

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta.

Handtekinn fyrir veggjakrot

Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins.

Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera.

Sjónarhóll semur við borgina

Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík.

Samið um spænsk-íslenska orðabók

Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin.

Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar

Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka.

Salmonella í taílenskum matvælum

Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli.

Vígsla brautar frestast vegna þoku

Ekkert verður að vígslu endurbyggðrar flugbrautar og nýrrar vélageymslu á Grímseyjarflugvelli eins og boðað hafði verið í morgun. Ófært er til Grímseyjar vegna þoku og er stefnt að því að vígslan fari fram í næstu viku.

Össur snuprar útgerðarmenn

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut.

Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.

Axlarbrotnaði og marðist í slysi

Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús.

Lögregla veitti bifhjólum eftirför

Fjórum bifhjólum var veitt eftirför lögreglu frá Sæbraut og þaðan austur Suðurlandsbraut í kringum miðnætti í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu mældust ökumenn bifhjólanna á um 120 kílómetra hraða á Sæbraut við Höfðatún þar sem hámarkshraði er sextíu.

Fáheyrð ósvífni útvegsmanna

"Útgerðarmenn sýna fáheyrða ósvífni með því að krefjast þess að dómsúrskurður færi þeim beinan eignarrétt yfir fiskinum í sjónum," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar.

Bifhjól rakst á sendibíl

Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur.<font face="Helv"></font>

Atvinnuleysi minnkar áfram

Í júlí voru að meðaltali 3.135 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 2 prósenta atvinnuleysi. Það er 0,1 prósentustigi lægra hlutfall en í fyrri mánuði en atvinnuleysi dregst jafnan saman milli júní og júlí. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3 prósent og hefur atvinnuleysi því dregist saman um 1 prósentustig milli ára sem er töluverð breyting.

Handtekinn fyrir veggjakrot

Mótmælandi var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gær grunaður um veggjakrot á styttuna af Jóni Sigurðssyni, Alþingishúsið, Ráðhúsið og fleiri byggingar í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Manninum var leyft að fara að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær.

FÍB vill lægri eldsneytisskatta

Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni, www.fib.is, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess lækka skatta á eldsneyti. Á heimasíðu félagsins segir að eldsneyti til neytenda sé háskattavara hér á landi og að tæp 60 prósent af útsöluverði eldsneytis á bifreiðar renni til ríkissjóðs. Eldsneytisverð hér á landi sé því með því allra hæsta í veröldinni.

Segir Baugsmál storm í vatnsglasi

Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins <em>The Guardian</em>. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi.

Slösuðust við tökur stórmyndar

Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag.

Ekkert rafmagn þegar skólinn hefst

"Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla.

Hefur skömm á stjórnarþingmönnum

"Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal.

Íslam og Ísland lofsungið

"Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font />

R-listinn virðist í andarslitrunum

Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn.

Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið

Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna.

Einhleypar konur fái tæknifrjógvun

Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi.

Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum

Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993.

Tekið á móti útgerðum með hörku

Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn.

Samvinna um afnám niðurgreiðslna

Danir og Íslendingar ætla að vinna sameiginlega að afnámi niðurgreiðslna í sjávarútvegi, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir mikilvægt að þjóðirnar samhæfi krafta sína á alþjóðlegum vettvangi.

Fjöregg R-listans hjá VG

Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag en þar kann framtíð samstarfsins að ráðast.

Ekkert hlustað á sakborninga

Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Fréttablaðið birtir ákærurnar í Baugsmálinu ásamt viðtölum við Jón Ásgeir og Jóhannes í dag.

Sjá næstu 50 fréttir