Fleiri fréttir Stálu bíl og kveiktu í honum Þrjú ungmenni, tveir 17 ára gamlir piltar og 15 ára gömul stúlka, voru hlaupin uppi af lögreglu í Heiðmörk í gærmorgun. Þau voru grunuð um að hafa skemmt fjóra til fimm bíla í Seláshverfi í Reykjavík um nóttina, ásamt því að hafa stolið einum bíl sem þau óku upp í Heiðmörk þar sem þau kveiktu í honum. 20.6.2005 00:01 Verður að halda að sér höndum Samtök iðnaðarins telja að stjórnvöld eigi að halda mun fastar um ríkispyngjuna en gert hefur verið enda þenslan næg fyrir í landinu þó ekki komi líka til framkvæmdir og verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. 20.6.2005 00:01 Þrjá milljarðar fram úr fjárlögum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur farið rúma þrjá milljarða fram úr fjárlögum í ráðherratíð sinni, eða um 650 milljónir króna á ári að meðaltali, sem er vel yfir fjögurra prósenta viðmiðunarmarki fjármálaráðuneytisins. 20.6.2005 00:01 Flugfargjöld hækka ekki Bandaríska flugfélagið Delta hækkaði flest fargjöld í flugi yfir Atlantshafið 15. júní vegna hækkunar á þotueldsneyti síðustu mánuði. Íslensku flugfélögin búast þó ekki við að hækka fargjöld á næstunni. 20.6.2005 00:01 Skjár einn semur við Playboy Íslenska sjónvarpsfélagið, sem er að hluta í eigu ríkisfyrirtækisins Símans og rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, hefur gengið frá samningi um efniskaup frá bandaríska klámframleiðandanum Playboy. 20.6.2005 00:01 35 teknir fyrir hraðakstur Þrjátíu og fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. Þar af voru þrjátíu og þrír teknir innanbæjar. 19.6.2005 00:01 Slagsmál eftir dansleik á Súðavík Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. 19.6.2005 00:01 90 ár frá kosningaréttinum Níutíu ár eru í dag liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni er búið að boða til mikillar hátíðar á Þingvöllum og hefst dagskráin formlega klukkan eitt þegar gengið verður niður Almannagjá við undirleik lúðraþyts og kvennasöng. 19.6.2005 00:01 Grafarvogskirkja fimm ára Grafarvogskirkja á fimm ára vígsluafmæli í dag og verður af því tilefni haldin hátíðarguðsþjónusta klukkan ellefu. Þar mun fjöldi kóra syngja og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, predikar. 19.6.2005 00:01 Ók á steinstólpa við Elliðaárbrú Karlmaður um fertugt slasaðist alvarlega þegar bíll hans lenti á steinstólpa við Elliðaárbrúna í Reykjavík í morgun. Maðurinn var einn á ferð á leið í suðurátt. Bíll hans skemmdist mikið og þurfti að klippa manninn úr bílnum. 19.6.2005 00:01 Skiptir skeggrótin máli? Félagsmálaráðherra ritaði í morgun bréf til allra fyrirtækja og stofnana á landinu með fleiri en 25 starfsmenn og hvatti til launajafnréttis og til þess að skoðað verði hvort hugsanlega sé fyrir hendi óútskýranlegur kynbundinn launamunur. Ráðnuneytið sendir sömu aðilum einnig veggspjald þar sem spurt er: „Skiptir skeggrótin máli?“ 19.6.2005 00:01 Styttur klæddar í bleikt Margar styttur borgarinnar skarta nú bleikum klút eða flík af einhverri tegund. Líklegt má telja að aðilar sem vilja bættan hag kvenna í þjóðfélaginu standi fyrir uppátækinu. Dagurinn í dag er líka kvenréttindadagurinn en á þessum degi fyrir 90 árum fengu konur á Íslandi kosningarétt í fyrsta sinn. 19.6.2005 00:01 Maðurinn látinn Ökumaður bílsins sem lenti á steinstólpa við Reykjanesbraut í morgun er látinn. Bifreiðin lenti á stólpa þar sem Reykjanesbraut liggur undir brú á Miklubraut. Maðurinn var einn á ferð á leið í suðurátt. Hann var rúmlega fertugur að aldri, búsettur í Reykjavík. Tildrög slyssins eru óljós. 19.6.2005 00:01 Á þriðja tug hræja í fjörunni Á þriðja tug dýrahræja liggur nú í fjörunni við bæinn Finnbogastaði við Trékyllisvík á Ströndum. Að sögn húsfreyjunnar á bænum, Pálínu Þórólfsdóttur, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hræ rekur að landi við bæinn en hún segir fjöldann þó líklega aldrei hafa verið meiri. 19.6.2005 00:01 Snorrabraut lokað í rúmar 10 vikur Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar verður lokað á morgun vegna framkvæmda við undirgöng. Gatan verður lokuð í rúman tvo og hálfan mánuð, eða til 8. september, með tilheyrandi umferðartöfum. 19.6.2005 00:01 Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. 19.6.2005 00:01 Strákaklúbburinn ofan á "Á síðasta ári þegar valdir voru ráðherrar fyrir flokkinn varð strákaklúbburinn ofan á." Þannig kemst Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að orði í pistli á heimasíðu sinni á netinu í gær 19. júní. 19.6.2005 00:01 Síldin betri en olíulind Ágætis veiði hefur verið á síldarmiðunum austur af landinu undanfarna daga, en nær alveg hefur tekið fyrir hana síðasta sólarhringinn. 19.6.2005 00:01 Höfum hóflegar væntingar Talsmenn þeirra sem styðja hvalveiðar í atvinnuskyni segjast hafa nærri því nógu mörg atkvæði til að fá hvalveiðibanninu hnekkt. 19.6.2005 00:01 Meginmarkmiðið að eyða launamun Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. 19.6.2005 00:01 Landbúnaðarráðuneytið eyland Fræðslan er lykillinn að því að jafnrétti náist en þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar hefur engin áætlun verið gerð fyrir landbúnaðarráðuneytið. Fráfarandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands hvetur landbúnaðarráðherra til að gera eitthvað í málinu. 19.6.2005 00:01 Þingvellir líka fyrir konur Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. 19.6.2005 00:01 Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í bátaskýli við Ásbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi. 19.6.2005 00:01 Köflótt sjónvarp Við sjáum ekki heilar útsendingar frá RÚV, Sýn, Stöð 2 eða Skjá einum," segir Gunnar Gunnarsson, íbúi á Sólvallargötu í Keflavík. Hann er ekki sá eini sem lendir í þessu því íbúar á Suðurnesjum hafa margir hverjir þurft að búa við heldur köflótt sjónvarp í þrjár vikur. 19.6.2005 00:01 Vill meira fé til menntamála "Það gengur auðvitað ekki að stofnanir fari fram úr fjárlögum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um framúrkeyrsluna hjá stofnunum menntamálaráðuneytisins. "Við fórum fram úr og það er ekki til fyrirmyndar. En við erum að taka á þessum stofnunum og hjálpa þeim að leysa úr sínum vandamálum." 19.6.2005 00:01 Þrettán látnir í ár Banaslys varð þegar reykvískur karlmaður á fimmtugsaldri keyrði á steinstólpa brúar þar sem Reykjanesbraut liggur undir Miklubraut í gærmorgun. Var hann að keyra suður eftir Reykjanesbrautinni. 19.6.2005 00:01 Frekari framúrkeyrsla væntanleg Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. 19.6.2005 00:01 Gefur kost á sér í formennsku SUS Borgar Þór Einarsson lögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. 19.6.2005 00:01 Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. 19.6.2005 00:01 Leita starfsfólks erlendis Starfsmannavelta í umönnun fatlaðra er slík að framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur íhugað að reyna að auglýsa erlendis eftir fólki til starfa, setja það beint á íslenskunámskeið og vonast til þess að það ílengist í starfi. 19.6.2005 00:01 Deiliskipulag kynnt Deiliskipulag og framkvæmdir í nágrenni Hlemms verður kynnt í dag í strætóskýlinu á Hlemmi klukkan 17.30. 19.6.2005 00:01 Skortur á ánamöðkum vegna veðurblí Skortur á ánamöðkum vegna veðurblíðu hefur plagað veiðimenn að undanförnu. Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu segir veiðiveðrið hafa þó skánað mikið í dag og eflaust verði auðveldara að fá maðka fljótlega. 19.6.2005 00:01 Kynning á framkvæmdum við Hlemm Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun. Einnig verður flutt sögulegt ágrip svæðisins og nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt. 19.6.2005 00:01 Alvarlega slasaður eftir bílveltu Bíll valt við bæinn Varmalæk í Borgarfirði um miðnætti í gærkvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út. Talið er að bíllinn hafi farið að minnsta kosti eina veltu og að ökumaðurinn hafi ekki verið í belti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. 18.6.2005 00:01 Róleg nótt í borginni Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og segjast menn þar á bæ vera stoltir af því að aðeins 92 bókanir hafi verið gerðar. Nóttin gekk þó ekki alveg stórslysalaust fyrir sig en fjórar minniháttar líkamsárásir voru gerðar í miðbænum og voru fjórir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Öllu meira var að gera hjá lögreglunni á Akureyri. 18.6.2005 00:01 Vopnað rán í Lyf og heilsu Vopnað ráð var framið í lyfjaversluninni Lyf og heilsa við Háaleitisbraut í Reykjavík um sexleytið í gærkvöld. Tveir menn á tvítugsaldri ógnuðu starfsfólki með sprautunálum og komust á brott með tíu pakka af rítalíni og öðrum morfínskyldum efnum. 18.6.2005 00:01 Fengu kosningarétt fyrir 90 árum Á morgun, þann 19. júní, verða níutíu ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi. Kvennasamtök hafa af því tilefni sameinast um hátíðar og baráttudagskrá alla helgina og hefst hún í Hólavallakirkjugarði eftir um það bil hálfa klukkustund. Þar verður þeirra kvenna sem börðust fyrir þessum réttindum minnst og blóm lögð á legsteina þeirra. 18.6.2005 00:01 Björgunarsveit náði í konu Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Dalvík voru kallaðar út um fimm leytið í gær til aðstoðar vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Rauðuskörðum í Ytri Árdal. Kona í hópnum hafði dottið og ökklabrotnað. Tólf björgunarsveitarmenn héldu fótgangandi á staðinn og fluttu þeir hana í körfu að sjúkrabíl sem beið við veginn. 18.6.2005 00:01 Fordæma gæsluvarðhaldsúrskurð Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Bretanum Paul Gill vegna mótmælaaðgerða hans og tveggja Íslendinga á Nordica-hóteli 14. júní sl. þar sem hlutaðeigendur slettu skyri á gesti á álráðstefnu. 18.6.2005 00:01 Líðan mannsins stöðug Líðan mannsins sem slasaðist í bílveltu við Varmalæk í Borgarfirði í gær er stöðug. Hann mun gangast undir aðgerð síðar í dag. Ungum manni sem fluttur var á Landspítalann í gær eftir bílslys í Öxnadal sem kostaði tvo vini hans lífið er enn haldið sofandi í öndunarvél. 18.6.2005 00:01 Taka gagnrýninni ekki illa Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. 18.6.2005 00:01 Hundar bannaðir í miðbænum? Útlit er fyrir að innan tíðar verði óheimilt með öllu að fara með hunda um miðbæ Ísafjarðar. Undanþegnir verða hundar sem notaðir eru við löggæslu- og björgunarstörf og aðstoðarhundar sjúkra og blindra einstaklinga. 18.6.2005 00:01 Sammála en greinir á um aðferðir Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. 18.6.2005 00:01 Sammála um ábyrgð stórfyrirtækja Í þjóðhátíðarræðu sinni í gær lét Halldór Ásgrímsson í ljós þá skoðun að stórfyrirtæki með góða afkomu ættu að bera samfélagslega ábyrgð og taldi eðlilegt að þau tækju þátt í mikilvægum málum á sviði nýsköpunar, menningar og velferðar. "Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp," sagði Halldór. 18.6.2005 00:01 Enn í gjörgæslu Einn unglingspiltanna úr slysinu sem varð í Öxnadal á þjóðhátíðardaginn liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. 18.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stálu bíl og kveiktu í honum Þrjú ungmenni, tveir 17 ára gamlir piltar og 15 ára gömul stúlka, voru hlaupin uppi af lögreglu í Heiðmörk í gærmorgun. Þau voru grunuð um að hafa skemmt fjóra til fimm bíla í Seláshverfi í Reykjavík um nóttina, ásamt því að hafa stolið einum bíl sem þau óku upp í Heiðmörk þar sem þau kveiktu í honum. 20.6.2005 00:01
Verður að halda að sér höndum Samtök iðnaðarins telja að stjórnvöld eigi að halda mun fastar um ríkispyngjuna en gert hefur verið enda þenslan næg fyrir í landinu þó ekki komi líka til framkvæmdir og verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. 20.6.2005 00:01
Þrjá milljarðar fram úr fjárlögum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur farið rúma þrjá milljarða fram úr fjárlögum í ráðherratíð sinni, eða um 650 milljónir króna á ári að meðaltali, sem er vel yfir fjögurra prósenta viðmiðunarmarki fjármálaráðuneytisins. 20.6.2005 00:01
Flugfargjöld hækka ekki Bandaríska flugfélagið Delta hækkaði flest fargjöld í flugi yfir Atlantshafið 15. júní vegna hækkunar á þotueldsneyti síðustu mánuði. Íslensku flugfélögin búast þó ekki við að hækka fargjöld á næstunni. 20.6.2005 00:01
Skjár einn semur við Playboy Íslenska sjónvarpsfélagið, sem er að hluta í eigu ríkisfyrirtækisins Símans og rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, hefur gengið frá samningi um efniskaup frá bandaríska klámframleiðandanum Playboy. 20.6.2005 00:01
35 teknir fyrir hraðakstur Þrjátíu og fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. Þar af voru þrjátíu og þrír teknir innanbæjar. 19.6.2005 00:01
Slagsmál eftir dansleik á Súðavík Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. 19.6.2005 00:01
90 ár frá kosningaréttinum Níutíu ár eru í dag liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Af þessu tilefni er búið að boða til mikillar hátíðar á Þingvöllum og hefst dagskráin formlega klukkan eitt þegar gengið verður niður Almannagjá við undirleik lúðraþyts og kvennasöng. 19.6.2005 00:01
Grafarvogskirkja fimm ára Grafarvogskirkja á fimm ára vígsluafmæli í dag og verður af því tilefni haldin hátíðarguðsþjónusta klukkan ellefu. Þar mun fjöldi kóra syngja og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, predikar. 19.6.2005 00:01
Ók á steinstólpa við Elliðaárbrú Karlmaður um fertugt slasaðist alvarlega þegar bíll hans lenti á steinstólpa við Elliðaárbrúna í Reykjavík í morgun. Maðurinn var einn á ferð á leið í suðurátt. Bíll hans skemmdist mikið og þurfti að klippa manninn úr bílnum. 19.6.2005 00:01
Skiptir skeggrótin máli? Félagsmálaráðherra ritaði í morgun bréf til allra fyrirtækja og stofnana á landinu með fleiri en 25 starfsmenn og hvatti til launajafnréttis og til þess að skoðað verði hvort hugsanlega sé fyrir hendi óútskýranlegur kynbundinn launamunur. Ráðnuneytið sendir sömu aðilum einnig veggspjald þar sem spurt er: „Skiptir skeggrótin máli?“ 19.6.2005 00:01
Styttur klæddar í bleikt Margar styttur borgarinnar skarta nú bleikum klút eða flík af einhverri tegund. Líklegt má telja að aðilar sem vilja bættan hag kvenna í þjóðfélaginu standi fyrir uppátækinu. Dagurinn í dag er líka kvenréttindadagurinn en á þessum degi fyrir 90 árum fengu konur á Íslandi kosningarétt í fyrsta sinn. 19.6.2005 00:01
Maðurinn látinn Ökumaður bílsins sem lenti á steinstólpa við Reykjanesbraut í morgun er látinn. Bifreiðin lenti á stólpa þar sem Reykjanesbraut liggur undir brú á Miklubraut. Maðurinn var einn á ferð á leið í suðurátt. Hann var rúmlega fertugur að aldri, búsettur í Reykjavík. Tildrög slyssins eru óljós. 19.6.2005 00:01
Á þriðja tug hræja í fjörunni Á þriðja tug dýrahræja liggur nú í fjörunni við bæinn Finnbogastaði við Trékyllisvík á Ströndum. Að sögn húsfreyjunnar á bænum, Pálínu Þórólfsdóttur, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hræ rekur að landi við bæinn en hún segir fjöldann þó líklega aldrei hafa verið meiri. 19.6.2005 00:01
Snorrabraut lokað í rúmar 10 vikur Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar verður lokað á morgun vegna framkvæmda við undirgöng. Gatan verður lokuð í rúman tvo og hálfan mánuð, eða til 8. september, með tilheyrandi umferðartöfum. 19.6.2005 00:01
Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. 19.6.2005 00:01
Strákaklúbburinn ofan á "Á síðasta ári þegar valdir voru ráðherrar fyrir flokkinn varð strákaklúbburinn ofan á." Þannig kemst Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að orði í pistli á heimasíðu sinni á netinu í gær 19. júní. 19.6.2005 00:01
Síldin betri en olíulind Ágætis veiði hefur verið á síldarmiðunum austur af landinu undanfarna daga, en nær alveg hefur tekið fyrir hana síðasta sólarhringinn. 19.6.2005 00:01
Höfum hóflegar væntingar Talsmenn þeirra sem styðja hvalveiðar í atvinnuskyni segjast hafa nærri því nógu mörg atkvæði til að fá hvalveiðibanninu hnekkt. 19.6.2005 00:01
Meginmarkmiðið að eyða launamun Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. 19.6.2005 00:01
Landbúnaðarráðuneytið eyland Fræðslan er lykillinn að því að jafnrétti náist en þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar hefur engin áætlun verið gerð fyrir landbúnaðarráðuneytið. Fráfarandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands hvetur landbúnaðarráðherra til að gera eitthvað í málinu. 19.6.2005 00:01
Þingvellir líka fyrir konur Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. 19.6.2005 00:01
Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í bátaskýli við Ásbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi. 19.6.2005 00:01
Köflótt sjónvarp Við sjáum ekki heilar útsendingar frá RÚV, Sýn, Stöð 2 eða Skjá einum," segir Gunnar Gunnarsson, íbúi á Sólvallargötu í Keflavík. Hann er ekki sá eini sem lendir í þessu því íbúar á Suðurnesjum hafa margir hverjir þurft að búa við heldur köflótt sjónvarp í þrjár vikur. 19.6.2005 00:01
Vill meira fé til menntamála "Það gengur auðvitað ekki að stofnanir fari fram úr fjárlögum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um framúrkeyrsluna hjá stofnunum menntamálaráðuneytisins. "Við fórum fram úr og það er ekki til fyrirmyndar. En við erum að taka á þessum stofnunum og hjálpa þeim að leysa úr sínum vandamálum." 19.6.2005 00:01
Þrettán látnir í ár Banaslys varð þegar reykvískur karlmaður á fimmtugsaldri keyrði á steinstólpa brúar þar sem Reykjanesbraut liggur undir Miklubraut í gærmorgun. Var hann að keyra suður eftir Reykjanesbrautinni. 19.6.2005 00:01
Frekari framúrkeyrsla væntanleg Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. 19.6.2005 00:01
Gefur kost á sér í formennsku SUS Borgar Þór Einarsson lögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. 19.6.2005 00:01
Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. 19.6.2005 00:01
Leita starfsfólks erlendis Starfsmannavelta í umönnun fatlaðra er slík að framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur íhugað að reyna að auglýsa erlendis eftir fólki til starfa, setja það beint á íslenskunámskeið og vonast til þess að það ílengist í starfi. 19.6.2005 00:01
Deiliskipulag kynnt Deiliskipulag og framkvæmdir í nágrenni Hlemms verður kynnt í dag í strætóskýlinu á Hlemmi klukkan 17.30. 19.6.2005 00:01
Skortur á ánamöðkum vegna veðurblí Skortur á ánamöðkum vegna veðurblíðu hefur plagað veiðimenn að undanförnu. Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu segir veiðiveðrið hafa þó skánað mikið í dag og eflaust verði auðveldara að fá maðka fljótlega. 19.6.2005 00:01
Kynning á framkvæmdum við Hlemm Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun. Einnig verður flutt sögulegt ágrip svæðisins og nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt. 19.6.2005 00:01
Alvarlega slasaður eftir bílveltu Bíll valt við bæinn Varmalæk í Borgarfirði um miðnætti í gærkvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út. Talið er að bíllinn hafi farið að minnsta kosti eina veltu og að ökumaðurinn hafi ekki verið í belti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. 18.6.2005 00:01
Róleg nótt í borginni Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og segjast menn þar á bæ vera stoltir af því að aðeins 92 bókanir hafi verið gerðar. Nóttin gekk þó ekki alveg stórslysalaust fyrir sig en fjórar minniháttar líkamsárásir voru gerðar í miðbænum og voru fjórir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Öllu meira var að gera hjá lögreglunni á Akureyri. 18.6.2005 00:01
Vopnað rán í Lyf og heilsu Vopnað ráð var framið í lyfjaversluninni Lyf og heilsa við Háaleitisbraut í Reykjavík um sexleytið í gærkvöld. Tveir menn á tvítugsaldri ógnuðu starfsfólki með sprautunálum og komust á brott með tíu pakka af rítalíni og öðrum morfínskyldum efnum. 18.6.2005 00:01
Fengu kosningarétt fyrir 90 árum Á morgun, þann 19. júní, verða níutíu ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi. Kvennasamtök hafa af því tilefni sameinast um hátíðar og baráttudagskrá alla helgina og hefst hún í Hólavallakirkjugarði eftir um það bil hálfa klukkustund. Þar verður þeirra kvenna sem börðust fyrir þessum réttindum minnst og blóm lögð á legsteina þeirra. 18.6.2005 00:01
Björgunarsveit náði í konu Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Dalvík voru kallaðar út um fimm leytið í gær til aðstoðar vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Rauðuskörðum í Ytri Árdal. Kona í hópnum hafði dottið og ökklabrotnað. Tólf björgunarsveitarmenn héldu fótgangandi á staðinn og fluttu þeir hana í körfu að sjúkrabíl sem beið við veginn. 18.6.2005 00:01
Fordæma gæsluvarðhaldsúrskurð Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Bretanum Paul Gill vegna mótmælaaðgerða hans og tveggja Íslendinga á Nordica-hóteli 14. júní sl. þar sem hlutaðeigendur slettu skyri á gesti á álráðstefnu. 18.6.2005 00:01
Líðan mannsins stöðug Líðan mannsins sem slasaðist í bílveltu við Varmalæk í Borgarfirði í gær er stöðug. Hann mun gangast undir aðgerð síðar í dag. Ungum manni sem fluttur var á Landspítalann í gær eftir bílslys í Öxnadal sem kostaði tvo vini hans lífið er enn haldið sofandi í öndunarvél. 18.6.2005 00:01
Taka gagnrýninni ekki illa Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. 18.6.2005 00:01
Hundar bannaðir í miðbænum? Útlit er fyrir að innan tíðar verði óheimilt með öllu að fara með hunda um miðbæ Ísafjarðar. Undanþegnir verða hundar sem notaðir eru við löggæslu- og björgunarstörf og aðstoðarhundar sjúkra og blindra einstaklinga. 18.6.2005 00:01
Sammála en greinir á um aðferðir Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. 18.6.2005 00:01
Sammála um ábyrgð stórfyrirtækja Í þjóðhátíðarræðu sinni í gær lét Halldór Ásgrímsson í ljós þá skoðun að stórfyrirtæki með góða afkomu ættu að bera samfélagslega ábyrgð og taldi eðlilegt að þau tækju þátt í mikilvægum málum á sviði nýsköpunar, menningar og velferðar. "Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp," sagði Halldór. 18.6.2005 00:01
Enn í gjörgæslu Einn unglingspiltanna úr slysinu sem varð í Öxnadal á þjóðhátíðardaginn liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. 18.6.2005 00:01