Innlent

Enn í gjörgæslu

Einn unglingspiltanna úr slysinu sem varð í Öxnadal á þjóðhátíðardaginn liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahúss. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Tveir létust í umferðarslysinu, en sá fjórði var útskrifaður af slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær. Hann er viðbeinsbrotinn og með minniháttar áverka á ýmsum stöðum. Drengirnir sem létust í slysinu hétu Sigurður Ragnar Arnbjörnsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18 í Reykjanesbæ, og Þórarinn Samúel Guðmundsson, 15 ára, til heimilis að Lindartúni 23 í Garði. Rangt var farið með föðurnafn Sigurðar í blaðinu í gærmorgun og eru ættingjar hans og vinir beðnir innilegrar velvirðingar á mistökunum. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Ekkert nýtt er að frétta af rannsókninni en engin vitni voru að slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×