Innlent

Landbúnaðarráðuneytið eyland

Fræðslan er lykillinn að því að jafnrétti náist en þrátt fyrir vilja ríkisstjórnarinnar hefur engin áætlun verið gerð fyrir landbúnaðarráðuneytið. Breytinga má þó vænta. Hálfgerðir hliðarverðir, sem passa upp á hagsmuni þeirra sem engu vilja breyta, sitja oft í jafnréttisnefndum. Þetta segir Berglind Rós Magnúsdóttir, fráfarandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, og byggir á reynslu sinni. Berglind segir að jafnréttislögunum hér á landi þurfi að fylgja eftir með markvissu átaki og fræðslu. Dugi það ekki til að mæta jafnréttisáætlunum ættu Íslendingar að feta í fótspor Svía sem hafa tekið upp á því að sekta fyrirtæki sem ekki fylgja slíkum áætlunum. Hún segist ekki trúa því að fólk vilji meðvitað mismuna kynjunum.  Berglind segir þó sumar stofnanir og fyrirtæki standa sig vel í jafnréttismálum en að alltaf megi betur gera. Hún hvetur Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra til að gera eitthvað í málinu hvað landbúnaðarráðuneytið varðar en engin áætlun hefur verið gerð fyrir það. Hún telur Guðna munu taka sig ágætlega út með svuntuna á bak við eldavélina. Þegar Siv Friðleifsdóttir sat við völd í umhverfisráðuneytinu lét hún gera jafnréttisáætlun þar og urðu að sögn Berglindar töluverðar breytingar í kjölfarið. Landbúnaðarráðuneytið er eina ráðuneytið sem ekki hefur enn sett sér jafnréttisáætlun en mögulega má vænta breytinga þar á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×