Þingvellir líka fyrir konur 19. júní 2005 00:01 Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira