Þingvellir líka fyrir konur 19. júní 2005 00:01 Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira