Innlent

Skortur á ánamöðkum vegna veðurblí

Skortur á ánamöðkum vegna veðurblíðu hefur plagað veiðimenn að undanförnu. Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu segir veiðiveðrið hafa þó skánað mikið í dag og eflaust verði auðveldara að fá maðka fljótlega. Sjálfur telur Ólafur þó að maðkar muni fljótlega detta upp fyrir. En fyrir þá sem vilja ánamaðka áfram er ekkert að óttast. Þeir verða til áfram. Ólafur segir koma nokkur tímabil á hverju sumri sem sé skortur á maðki og þá gjarnan þegar þurrt er lengi og bjartar nætur líkt og undanfarið. Og Ólafur segir góða veðrið hafa haft áhrif á veiðina. Ólafur segir eina ráðið að byrja að veiða á flugu, það sé hvort eð er miklu áhrifaríkara. Veiðihornið hefur þó orðið sér úti um nokkur þúsund maðka en selur aðeins útvöldum viðskiptavinum. En nú er rigningin komin og segir Ólafur því auðveldara að fá maðka í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×