Frekari framúrkeyrsla væntanleg 19. júní 2005 00:01 Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varar beinlínis við því í blaðinu í dag að það stefni í enn meiri aðsókn að bæði framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Hún segir framúrkeyrsluna fyrst og fremst stafa af þenslunni í menntakerfinu, en aðsókn að námi hér á landi hefur stóraukist. "Alþingi verður að gera sér grein fyrir því að við erum í stórsókn í menntun og að við viljum fjárfesta í menntun," segir Þorgerður. "Og það kostar fjármagn." Þótt mest hafi verið gert úr Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands eru líka nokkrir framhaldsskólar sem fóru langt fram úr meðan flestir aðrir voru innan marka. Menntaskólinn í Kópavogi fór tæpar níutíu milljónir fram yfir og Verkmenntaskólinn á Akureyri áttatíu milljónir. Flensborgarskóli og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fóru hvor um sig 65 milljónir fram yfir það sem fjárlög leyfðu. Framhaldsskólarnir í heild greiddu þó niður halla fyrri ára um þrjú hundruð milljónir, sem er meira en framúrkeyrsla þeirra. Þar virðast málin því horfa til betri vegar, þótt fjölgun nemenda kunni að setja strik í reikninginn. Landbúnaðarráðuneytið, sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum af öllum ráðuneytunum, eða 11,3 prósent var í rauninni í vandræðum af sömu ástæðum. Það voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið sem voru meginorsök framúrkeyrslunnar. Guðni Ágústsson segir þá skóla nánast vera í gjörgæslu af hálfu ráðuneytisins. Vandinn er hins vegar meiri en svo að komist verði fyrir hann á þessu ári og innan ráðuneytisins búast menn við því að þessir skólar muni aftur keyra fram úr á yfirstandandi fjárlagaári. Hljóðið er þó ólíkt betra í Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en starfsbræðrum hans, en hann vonast til þess að ráðuneyti sitt verði nærri núllinu á þessu fjárlagaári, en þó aðeins ef ekkert óvænt komi upp á. Það er líka rétt að geta þess að þótt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sé að fara mest fram úr fjárlögum í krónutölum er það jafnframt dýrasta ráðuneytið. Í raun fór það aðeins 1,7 prósent fram úr fjárlögum sem er mun minni framúrkeyrsla en oft hefur verið. Landspítali-Háskólasjúkrahús er langumsvifamesta stofnunin með fjárlög sem nema um 25 milljörðum króna. Það fór tæpan milljarð fram úr fjárlögum en var þó innan fjögurra prósenta markanna sem kveðið er á um í reglugerð um framkvæmd fjárlaga, en þegar farið ef yfir þau mörk er gripið til ráðstafana gagnvart viðkomandi stofnun. Allir þeir ráðherrar sem náðst hefur í eru sammála um að það sé alvarlegt mál ef stofnun heldur sig ekki innan ramma fjárlaga. Þorgerður Katrín er eini ráðherrann sem reynir að nota framúrkeyrsluna sem rök fyrir auknum fjárlögum til síns málaflokks. Hjá öðrum ráðuneytum er staðan í rauninni mjög góð, og flest þeirra eru að reka eigin stofnanir innan ramma fjárlaga. Þrátt fyrir framúrkeyrslu hjá ráðuneytunum upp á 1,7 milljarða er það ekki lýsandi fyrir stöðu ríkissjóðs, því rekstur stofnana er aðeins hluti fjárlaganna og tekur ekki til vaxtagjalda, nýbygginga, stofnkostnaðar og viðhalds, sem og ýmissa rekstrartilfærslna eins og námslána, atvinnuleysistrygginga og beingreiðslna til bænda. Rekstrartilfærslur á árinu voru alls 3,1 milljarð innan heimilda. Þau ráðuneyti sem fóru fram úr í rekstri stofnana virðast hafa skorið niður aðra útgjaldaliði árið 2004. Þannig voru beingreiðslur til bænda og önnur framlög í landbúnaðarráðuneytinu um 243 milljónir innan áætlunar. Framkvæmdir á vegum menntamálaráðneytisins voru um einn og hálfan milljarð innan heimilda og utanríkisráðuneytið sparaði yfir hálfan milljarð þar sem ekki var greitt í Þróunarsjóð Evrópusambandsins eins og áætlað var. Mörgum öðrum framkvæmdum var slegið á frest og stofnkostnaður nær allra ráðuneyta var innan heimilda. Í rauninni virðast öll ráðuneytin hafa verið að herða ólina á fjárlagaárinu. Alls voru gjöld ríkissjóðs 9,7 milljarða innan heimilda, þótt ekki sjái enn fyrir endann á rekstrarvanda í heilbrigðis- og skólakerfunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Af þeim fjórum ráðuneytum sem fóru fram úr fjárlögum á síðasta fjárlagaári stefna að minnsta kosti þrjú þeirra aftur fram úr í keyrslu. Ekki hefur enn náðst í stjórnendur utanríkisráðuneytisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varar beinlínis við því í blaðinu í dag að það stefni í enn meiri aðsókn að bæði framhaldsskólum og háskólum hér á landi. Hún segir framúrkeyrsluna fyrst og fremst stafa af þenslunni í menntakerfinu, en aðsókn að námi hér á landi hefur stóraukist. "Alþingi verður að gera sér grein fyrir því að við erum í stórsókn í menntun og að við viljum fjárfesta í menntun," segir Þorgerður. "Og það kostar fjármagn." Þótt mest hafi verið gert úr Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands eru líka nokkrir framhaldsskólar sem fóru langt fram úr meðan flestir aðrir voru innan marka. Menntaskólinn í Kópavogi fór tæpar níutíu milljónir fram yfir og Verkmenntaskólinn á Akureyri áttatíu milljónir. Flensborgarskóli og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fóru hvor um sig 65 milljónir fram yfir það sem fjárlög leyfðu. Framhaldsskólarnir í heild greiddu þó niður halla fyrri ára um þrjú hundruð milljónir, sem er meira en framúrkeyrsla þeirra. Þar virðast málin því horfa til betri vegar, þótt fjölgun nemenda kunni að setja strik í reikninginn. Landbúnaðarráðuneytið, sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum af öllum ráðuneytunum, eða 11,3 prósent var í rauninni í vandræðum af sömu ástæðum. Það voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið sem voru meginorsök framúrkeyrslunnar. Guðni Ágústsson segir þá skóla nánast vera í gjörgæslu af hálfu ráðuneytisins. Vandinn er hins vegar meiri en svo að komist verði fyrir hann á þessu ári og innan ráðuneytisins búast menn við því að þessir skólar muni aftur keyra fram úr á yfirstandandi fjárlagaári. Hljóðið er þó ólíkt betra í Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra en starfsbræðrum hans, en hann vonast til þess að ráðuneyti sitt verði nærri núllinu á þessu fjárlagaári, en þó aðeins ef ekkert óvænt komi upp á. Það er líka rétt að geta þess að þótt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sé að fara mest fram úr fjárlögum í krónutölum er það jafnframt dýrasta ráðuneytið. Í raun fór það aðeins 1,7 prósent fram úr fjárlögum sem er mun minni framúrkeyrsla en oft hefur verið. Landspítali-Háskólasjúkrahús er langumsvifamesta stofnunin með fjárlög sem nema um 25 milljörðum króna. Það fór tæpan milljarð fram úr fjárlögum en var þó innan fjögurra prósenta markanna sem kveðið er á um í reglugerð um framkvæmd fjárlaga, en þegar farið ef yfir þau mörk er gripið til ráðstafana gagnvart viðkomandi stofnun. Allir þeir ráðherrar sem náðst hefur í eru sammála um að það sé alvarlegt mál ef stofnun heldur sig ekki innan ramma fjárlaga. Þorgerður Katrín er eini ráðherrann sem reynir að nota framúrkeyrsluna sem rök fyrir auknum fjárlögum til síns málaflokks. Hjá öðrum ráðuneytum er staðan í rauninni mjög góð, og flest þeirra eru að reka eigin stofnanir innan ramma fjárlaga. Þrátt fyrir framúrkeyrslu hjá ráðuneytunum upp á 1,7 milljarða er það ekki lýsandi fyrir stöðu ríkissjóðs, því rekstur stofnana er aðeins hluti fjárlaganna og tekur ekki til vaxtagjalda, nýbygginga, stofnkostnaðar og viðhalds, sem og ýmissa rekstrartilfærslna eins og námslána, atvinnuleysistrygginga og beingreiðslna til bænda. Rekstrartilfærslur á árinu voru alls 3,1 milljarð innan heimilda. Þau ráðuneyti sem fóru fram úr í rekstri stofnana virðast hafa skorið niður aðra útgjaldaliði árið 2004. Þannig voru beingreiðslur til bænda og önnur framlög í landbúnaðarráðuneytinu um 243 milljónir innan áætlunar. Framkvæmdir á vegum menntamálaráðneytisins voru um einn og hálfan milljarð innan heimilda og utanríkisráðuneytið sparaði yfir hálfan milljarð þar sem ekki var greitt í Þróunarsjóð Evrópusambandsins eins og áætlað var. Mörgum öðrum framkvæmdum var slegið á frest og stofnkostnaður nær allra ráðuneyta var innan heimilda. Í rauninni virðast öll ráðuneytin hafa verið að herða ólina á fjárlagaárinu. Alls voru gjöld ríkissjóðs 9,7 milljarða innan heimilda, þótt ekki sjái enn fyrir endann á rekstrarvanda í heilbrigðis- og skólakerfunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira