Innlent

Grafarvogskirkja fimm ára

Þegar Grafarvogssöfnuður var stofnaður árið 1989 bjuggu 3200 manns í sókninni. Í dag búa þar fleiri en tuttugu þúsund sem þýðir að sóknarbörnunum hefur fjölgað um rúmlega þrjá á hverjum degi þessi sextán ár. Fjórir fastráðnir prestar eru starfandi í þágu þessa fjölmenna söfnuðar. Fyrri hluti Grafarvogskirkju var tekinn í notkun árið 1993 en kirkjan var endanlega tilbúin daginn eftir Suðurlandsskjálftann á þjóðhátíðardaginn árið 2000. Fyrir þann tíma fór kirkjustarfið fram í félagsmiðstöðinni Fjörgyn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×