Leita starfsfólks erlendis 19. júní 2005 00:01 Starfsmannavelta í umönnun fatlaðra er slík að framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur íhugað að reyna að auglýsa erlendis eftir fólki til starfa, setja það beint á íslenskunámskeið og vonast til þess að það ílengist í starfi. Atvinnuleysi á landinu er með minnsta móti, en það mældist 2,2% í maímánuði. Það jafngildir því að rúmlega 3.300 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá að jafnaði. Þetta góða atvinnuástand hefur áhrif á ýmsar starfsgreinar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi auglýsir til dæmis þrettán laus störf í dag. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra svæðisskrifstofunnar, má segja að í vetur hafi vantað 17-20 stöðugildi þannig að 20-25 manns hafi skort í hverjum mánuði. Flestir sem vinna þessi störf eru ófaglærðir. Sumir atvinnurekendur hafa einfaldlega leitað út fyrir landsteinana eftir starfsfólki. Spurð hvort það sé möguleiki fyrir þessa starfsgrein segir Sigríður að þau hafi leitt hugann að því. Vandinn sé sá að starfsfólkið verði að hafa fullt vald á íslenskri tungu og það yrði því að byrja á því að kenna því tungumálið áður en það kæmi til starfa. Sigríður segir grunnlaunin vissulega vera lág en þar sem þetta sé mest vaktavinna sé hægt að fá 200 til 250.000 krónur í heildarlaun á mánuði. Starfsöryggi og öll réttindi séu mikil en allt komi fyrir ekki - stöðugar auglýsingar skili einfaldlega ekki árangri. Og þá er það spurning hversu fljótt fólk geti verið að læra íslensku. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Starfsmannavelta í umönnun fatlaðra er slík að framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur íhugað að reyna að auglýsa erlendis eftir fólki til starfa, setja það beint á íslenskunámskeið og vonast til þess að það ílengist í starfi. Atvinnuleysi á landinu er með minnsta móti, en það mældist 2,2% í maímánuði. Það jafngildir því að rúmlega 3.300 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá að jafnaði. Þetta góða atvinnuástand hefur áhrif á ýmsar starfsgreinar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi auglýsir til dæmis þrettán laus störf í dag. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra svæðisskrifstofunnar, má segja að í vetur hafi vantað 17-20 stöðugildi þannig að 20-25 manns hafi skort í hverjum mánuði. Flestir sem vinna þessi störf eru ófaglærðir. Sumir atvinnurekendur hafa einfaldlega leitað út fyrir landsteinana eftir starfsfólki. Spurð hvort það sé möguleiki fyrir þessa starfsgrein segir Sigríður að þau hafi leitt hugann að því. Vandinn sé sá að starfsfólkið verði að hafa fullt vald á íslenskri tungu og það yrði því að byrja á því að kenna því tungumálið áður en það kæmi til starfa. Sigríður segir grunnlaunin vissulega vera lág en þar sem þetta sé mest vaktavinna sé hægt að fá 200 til 250.000 krónur í heildarlaun á mánuði. Starfsöryggi og öll réttindi séu mikil en allt komi fyrir ekki - stöðugar auglýsingar skili einfaldlega ekki árangri. Og þá er það spurning hversu fljótt fólk geti verið að læra íslensku.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira