Innlent

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Bíll valt við bæinn Varmalæk í Borgarfirði um miðnætti í gærkvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út. Talið er að bíllinn hafi farið að minnsta kosti eina veltu og að ökumaðurinn hafi ekki verið í belti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Erilsamt var hjá lögreglunni í Borgarfirði í nótt en alls voru átta manns stöðvaðir fyrir of hraðan akstur þótt engin Íslandsmet hafi verið slegin, eins og lögreglan orðaði það sjálf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×