Innlent

Fengu kosningarétt fyrir 90 árum

Á morgun, þann 19. júní, verða níutíu ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi. Kvennasamtök hafa af því tilefni sameinast um hátíðar og baráttudagskrá alla helgina og hefst hún í Hólavallakirkjugarði eftir um það bil hálfa klukkustund. Þar verður þeirra kvenna sem börðust fyrir þessum réttindum minnst og blóm lögð á legsteina þeirra. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari munu flytja tónlist þennan fagra morgun og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri flytur ávarp. Hápunktur hátíðahaldanna verður hins vegar á Þingvöllum á morgun þar sem búið er að skipuleggja heilmikla dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×