Innlent

Köflótt sjónvarp

;Við sjáum ekki heilar útsendingar frá RÚV, Sýn, Stöð 2 eða Skjá einum,; segir Gunnar Gunnarsson, íbúi á Sólvallargötu í Keflavík. Hann er ekki sá eini sem lendir í þessu því íbúar á Suðurnesjum hafa margir hverjir þurft að búa við heldur köflótt sjónvarp í þrjár vikur. "Þetta fer bara versnandi," segir Gunnar en ástandið lýsir sér þannig að sjónvarpið dettur af og til út, stundum í lengri tíma. "Það eru allir að verða brjálæðir á þessu. Við reyndum að horfa á landsleikinn í handknattleik en sáum bara alltaf brot og brot. Eina stundina skoraði liðið og svo var allt í einu búið að reka einhvern út af. Við vissum ekkert hvað var að gerast.;Gunnar segist vera búinn að hringja margoft en hann fái alltaf sömu svörin. "Þeir segja að þetta sé einhver smá bilun. Ég veit ekki hvað við erum búin að prófa," bætir hann við en systir hans fékk einu sinni þau svör að best væri að taka afruglara Stöð 2 úr sambandi. "Þeir skella bara skuldinni hver á annan." Gunnar, sem er mikill Formúluaðdáandi, hefur látið vin sinn í Reykjavík taka tvær undanfarnar keppnir fyrir sig upp því hann geti ekki horft á hana á meðan sjónvarpið sé svona. "Við borgum ekki fullt verð fyrir sjónvarpið," segir hann en á meðan blaðamaður ræddi við hann datt sjónvarpið að minnsta kosti einu sinni út. "Ætli við verðum ekki bara að endurvekja gamla kanasjónvarpið," bætir hann við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×