Fleiri fréttir Fjölbreytt dagskrá í dag Það verður fjölbreytt dagskrá víða um land í tilefni sumardagsins fyrsta. Á höfuðborgarsvæðinu verður boðið upp á skoðunarferðir, söfn verða opin og ýmiss konar afþreying í boði. Dagskrá sumardagsins fyrsta er auglýst í dagblöðunum í dag. 21.4.2005 00:01 Öðrum manna úr skotárás sleppt Annar mannanna sem skaut á sautján ára dreng á Akureyri um síðustu helgi hefur játað árásina og gefið greinargóða lýsingu á atburðarrásinni. Honum var sleppt í gær. 21.4.2005 00:01 Ósvör opnuð eftir breytingar Í dag klukkan tvö, sumardaginn fyrsta, verður sjóminjasafnið Ósvör opnað í Bolungarvík eftir miklar breytingar. Þar hefur meðal annars verið byggt þjónustuhús sem tekið verður í notkun í dag. Finnbogi Bernódusson hefur verið ráðinn safnvörður Ósvarar og tekur við af Geir Guðmundssyni sem verið hefur safnvörður um árabil en hann hefur í gegnum tíðina verið burðarásinn í uppbyggingu safnsins í Bolungarvík. 21.4.2005 00:01 Þorskkvótinn ekki aukinn Stofnavísitala þorsks lækkaði um 16 prósent frá mælingu á síðasta ári og dreifing stofnsins bendir til þess að árgangurinn frá því í fyrra sé mjög lélegur. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þetta þýða að kvótinn verði ekki aukinn á næsta ári. 21.4.2005 00:01 Aukin framlög tryggi rekstur skóla Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. 21.4.2005 00:01 Magnús inn fyrir Sigurjón Magnús Þór Hafsteinsson hefur skipt sæti við Sigurjón Þórðarson sem áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menntamálanefnd Alþingis. 21.4.2005 00:01 Hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegu hestadagarnir <em>Tekið til kostanna</em> hefjast í dag í Skagafirði og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er búa til markaðstorg fyrir íslenska hestinn og hefur hátíðin m.a. verið markaðssett í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fræðsluerindi, reiðkennsla, töltkeppni, kynbótadómar, skeifukeppni Hólaskóla og þá verða stórsýningar föstudags- og laugardagskvöld. 21.4.2005 00:01 Skemmtun í miðri viku Á nær öllu landinu voru skemmtistaðir opnir síðasta vetrardag og dansleikir víða. Alls sóttu 160 nemendur Menntaskólans á Akureyri dansleik í félagsheimili Ólafsfirðinga, Tjarnaborg. Lögreglan segir ballið hafa farið vel fram. 21.4.2005 00:01 Ungt fólk með efni á Suðurnesjum Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þrír menn yfir tvítugu voru teknir með minniháttar magn af hassi við Narðvík. 21.4.2005 00:01 Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi "Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. 21.4.2005 00:01 Skotárás hefur verið upplýst Skotárás á Akureyri um síðustu helgi hefur verið upplýst að sögn lögreglunnar, sem annars þegir þunnu hljóði um rannsóknina. Tveimur mönnum hefur verið sleppt, sem grunaðir voru um að hafa flutt ungan mann nauðugan upp á Vaðlaheiði, látið hann afklæðast og sært hann með loftbyssu í tengslum við fíkniefnauppgjör. Að minnsta kosti annar hinna grunuðu hefur játað. 21.4.2005 00:01 Sumar og vetur frusu saman Sumar og vetur frusu saman, sem samkvæmt þjóðtrúnni boðar gott sumar. Landsmenn víða um land fögnuðu sumarkomunni í betra veðri en þeir eiga að venjast á þessum degi. Í Reykjavík gengu skátar frá Arnarhóli að Hallgrímskirkju þar sem haldin var guðsþjónusta eins og hefð er fyrir. Víða í hverfum höfuðborgarinnar voru síðan hverfahátíðir þar sem ýmislegt var gert sér til gamans og einkum hugað að áhugamálum yngri kynslóðarinnar. 21.4.2005 00:01 Samvinna um markaðssetningu Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins skrifuðu í dag undir samning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynna alla viðburði sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Tilgangurin er að skapa heildstæða mynd af svæðinu í huga ferðamanna. 21.4.2005 00:01 Styrkir til starfa í þágu barna Þrjú verkefni fengu styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf í gær, en alls bárust 30 umsóknir um styrk.Anna C. Leplar myndmenntakennari og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur fengu styrk vegna gerðar listaverkabókar fyrir börn. 21.4.2005 00:01 Tímabær úttekt "Úttektin sannar að Háskólinn hefur haldið afar vel á spilunum undanfarin ár þrátt fyrir að ýmsir hafi haldið öðru fram," segir Árni Helgason, oddviti Vöku, félags lýðræðisinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands. 21.4.2005 00:01 Hrottaleg árás fyrir Hæstarétt Hrottafengin árás handrukkaranna Annþórs Kristjáns Karlssonar og Ólafs Valtýs Rögnvaldssonar verður tekin fyrir í Hæstarétti í dag. Þeir réðust á mann á sjúkrabeði á heimili hans og barði Annþór hann með kylfu. 21.4.2005 00:01 Fundað vegna þorskstofns Þorskkvótinn verður ekki aukinn á næstunni. Sjávarútvegsráðherra segir ástand stofnsins lélegt. Fulltrúar sjávarútvegsnefndar Alþingis eiga á morgun fund með forstjóra Hafrannsóknarstofnunar vegna málsins. 21.4.2005 00:01 Fagnar reglum um fjármál þingmanna Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár. 21.4.2005 00:01 Ungur ökumaður á ógnarhraða Ungur ökumaður á bráðabyrgðaskírteini hunsaði lögreglu og stöðvaði ekki aksturinn er lögreglan mældi hann á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um hálfs sex leytið í gærmorgun. 21.4.2005 00:01 Vefmyndavél vekur athygli Persónuvernd hefur veitt leyfi fyrir vefmyndavél í Bolungarvík en henni geta notendur stjórnað og fylgst með lífinu í höfninni og nágrenni hennar. 21.4.2005 00:01 Gerendur fari út í fíkniefnaneyslu Ef enginn stöðvar í tæka tíð þá sem leggja aðra í einelti er mikil hætta á að þeir leiðist út í fíkniefnaneyslu og afbrot síðar á ævinni. Nýjar rannsóknir leiða þetta í ljós. 21.4.2005 00:01 Flokkarnir fá minnst 300 milljónir Fyrirtæki og einstaklingar nýta sér í auknum mæli skattfrádrátt með framlögum til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka. Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa aukist um 40 prósent á fimm árum.</font /></b /> 21.4.2005 00:01 Neyðarfundur um ástand þorsksins Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, varð í gær við óskum stjórnarandstæðinga í nefndinni um neyðarfund í dag með forstjóra Hafrannsóknastofnunar. 21.4.2005 00:01 Mótmælin komu of seint Mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurrifs gamla Mjólkursamlagsins í Borgarnesi koma of seint, segir Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð. 21.4.2005 00:01 Ránið í 10-11 upplýst Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst ránið sem tveir menn frömdu í í versluninni 10-11 við Engihjalla fyrir viku. Ræningjarnir, sem eru 19 og 22 ára, hótuðu afgreiðslustúlku þar að stinga hana á hol með skrúfjárni ef hún afhenti þeim ekki allt lausafé, sem hún gerði. 20.4.2005 00:01 Krefjast gæsluvarðhalds Lögreglan á Akureyri fór í gærkvöldi fram á gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn ásamt öðrum manni þar í bæ í fyrrakvöld vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Hinum manninum var sleppt í gær. 20.4.2005 00:01 Sinueldur fór úr böndunum Sinueldur fór úr böndunum við bæinn Finnastaði í Eyjafjarðarsveit í gær og kallaði bóndinn á aðstoð slökkviliðsins á Akureyri til að hefta eldinn. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nokkrar klukkustundir en þegar slökkvistarfi lauk var öll hlíðin fyrir ofan bæinn brunnin. 20.4.2005 00:01 Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. 20.4.2005 00:01 Aðild Íslands lausn kreppunnar? Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar <em>Financial Times</em> telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. 20.4.2005 00:01 Skotárás á ungan pilt við Akureyri Sautján ára piltur varð fyrir skotárás skammt frá Akureyri síðastliðinn laugardag. Talið er að skotið hafi verið á hann um ellefu skotum úr loftbyssu og sex skotum úr annars konar byssu. Tvær byssukúlur voru fjarlægðar úr piltinum með skurðaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 20.4.2005 00:01 Löggjöf um fjármál endurskoðuð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Aþingi í dag að hann teldi rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Því sé tímabært að setja á ný á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi að verkefni að leggja mat á þörf fyrir löggjafarumbætur á þessu sviði í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi. 20.4.2005 00:01 Litla lirfan inn á hvert heimili Allsérstakur sumarglaðningur mun berast inn á hvert heimili á Íslandi fyrstu viku sumars. Um er að ræða DVD-disk með teiknimyndinni <em>Kötu - Litlu lirfunni ljótu</em>, á sjö tungumálum. 20.4.2005 00:01 Tugir athugasemda við nýja biblíu Fjölmargir hafa gert athugasemdir við þýðingu Nýja testamentisins. Ekkert eitt atriði stendur þar upp úr, en margir eru þó óánægðir með að réttlætishugtakinu sé varpað fyrir róða. Þýðingin er nú aðgengileg almenningi. </font /></b /> 20.4.2005 00:01 Krafa um áhættumat á Landspítala Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Veittur hefur verið rýmilegur frestur til að hefja það, þar sem verklagsreglur eru ekki tilbúnar. </font /></b /> 20.4.2005 00:01 Telur að fjármögnun verði blönduð Spítalinn er undanþeginn almennri hagræðingakröfu þetta ár," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um Landspítala háskólasjúkrahús í umræðum á Alþingi í gær um stöðu spítalans. Hann teldi að fjármögnun spítalans yrði að einhverju leyti blönduð, til framtíðar litið. 20.4.2005 00:01 2 ára fangelsi fyrir bílaíkveikju Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bifreiðum á bílastæði fjölbýlishúss í Hafnarfirði í fyrra, með þeim afleiðingum að eldur barst í gluggakarma á jarðhæð hússins og stofnaði maðurinn með því í hættu lífi níu sofandi íbúa hússins. 20.4.2005 00:01 Fannst Össur tala niður til sín Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sakar Össur Skarphéðinsson um að tala niður til sín með því að segjast sjálfur hafa lagt allt undir til að gera hana að forsætisráðherra fyrir síðustu þingkosningar. Össur segist síður en svo hafa talað niður til Ingibjargar. 20.4.2005 00:01 Kaupþing fær útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Kaupþing banka útflutningsverðlaun embættisins við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag. Það var Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 20.4.2005 00:01 Má heita Hilaríus Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt. 20.4.2005 00:01 Fjöldinn á við meðalbæjarfélag Mörg hundruð Íslendingar eiga fasteignir á Spáni og hefur fjölgað stórlega undanfarin ár. Má segja að fjöldinn samsvari meðalbæjarfélagi á landsbyggðinni þegar flest er. Hægt er að fá 80 - 100 fermetra hús fyrir 10-12 milljónir króna. 20.4.2005 00:01 Framsókn opnar bækur sínar Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir. 20.4.2005 00:01 HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. 20.4.2005 00:01 60% námsmanna vinna með skóla Tæplega 60% námsmanna, 16 ára og eldri, vinna með námi sínu samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Alls fjölgaði námsmönnum sem unnu með námi um 1200 frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, eða úr 22.300 í 23.500, og var sú fjölgun einungis meðal kvenna, samkvæmt Hagstofunni. 20.4.2005 00:01 Ákæran 900 þúsundum lægri Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans sagði ekki hægt að sakfella hann fyrir fjárdrátt þó hann hefði ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Jón Árni er ákærður fyrir að draga að sér 28 milljónir auk 450 þúsund króna skjalafals.</font /></b /> 20.4.2005 00:01 Sumargjöf til þingmanna "Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar. 20.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölbreytt dagskrá í dag Það verður fjölbreytt dagskrá víða um land í tilefni sumardagsins fyrsta. Á höfuðborgarsvæðinu verður boðið upp á skoðunarferðir, söfn verða opin og ýmiss konar afþreying í boði. Dagskrá sumardagsins fyrsta er auglýst í dagblöðunum í dag. 21.4.2005 00:01
Öðrum manna úr skotárás sleppt Annar mannanna sem skaut á sautján ára dreng á Akureyri um síðustu helgi hefur játað árásina og gefið greinargóða lýsingu á atburðarrásinni. Honum var sleppt í gær. 21.4.2005 00:01
Ósvör opnuð eftir breytingar Í dag klukkan tvö, sumardaginn fyrsta, verður sjóminjasafnið Ósvör opnað í Bolungarvík eftir miklar breytingar. Þar hefur meðal annars verið byggt þjónustuhús sem tekið verður í notkun í dag. Finnbogi Bernódusson hefur verið ráðinn safnvörður Ósvarar og tekur við af Geir Guðmundssyni sem verið hefur safnvörður um árabil en hann hefur í gegnum tíðina verið burðarásinn í uppbyggingu safnsins í Bolungarvík. 21.4.2005 00:01
Þorskkvótinn ekki aukinn Stofnavísitala þorsks lækkaði um 16 prósent frá mælingu á síðasta ári og dreifing stofnsins bendir til þess að árgangurinn frá því í fyrra sé mjög lélegur. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þetta þýða að kvótinn verði ekki aukinn á næsta ári. 21.4.2005 00:01
Aukin framlög tryggi rekstur skóla Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. 21.4.2005 00:01
Magnús inn fyrir Sigurjón Magnús Þór Hafsteinsson hefur skipt sæti við Sigurjón Þórðarson sem áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menntamálanefnd Alþingis. 21.4.2005 00:01
Hestadagar í Skagafirði Alþjóðlegu hestadagarnir <em>Tekið til kostanna</em> hefjast í dag í Skagafirði og standa fram á sunnudag. Hugmyndin er búa til markaðstorg fyrir íslenska hestinn og hefur hátíðin m.a. verið markaðssett í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Meðal þess sem boðið er upp á eru fræðsluerindi, reiðkennsla, töltkeppni, kynbótadómar, skeifukeppni Hólaskóla og þá verða stórsýningar föstudags- og laugardagskvöld. 21.4.2005 00:01
Skemmtun í miðri viku Á nær öllu landinu voru skemmtistaðir opnir síðasta vetrardag og dansleikir víða. Alls sóttu 160 nemendur Menntaskólans á Akureyri dansleik í félagsheimili Ólafsfirðinga, Tjarnaborg. Lögreglan segir ballið hafa farið vel fram. 21.4.2005 00:01
Ungt fólk með efni á Suðurnesjum Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þrír menn yfir tvítugu voru teknir með minniháttar magn af hassi við Narðvík. 21.4.2005 00:01
Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi "Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. 21.4.2005 00:01
Skotárás hefur verið upplýst Skotárás á Akureyri um síðustu helgi hefur verið upplýst að sögn lögreglunnar, sem annars þegir þunnu hljóði um rannsóknina. Tveimur mönnum hefur verið sleppt, sem grunaðir voru um að hafa flutt ungan mann nauðugan upp á Vaðlaheiði, látið hann afklæðast og sært hann með loftbyssu í tengslum við fíkniefnauppgjör. Að minnsta kosti annar hinna grunuðu hefur játað. 21.4.2005 00:01
Sumar og vetur frusu saman Sumar og vetur frusu saman, sem samkvæmt þjóðtrúnni boðar gott sumar. Landsmenn víða um land fögnuðu sumarkomunni í betra veðri en þeir eiga að venjast á þessum degi. Í Reykjavík gengu skátar frá Arnarhóli að Hallgrímskirkju þar sem haldin var guðsþjónusta eins og hefð er fyrir. Víða í hverfum höfuðborgarinnar voru síðan hverfahátíðir þar sem ýmislegt var gert sér til gamans og einkum hugað að áhugamálum yngri kynslóðarinnar. 21.4.2005 00:01
Samvinna um markaðssetningu Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins skrifuðu í dag undir samning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynna alla viðburði sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Tilgangurin er að skapa heildstæða mynd af svæðinu í huga ferðamanna. 21.4.2005 00:01
Styrkir til starfa í þágu barna Þrjú verkefni fengu styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf í gær, en alls bárust 30 umsóknir um styrk.Anna C. Leplar myndmenntakennari og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur fengu styrk vegna gerðar listaverkabókar fyrir börn. 21.4.2005 00:01
Tímabær úttekt "Úttektin sannar að Háskólinn hefur haldið afar vel á spilunum undanfarin ár þrátt fyrir að ýmsir hafi haldið öðru fram," segir Árni Helgason, oddviti Vöku, félags lýðræðisinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands. 21.4.2005 00:01
Hrottaleg árás fyrir Hæstarétt Hrottafengin árás handrukkaranna Annþórs Kristjáns Karlssonar og Ólafs Valtýs Rögnvaldssonar verður tekin fyrir í Hæstarétti í dag. Þeir réðust á mann á sjúkrabeði á heimili hans og barði Annþór hann með kylfu. 21.4.2005 00:01
Fundað vegna þorskstofns Þorskkvótinn verður ekki aukinn á næstunni. Sjávarútvegsráðherra segir ástand stofnsins lélegt. Fulltrúar sjávarútvegsnefndar Alþingis eiga á morgun fund með forstjóra Hafrannsóknarstofnunar vegna málsins. 21.4.2005 00:01
Fagnar reglum um fjármál þingmanna Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár. 21.4.2005 00:01
Ungur ökumaður á ógnarhraða Ungur ökumaður á bráðabyrgðaskírteini hunsaði lögreglu og stöðvaði ekki aksturinn er lögreglan mældi hann á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um hálfs sex leytið í gærmorgun. 21.4.2005 00:01
Vefmyndavél vekur athygli Persónuvernd hefur veitt leyfi fyrir vefmyndavél í Bolungarvík en henni geta notendur stjórnað og fylgst með lífinu í höfninni og nágrenni hennar. 21.4.2005 00:01
Gerendur fari út í fíkniefnaneyslu Ef enginn stöðvar í tæka tíð þá sem leggja aðra í einelti er mikil hætta á að þeir leiðist út í fíkniefnaneyslu og afbrot síðar á ævinni. Nýjar rannsóknir leiða þetta í ljós. 21.4.2005 00:01
Flokkarnir fá minnst 300 milljónir Fyrirtæki og einstaklingar nýta sér í auknum mæli skattfrádrátt með framlögum til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka. Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa aukist um 40 prósent á fimm árum.</font /></b /> 21.4.2005 00:01
Neyðarfundur um ástand þorsksins Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, varð í gær við óskum stjórnarandstæðinga í nefndinni um neyðarfund í dag með forstjóra Hafrannsóknastofnunar. 21.4.2005 00:01
Mótmælin komu of seint Mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurrifs gamla Mjólkursamlagsins í Borgarnesi koma of seint, segir Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð. 21.4.2005 00:01
Ránið í 10-11 upplýst Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst ránið sem tveir menn frömdu í í versluninni 10-11 við Engihjalla fyrir viku. Ræningjarnir, sem eru 19 og 22 ára, hótuðu afgreiðslustúlku þar að stinga hana á hol með skrúfjárni ef hún afhenti þeim ekki allt lausafé, sem hún gerði. 20.4.2005 00:01
Krefjast gæsluvarðhalds Lögreglan á Akureyri fór í gærkvöldi fram á gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn ásamt öðrum manni þar í bæ í fyrrakvöld vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Hinum manninum var sleppt í gær. 20.4.2005 00:01
Sinueldur fór úr böndunum Sinueldur fór úr böndunum við bæinn Finnastaði í Eyjafjarðarsveit í gær og kallaði bóndinn á aðstoð slökkviliðsins á Akureyri til að hefta eldinn. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nokkrar klukkustundir en þegar slökkvistarfi lauk var öll hlíðin fyrir ofan bæinn brunnin. 20.4.2005 00:01
Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess. 20.4.2005 00:01
Aðild Íslands lausn kreppunnar? Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar <em>Financial Times</em> telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. 20.4.2005 00:01
Skotárás á ungan pilt við Akureyri Sautján ára piltur varð fyrir skotárás skammt frá Akureyri síðastliðinn laugardag. Talið er að skotið hafi verið á hann um ellefu skotum úr loftbyssu og sex skotum úr annars konar byssu. Tvær byssukúlur voru fjarlægðar úr piltinum með skurðaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 20.4.2005 00:01
Löggjöf um fjármál endurskoðuð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Aþingi í dag að hann teldi rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Því sé tímabært að setja á ný á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi að verkefni að leggja mat á þörf fyrir löggjafarumbætur á þessu sviði í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi. 20.4.2005 00:01
Litla lirfan inn á hvert heimili Allsérstakur sumarglaðningur mun berast inn á hvert heimili á Íslandi fyrstu viku sumars. Um er að ræða DVD-disk með teiknimyndinni <em>Kötu - Litlu lirfunni ljótu</em>, á sjö tungumálum. 20.4.2005 00:01
Tugir athugasemda við nýja biblíu Fjölmargir hafa gert athugasemdir við þýðingu Nýja testamentisins. Ekkert eitt atriði stendur þar upp úr, en margir eru þó óánægðir með að réttlætishugtakinu sé varpað fyrir róða. Þýðingin er nú aðgengileg almenningi. </font /></b /> 20.4.2005 00:01
Krafa um áhættumat á Landspítala Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Veittur hefur verið rýmilegur frestur til að hefja það, þar sem verklagsreglur eru ekki tilbúnar. </font /></b /> 20.4.2005 00:01
Telur að fjármögnun verði blönduð Spítalinn er undanþeginn almennri hagræðingakröfu þetta ár," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um Landspítala háskólasjúkrahús í umræðum á Alþingi í gær um stöðu spítalans. Hann teldi að fjármögnun spítalans yrði að einhverju leyti blönduð, til framtíðar litið. 20.4.2005 00:01
2 ára fangelsi fyrir bílaíkveikju Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bifreiðum á bílastæði fjölbýlishúss í Hafnarfirði í fyrra, með þeim afleiðingum að eldur barst í gluggakarma á jarðhæð hússins og stofnaði maðurinn með því í hættu lífi níu sofandi íbúa hússins. 20.4.2005 00:01
Fannst Össur tala niður til sín Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sakar Össur Skarphéðinsson um að tala niður til sín með því að segjast sjálfur hafa lagt allt undir til að gera hana að forsætisráðherra fyrir síðustu þingkosningar. Össur segist síður en svo hafa talað niður til Ingibjargar. 20.4.2005 00:01
Kaupþing fær útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Kaupþing banka útflutningsverðlaun embættisins við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag. Það var Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 20.4.2005 00:01
Má heita Hilaríus Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt. 20.4.2005 00:01
Fjöldinn á við meðalbæjarfélag Mörg hundruð Íslendingar eiga fasteignir á Spáni og hefur fjölgað stórlega undanfarin ár. Má segja að fjöldinn samsvari meðalbæjarfélagi á landsbyggðinni þegar flest er. Hægt er að fá 80 - 100 fermetra hús fyrir 10-12 milljónir króna. 20.4.2005 00:01
Framsókn opnar bækur sínar Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir. 20.4.2005 00:01
HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. 20.4.2005 00:01
60% námsmanna vinna með skóla Tæplega 60% námsmanna, 16 ára og eldri, vinna með námi sínu samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Alls fjölgaði námsmönnum sem unnu með námi um 1200 frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, eða úr 22.300 í 23.500, og var sú fjölgun einungis meðal kvenna, samkvæmt Hagstofunni. 20.4.2005 00:01
Ákæran 900 þúsundum lægri Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans sagði ekki hægt að sakfella hann fyrir fjárdrátt þó hann hefði ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Jón Árni er ákærður fyrir að draga að sér 28 milljónir auk 450 þúsund króna skjalafals.</font /></b /> 20.4.2005 00:01
Sumargjöf til þingmanna "Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar. 20.4.2005 00:01