Aðild Íslands lausn kreppunnar? 20. apríl 2005 00:01 Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar Financial Times telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hafni Frakkar stjórnarskránni með tíu prósenta meirihluta, eins og allt bendir til, er hún pólitískt séð steindauð, segja fréttaskýrendur í dag. Kreppan sem þá blasti við Evrópusambandinu yrði svo alvarleg að framtíð þess væri í húfi. Ekkert varadekk er til, hafni Frakkar stjórnarskránni. Trúverðugleiki sambandins hyrfi yfir nótt, segja embættismenn í Brüssel. Nánast vonlaust yrði að byggja upp sameiginlega utanríkis- og varnarmálastefnu sem stórveldi á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína tækju alvarlega. Lögmæti stofnana Evrópusambandsins gagnvart borgurum aðildarríkjanna væri ekkert og hætt er við að fjármálamarkaðir brygðust einnig illa við. Einn stjórnmálaskýrandi segir við Reuters í dag að samrunaferlið í Evrópu myndi stöðvast og ramminn sem stækkun sambandsins færi eftir væri með öllu ónothæfur. Það er því augljóslega mjög alvarlegur vandi sem ráðamenn ESB standa frammi fyrir og aðeins sex vikur eru þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi. Leiðarahöfundar dagblaðsins Financial Times telja sig þó hafa fundið lausnina: aðild Íslands. Þeir telja að hægt sé að smygla inn lykilatriðunum í stjórnarskránni þegar gengið verður frá næstu hrinu aðildarsamninga og tilheyrandi reglugerða. Gallinn á þessari gjöf Njarðar er sá að nú þegar hefur verið gengið frá þessum ramma varðandi öll þau ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið á næstunni - næst á dagskrá er Króatía en það gerist ekki fyrr en árið 2009 í fyrsta lagi. Og þá er komið að þætti Íslands, segja leiðarahöfundarnir. Íslendingar hafa einkum áhyggjur af fiskimiðunum sínum, en hvað sambandið varðar er Ísland fyrsta flokks aðildarland: ríkt og þróað, ólíkt til að mynda Albaníu eða Bosníu sem vilja komast að. Því væri það lítill vandi að semja um aðild við Ísland á skömmum tíma og í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru telja leiðarahöfundarnir rétt að leyfa Íslendingum að ráða fiskimiðunum sínum. Eina spurningin sé í raun hvort að stjórnvöld hér á landi séu reiðubúin að taka stökkið og ganga í Evrópusambandið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira