Virkjanir ræddar á breska þinginu 11. mars 2005 00:01 Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. Doughty er skuggaumhverfisráðherra Frjálslyndra demókrata á Bretlandi og henni líkar lítt við áform um byggingu virkjunar við Kárahnjúka eða annars staðar á hálendinu. Til að lýsa andstöðu sinni og jafnframt stuðningi við íslenska umhverfisverndarsinna hefur hún lagt fram ályktunartillögu á breska þinginu þar sem segir meðal annars að þingdeildin hafi verulegar áhyggjur af virkjunaráætlunum Íslendinga. Skipulagsstofnun hafi til að mynda hafnað Kárahnjúkavirkjun vegna verulegra, óafturkræfra og neikvæðra umhverfisáhrifa; að í hættumati sem Náttúrverndarsamtök Íslands létu gera sé komist að þeirri niðurstöðu að verkefnið geti haft í för með sér nettókostnað fyrir íslenskt hagkerfi; að íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að umhverfismatið sem lagt var fram með, til grundvallar starfsleyfisumsókn um byggingu álbræðslunnar, sé ógilt og fleira í þeim dúr. Í lok tillögunnar segir að breska þingið fari þess á leit við bresku ríkisstjórnina að hún noti pólitísk og diplómatísk tengsl við ríkisstjórn Íslands til að hvetja hana til að stöðva framkvæmdir við Kárahnjúka og á svipuðum stöðum sem ógnað er af þungaiðnaði svo hálendi Íslands verði verndað til ánægju fyrir framtíðarkynslóðir Íslendinga og gesta þeirra. Fjórir þingmenn lögðu tillöguna fram með Doughty: einn íhaldsmaður og einn úr þjóðernisflokki Wales, auk annars frjálslynds demókrata. Að sögn aðstoðarmanns þingmannsins er tilgangurinn að vekja athygli á umhverfismálum á Íslandi en það voru íslenskir umhverfisvernarsinnar sem leituðu liðsinnis Doughty í upphafi. Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. Doughty er skuggaumhverfisráðherra Frjálslyndra demókrata á Bretlandi og henni líkar lítt við áform um byggingu virkjunar við Kárahnjúka eða annars staðar á hálendinu. Til að lýsa andstöðu sinni og jafnframt stuðningi við íslenska umhverfisverndarsinna hefur hún lagt fram ályktunartillögu á breska þinginu þar sem segir meðal annars að þingdeildin hafi verulegar áhyggjur af virkjunaráætlunum Íslendinga. Skipulagsstofnun hafi til að mynda hafnað Kárahnjúkavirkjun vegna verulegra, óafturkræfra og neikvæðra umhverfisáhrifa; að í hættumati sem Náttúrverndarsamtök Íslands létu gera sé komist að þeirri niðurstöðu að verkefnið geti haft í för með sér nettókostnað fyrir íslenskt hagkerfi; að íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að umhverfismatið sem lagt var fram með, til grundvallar starfsleyfisumsókn um byggingu álbræðslunnar, sé ógilt og fleira í þeim dúr. Í lok tillögunnar segir að breska þingið fari þess á leit við bresku ríkisstjórnina að hún noti pólitísk og diplómatísk tengsl við ríkisstjórn Íslands til að hvetja hana til að stöðva framkvæmdir við Kárahnjúka og á svipuðum stöðum sem ógnað er af þungaiðnaði svo hálendi Íslands verði verndað til ánægju fyrir framtíðarkynslóðir Íslendinga og gesta þeirra. Fjórir þingmenn lögðu tillöguna fram með Doughty: einn íhaldsmaður og einn úr þjóðernisflokki Wales, auk annars frjálslynds demókrata. Að sögn aðstoðarmanns þingmannsins er tilgangurinn að vekja athygli á umhverfismálum á Íslandi en það voru íslenskir umhverfisvernarsinnar sem leituðu liðsinnis Doughty í upphafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira