Innlent

Verðstríð í rénun

"Verðstríðinu er aldrei lokið þó svo að þessi tilboð sem hafa verið að undanförnu séu liðin undir lok í bili," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Engar vörur fengust gefnar eða á krónutilboðum í verslunum Bónuss eða Krónunnar í gær eins og verið hefur undanfarið. Guðmundur segir að eitthvað verði undan að láta og ekki gangi til eilífðarnóns að bjóða slík tilboð. "Engu að síður er verðstríðinu alls ekki lokið og ekkert hægt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. En krónutilboðunum er lokið í þetta sinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×