Innlent

Hætta sprengingum í bili

Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu. Pétur Vilberg segir að sprengt hafi verið svo fjarri byggð að við venjulegar aðstæður ættu sprengingarnar ekki að valda skaða. Nú sé rannsakað hvað hafi farið úrskeiðis og hafi sprengingum því verið hætt í bili. Örn Arnarson sem býr á Vesturgötunni segir að hús sitt hafi allt hristst við sprengingu í fyrradag. "Parkettið gekk til, sprunga kom í rúðu og allt hrundi úr hillum. Við vorum heppin að verða ekki fyrir hlutunum sem flugu um," sagði Örn. Einnig komu sprungur við burðarbita niðri í kjallara. Örn segist hafa heyrt tvö flaut áður en sprengt var og finnst að sem hann eigi skilið meiri fyrirvara en það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×