Innlent

Trassa skil

Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. Félagsmálaráðuneytið hefur því sent ítrekun til þeirra sveitarfélaga sem enn hafa ekki skilað inn fjárhagsáætlunum og gefst þeim frestur til 21 mars til að bæta úr þessari vanrækslu. Ef þeirri aðvörun verður ekki sinnt, segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að heimild til að stöðva greiðslur til þessara sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði beitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×